Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

68. fundur 30. nóvember 2011 kl. 18:00 - 21:15 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 30. nóvember, 2011 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson, Erla
Lúðvíksdóttir, Inga Sigrún Atladóttir,Oddur Ragnar Þórðarson, Jón Elíasson og
Kristinn Björgvinsson.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Jóngeir Hjörvar Hlinason ritar fundargerð.
Fyrir fundinum lá beiðni um að setja á dagskrá lögfræðiálit um starfslok bæjarstjóra.
Forseti leggur til að málið verði afgreitt undir 8. lið fundargerðarinnar.
Forseti leggur til að afgreitt verði undir 9. lið fundargerðarinnar ráðning bæjarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
Bergur Álfþórsson óskar að bókað sé:
„Ég undirritaður óskaði fyrir hönd bæjarfulltrúa E- listans eftir að þetta mál yrði á
dagskrá með 6 daga fyrirvara. Forseti bæjarstjórnar hundsaði þá ósk þar sem hennar
prívat mat var að málið verðskuldaði ekki umræðu og ætlaði sér þar með að fara á
svig við 11 og 35 greinar samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.
Ég lýsi vanþóknun minni á þessum vinnubrögðum þar sem þetta er annar fundurinn í
röð þar sem leita þarf afbrigða til að koma löglega framkomnum málum minnihlutans
á dagskrá og vona ég að þetta endurtaki sig ekki.“
Samþykkt samhljóða að setja málin á dagskrá undir 8. og 9. lið.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur, Hörður.
1. Fundargerð 121. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust um einstök atriði fundargerðarinnar.
Vegna 21. Liðar fundargerðar óskar Bergur eftir að tekið sé fram að þar sé átt við
frístunda og menninganefnd.
Bergur Álfþórsson lagði fram bókun:
„Samkvæmt fundagerð 121 og 122 fundar bæjarráðs hafa bæjarfulltrúum og
varabæjarfulltrúm úr hópi H og L lista verið falin ýmis verkefni sem hingað til hafa
verið á höndum embættismanna sveitarfélagsins. Hefur þessum verkefnum verið

lokið, hver er niðurstaða þeirra og hefur verið tryggt að afgreiðsla þeirra rati í
málaskrá sveitarfélagsins?“
Hvað hafa bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar H og L lista setið marga launaða fundi
– utan reglulegra funda á vegum sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – frá
starfslokum fráfarandi bæjarstjóra?
Inga Sigrún svarar fyrirspurnum með þeim upplýsingum sem nú liggja nú fyrir, en
vísar í að fljótlega verði tekin saman fundarseta nefndarmanna.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur, Hörður, Bergur.
2. Fundargerð 122. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust um einstök atriði fundargerðarinnar.
Forseti vill vekja athygli bæjarbúa á lið 35, 36 og 40 í fundargerðinni.
35. Íbúafundur
Bæjarráð býður íbúum sveitafélagsins til íbúafundar fimmtudaginn 8. desember
klukkan 20:00. Fjárhagsáætlun verður kynnt og bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.
36. Ósk Sveitarfélagsins Voga um að verða tilraunasveitarfélag í Græna
Hagkerfinu.
Á fundi fjárlaganefndar var lögð fram beiðni sveitarfélagsins um að verða
tilraunasveitarfélag í græna hagkerfinu. Forseta bæjarstjórnar falið að fylgja málinu
eftir.
40. Umsókn um byggðarkvóta
Sveitarfélagið hefur sótt um byggðarkvóta til sjávarútvegsráðuneytisins.
Umsóknin er lögð fram.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur, Oddur, Hörður.
3. Fundagerð umhverfis og skipulagsnefndar.
Liður 3.
Á 35. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var deiliskipulag Iðavalla
Vatnsleysuströnd samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.
Samþykkt er að vísa tillögunni til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður grenndarkynnt fyrir eigengur aðliggjandi
jarða og lóða, Stóra-Knarrarnes II, Breiðagerðis 22, 23 og 24.
Liður 5.

Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina.
Umsókn byggingarleyfis er samþykkt í samræmi við III kafla laga um mannvirki nr.
160/2010.
Til máls tók: Inga Sigrún.
4. Breytingar á nefndum og ráðum
Lögð er fram tillaga um breytingar í bæjarráði.
Oddur Ragnar Þórðarson er tilnefndur varamaður í bæjarráð í stað Sveindísar
Skúladóttir.
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Til máls tók: Inga Sigrún.
5. Fundargerð fræðslunefndar
Fundargerðin er lögð fram
Til máls tók: Inga Sigrún
6. Menntasjóður Sveitarfélagsins Voga, samþykktir.
Bæjarstjórn bókar:
Undanfarin ár hefur Stóru-Vogaskóli unnið að því að bæta ástundun og og
námsárangur nemenda sinna. Í samræmi við stefnu bæjarstjórnar um að bæta
námsárangur í skólanum vildi bæjarstjórnin leggja sitt af mörkum til að styrkja
nemendur á þeim aldri þegar mestar líkur eru á brottfalli úr skóla.
Fyrir fundinum liggja samþykktir fyrir menntunarsjóð Sveitarfélagsins Voga sem unnið
hefur verið að um nokkurt skeið. Markmið sjóðsins er hvetja unga íbúa
Sveitarfélagsins til að bæta námsárangur sinn og minnka brottfall úr framhaldsskóla.
Rétt til styrkveitingar eiga: Þeir þrír nemendur sem sýna bestan námsárangur á
lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla og þeir nemendur sem ljúka öðru ári í
framhaldsskóla. Styrkjum úr Menntasjóði Sveitarfélagsins Voga er úthlutað árlega á
bæjarstjórnarfundi í júní og verður fyrsta úthlutun árið 2012.
Er það von bæjarstjórnar að sjóðurinn verði nemendum í sveitarfélaginu hvatning til
að leggja enn frekari rækt við nám sitt í framtíðinni.
Samþykktir menntasjóðs Svetiarfélagsins Voga eru bornar upp til samþykktar
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: Inga Sigrún, Bergur.
7. Fjárhagsáætun 2012 – fyrri umræða.
Oddur Jónsson endurskoðandi kynnir fjárhagsáætlun 2012.

Inga Sigrún Atladóttir kynnir breytingar í deildum sem endurspeglast í fjárhagsáætlun
2012.
E-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Við yfirferð á þessarri fjárhagsáætlun eru ljósar áherslur nýs meirihluta
sveitarstjórnar. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar utan eins gæluverkefnis sem er
tjaldsvæði – verkefni sem felur í sér aukinn rekstrarkostnað sveitarfélagsins á sama
tíma og unnið er að því að skera niður rekstrarkostnað í öllum deildum.
Sú stefna sem E listi stóð fyrir á síðasta kjörtímabili og síðan E og H listi á fyrri hluta
þessa kjörtímabils, það er, að stuðla að atvinnu með endurgerð gatna til dæmis, sem
er framkvæmd sem til framtíðar er til þess fallin að minnka kostnað sem fellur til við
viðgerðir á lagnakerfi til dæmis, er nú fyrir róða, og tímabil stöðnunar að renna upp.
Það er ósk okkar og von, að þessi fjárhagsáætlun taki breytingum fyrir seinni
umræðu, og munum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Nýr
meirihluti gæti gert verra en að hugsa til slagorðsins „árangur áfram, ekkert stopp“.
Fjárhagsáætlun 2012 ásamt gjaldskrá er vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn sem
verður 21. desember.
Til máls tóku:Inga Sigrún, Hörður, Bergur, Oddur.
8. Lögfræðiálit um starfslok bæjarstjóra
Bergur Álfþórsson kynnir málið.
Kristinn Björgvinsson bókar að hann hafi gert mistök þegar hann vitnaði til
lögfræðiálits um starfslok bæjarstjóra sem aðeins var munnlegt en ekki skriflegt og
biður hann afsökunar á því.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur, Bergur, Hörður, Kristinn.
9. Ráðning bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Vogum.
Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Farið hefur verið yfir umsóknir um starf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga, 20 sóttu
um starfið. Bæjarstjórn þakkar kærlega þeim sem sýndu starfinu áhuga og leggur til
að Ásgeir Eiríksson verði ráðinn sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins. Forseta
bæjarstjórnar er falið að ganga til samninga við Ásgeir.
Samþykkt samhljóða.
Bergur Álfþórsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég þakka fyrir hönd bæjarfulltúra E-listans fyrir þá aðkomu sem við fengum að hafa
við ráðningarferli nýs bæjarstjóra þar sem eindrægni og samhugur ríkti.Ferlið allt var
vel heppnað og niðurstaðan að okkar mati góð, og örugglega til heilla fyrir íbúa
sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Bergur, Inga Sigrún.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.15

Getum við bætt efni síðunnar?