Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 25. nóvember, 2010 kl.
18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Erla Lúðvíksdóttir, Hörður Harðarson, Inga
Sigrún Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson og Sveindís Skúladóttir.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 102. og 103. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
2. Fundargerð 50. fundar fræðslunefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Til máls tóku: Inga Sigrún,
3. Fundargerð 27. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Til máls tóku: Inga Sigrún,
4. Skipan í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Kjör í nefnd á vegum sveitarfélagsins.
Kjörinn er aðal/varamaður
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
5. Skipan í fræðslunefnd.
Kjör í nefnd á vegum sveitarfélagsins.
Kjörinn er aðal/varamaður
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
6. Skipan í bæjarráð.
Tilnefndur er varamaður
Tilnefningin er samþykkt samhljóða
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
7. Erindisbréf atvinnumálanefndar.
Forseti gefur orðið laust.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún,.
8. Dómur Hæstaréttar í máli Tryggva R. Guðmundssonar og
Hjördísar Hilmarsdóttur gegn Sveitarfélaginu Vogum.
Dómur Hæstaréttar liggur fyrir fundinum. Sveitarfélagið Vogar er
sýknað af öllum kröfum.
Til máls tóku: Inga Sigrún
9. Bæjarmálasamþykkt– samþykkt um breytingu á samþykkt um
stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga með síðari
breytingum, seinni umræða.
Forseti fer yfir helstu breytingar en þær eru:
Í 7. gr samþykktar er orðinu að jafnaði bætt tvisvar inn í setningu.
Fyrsta setning fyrstu málsgreinar hljóðar svo eftir breytingu
Bæjarstjórn heldur fundi að jafnaði einu sinni í hverjum mánuði að
jafnaði síðasta fimmtudag mánaðar.
Á B- lið 60. gr. eru gerðar breytingar í samræmi við tillögur að
breytingu á stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem ræddar voru á 96. og
97. fundi bæjarráðs.
Eftirtaldar nefndir eru felldar niður:
Ferlinefnd fatlaðra á Suðurnesjum,
Forðagæsla,
Náttúruverndarnefnd.
Atvinnumálanefnd – ný nefnd.
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Undir nefndina heyra atvinnu-
og kynningarmál sveitarfélagsins. Auk þess að styrkja þær
atvinnugreinar sem fyrir eru, er nefndinni ætlað að stuðla að
nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og ferðamálum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Forseti upplýsti að stefnt er að því að taka upp nýja samþykkt um
stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga þann 16. desember.
Til máls tóku: Inga Sigrún,
10. Fjárhagsáætlun 2011 og þriggja ára áætlun – fyrri umræða.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun
Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2011, og þriggja ára rammaáætlun
2012-2014.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi markmið í
rekstri A-hluta sveitarfélagsins á næstu árum. Markmiðin verði höfð
að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar árið 2011 og þriggja ára
áætlunar 2012-2014.
Árið 2011. Enginn rekstrarhalli, en heimilt verður að nýta vaxtatekjur
Framfarasjóðs til rekstrar. Veltufé frá rekstri nægi að minnsta kosti til
afborgana lána.
Árið 2012. Enginn rekstrarhalli. Heimilt verður að nýta allt 50% af
vaxtatekjum Framfarasjóðs til rekstrar.
Árið 2013. Rekstur sveitarfélagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir
(EBIDA) verði í jafnvægi, þ.e. engar vaxtatekjur verði nýttar til
rekstrar, eingöngu til fjárfestinga og/eða uppgreiðslu lána.
Árið 2014. Rekstur sveitarfélagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir
skili 15% framlegð.
Markmiðin eru samþykkt samhljóða
Forseti gefur orðið laust.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e.
13,28% með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að
ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til
sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af
því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
Forseti leggur til að fjárhagsáætlun ársins 2011 og þriggja ára
rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2012-2014 verði vísað
til seinni umræðu bæjarstjórnar, og breytingatillögum til umræðu í
bæjaráði.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Eirný,
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00