Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 28. apríl, 2011 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Ingþór Guðmundsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir og
Jóngeir Hjörvar Hlinason.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 111. og 112. funda bæjarráðs.
Fundargerðir 111. og 112. funda. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðanna og gefur
orðið laust varðandi einstök atriði þeirra.
Liður 15 í 112. fundargerð er sérstaklega tekinn út til breytinga.
Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir íþróttasvæði í sveitarfélaginu.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Jóngeir Hjörvar.
2. Deiliskipulag Kálfatjarnar.
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi Kálfatjarnar ásamt greinargerð.
Á 30. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga var samþykkt að
vísa deiliskipulagstillögunni með breytingum og umfjöllun um athugasemdir til
afgreiðslu bæjarstjórnar og leggur nefndin til að deiliskipulagstillagan verði auglýst
skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn fagnar framkominni tillögu að deiliskipulagi Kálfatjarnar og góðu starfi
þeirra sem standa að því.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir tillögu að deiliskipulagi Kálfatjarnar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 25.09.2010 og br. 14.03.2011
og felur m.a. í sé skipulag fyrir 18 holu golfvöll, golfskála, hótel, áhaldahús og skýli á
æfingasvæði. Einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Vatnsleysustrandarveg,
þjónustuvegum og stígum á golfvelli. Þá eru skilgreindar lóðir undir kirkju og
þjónustuhús sem tilheyrir Kálfatjarnarkirkju og lóð undir Norðurkot og Skjaldbreið sem
tilheyrir Minjafélagi Vatnsleysustrandar. Tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43.
greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður.
3. Deiliskipulag Akurgerði, Stóru-Vogaskóli og Vogatjörn.
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi Akurgerðis, Stóru-Vogaskóla og
Vogatjörn ásamt greinargerð.
Á 30. fundi umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga var samþykkt að vísa
deiliskipulagstillögunni með breytingum og umfjöllun um athugasemdir til afgreiðslu
bæjarstjórnar og leggur nefndin til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41.
skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi
Akurgerðis, Stóru-Vogaskóla og Vogatjörn. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í
greinargerð dags. 14.04.2011 og felur meðal annars í sér að deiliskipulagssvæðið er
stækkað til austurs að Vogagerði norðan Tjarnargötu en minnkað að sunnanverðu.
Vestan Vogagerðis kemur ný gata með þremur einbýlishúsalóðum auk þess sem við
Vogagerði verður bætt við lóð. Einnig eru gerðar ýmsar leiðréttingar í samræmi við
gildandi aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulagið skv. uppdrætti dags.
14.04.2011. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr.
123/2010.
Forseti gefur orðið laust.
Til máls tók: Inga Sigrún.
4. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2010, fyrri umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2010 er lagður fram til fyrri umræðu.
Oddur Gunnar Jónsson starfsmaður KPMG fer yfir ársreikninginn.
Bæjarstjórn þakkar Oddi Gunnari Jónssyni fyrir samvinnuna.
Forseti bæjarstjórnar fer yfir helstu niðurstöður.
Árið 2008 voru gjöld aðalsjóðs 7,1% hærri en skatttekjur.
Árið 2009 voru gjöld aðalsjóðs 22,8% hærri en skatt tekjur.
Árið 2010 voru gjöld aðalsjóðs 13,1% hærri en skatttekjur.
Eigið fé lækkar um 5.981 þús krónur milli áranna 2009 og 2010.
Viðræður eru við Búmenn um kaup á þjónusturými Álfagerðis.
Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og
Sorpbrennslu Suðurnesja. Niðurstaða þeirrar vinnu mun að öllum líkindum speglast
inn í reikninga sveitarfélagsins. Vonandi til hins betra þó svo að það muni ekki leysa
rekstrarvanda þann sem við stöndum frammi fyrir. Horfur eru á að vaxtatekjur
Framfarasjóðs verði árið 2011 til muna lægri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Því
fást bæjarstjórn og starfsmenn bæjarins enn við að endurskipuleggja rekstur bæjarins
svo tekjur standi undir útgjöldum.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi:
Tekjur 636.672 þús kr.
Gjöld 682.241 þús kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði –45.569 þús kr.
Fjármagnsliðir 82.086 þús kr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 36.517 þús kr.
Eignir 2.975.472 þús kr.
Skuldir og skuldbindingar án fasteignaleigusamninga 561.378 þús kr.
Skuldbindingar vegna fasteignaleigusamninga 1.544.206 þús kr.
Skuldir og skuldbindingar 2.105.584 þús kr.
Þar af langtímalán með næsta árs afborgunum 439.614 þús kr.
Veltufé frá rekstri 28.248 þús kr.
Helstu frávik í rekstri samstæðu eru:
Rekstrartekjur eru 61.086 þúsund hærri en áætlun.
Laun og launatengd gjöld eru 55.833 þúsund hærri en áætlun.
Annar rekstrarkostnaður er 46.328 þúsun hærri en áætlun.
Ársreikningi er vísað til seinni umræðu.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Jóngeir Hjörvar.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 19.15