Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

65. fundur 28. september 2011 kl. 18:00 - 19:00 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 28. september, 2011 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson, Björn Sæbjörnsson og
Kristinn Björgvinsson.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 117. og 118. funda bæjarráðs.
Fundargerð 117. fundar. Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Fundargerð 118. fundar. Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Í 32. tölublaði Vísbendingar er birt einkunn 38 stærstu sveitarfélaganna. Árið 2011 er
Sveitarfélagið Vogar í 17. sæti en var í 33. sæti árið 2010.
Bæjarfulltrúar H-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Í fundargerð 30. fundar frístunda- og menningarnefndar lögðu fulltrúar L og H lista
fram bókun þar sem ánægju var lýst með störf frístunda- og menningarfulltrúa.
Bæjarstjórnarmenn H-listans vilja taka undir bókun nefndarinnar og óskar þess
eindregið að frístunda- og menningarfulltrúa verði veitt fastráðning.
Bæjarstjóri óskar eftir að hlé verði gert á fundi kl. 18.30.
Fundi framhaldið kl. 18.34.
Eirný Vals óskar að bókað verði:
Bæjarstjóri hafnar að fastráða Stefán Arinbjarnarson sem frístunda- og
menningarfulltrúa. Stefán Arinbjarnarson var ráðinn frístunda- og menningarfulltrúi
haustið 2010 til eins árs. Í lok ráðningartímans gerði bæjarstjóri frístunda- og
menningarfulltrúa grein fyrir því að það væru nokkur atriði er gerðu það að verkum að
ekki væri hægt að bjóða fastráðningu að svo komnu. Bæjarstjóri bauð frístunda- og
menningarfulltrúa lausráðningu í sex mánuði og á meðan sýndi frístunda- og
menningarfulltrúi hæfni til að stýra málaflokki í erfiðu árferði. Sú ákvörðun stendur
enn.

Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Eirný, Bergur Brynjar, Kristinn.
2. Fundargerð 34. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundargerð 34. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún.
3. Lýsing deiliskipulags Flekkuvíkur.
Á 34. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var lýsing deiliskipulagsins samþykkt og
vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.
Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og kynna í
samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vegna væntanlegra framkvæmda við atvinnusvæði við Flekkuvík gæti þurft að taka
upp aðalskipulag sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Ég legg því til að aðalskipulagið verði tekið upp meðal annars með það að markmiði
að breyta þeim hluta Suðurnesjalína sem liggur innan sveitarfélagsins úr loftlínu í
jarðstreng.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Bergur Brynjar.
4. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði
nýttur til uppgreiðslu skulda A-hluta við sjóðinn, til greiðslu framkvæmda árið
2011 og heimild til að draga á sjóðinn allt að 50 milljónum til að mæta rekstri
árið 2011. Seinni umræða.
Almennur borgarafundur um málefni Framfarasjóðs var haldinn fimmtudaginn 8.
september. Þar var tillaga sú er liggur fyrir bæjarstjórn kynnt.
Tillagan er samþykkt.
Til máls tók: Inga Sigrún.

5. Svæðisskipulag Suðurnesja.
Drög að svæðisskipulagi lögð fram.
Hörður Harðarson leggur til að umræðu um svæðisskipulagið verði frestað þar sem
málið er í óvissu eftir afgreiðslu meirihluta á fundinum
Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður.

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 19.00

Getum við bætt efni síðunnar?