Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

54. fundur 26. ágúst 2010 kl. 18:00 - 18:30 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. ágúst, 2010 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Erla Lúðvíksdóttir, Hörður Harðarson, Inga
Sigrún Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson og Sveindís Skúladóttir.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerð 97. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Bergur Brynjar gerir það að tillögu sinni að bæjarráði verði falið að
gera gagntilboð í eignina Hafnargötu 101.
Tillagan er borin upp til atkvæða. Tillagan fellur á jöfnu, einn situr
hjá.
Bergur Brynjar gerir það að tillögu sinni að bæjarráði verði falið að
gera gagntilboð í 37,5% hlut í Vogajörðum.
Tillagan er borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með fjórum
atkvæðum gegn þremur.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur Brynjar, Eirný, Oddur Ragnar,
Kristinn, Hörður.
2. Bæjarmálasamþykkt - Samþykkt um breytingu á samþykkt um
stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga með síðari
breytingum, fyrri umræða.
Forseti fer yfir helstu breytingar en þær eru:
Í 7. gr samþykktar er orðunum að jafnaði bætt inn í setningu.
Fyrsta setning fyrstu málsgreinar hljóðar svo eftir breytingu
Bæjarstjórn heldur reglulega fundi einu sinni í hverjum mánuði að
jafnaði síðasta fimmtudag mánaðar.

:
Á B- lið 57. gr. eru gerðar breytingar í samræmi við tillögur að
breytingu á stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem ræddar voru á 96. og
97. fundi bæjarráðs.
Ferlinefnd fatlaðra á Suðurnesjum fellur út.
Forðagæsla - Á 53. fundi bæjarstjórnar 14. 06.2010 voru kjörnir
búfjáreftirlitsmenn í samræmi við 57. grein samþykktar um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga nr. 1230/2005 Ákvæðið er úrelt og
því fellt út. Óþarfi er að skipa sérstaka búfjáreftirlitsmenn. Því er lagt
til að ákvörðun bæjarstjórnar frá 14.06.2010 um skipan
forðagæslumanna verði fellt úr gildi og Halldór Hafdal Halldórsson,
Narfakoti ráðinn til starfans.
Náttúruverndarnefnd fellur út.
Atvinnumálanefnd – ný nefnd.
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Undir nefndina heyra
atvinnumál sveitarfélagsins. Auk þess að styrkja þær atvinnugreinar
sem fyrir eru, er henni ætlað að stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í
atvinnu- og ferðamálum sveitarfélagsins.
Breytingarnar eru samþykktar samhljóða.
Forseti leggur til að breytingunum verði vísað til seinni umræðu.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Oddur Ragnar.

Forseti bæjarstjórnar bendir á að næsti fundur bæjarstjórnar verður
þriðjudaginn 28. september kl. 18.00. Fundardagur breytist því XXIV
landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri
29. september til 1. október.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30

Getum við bætt efni síðunnar?