Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 28. desember, 2011 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson og
Erla Lúðvíksdóttir.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 123. fundar bæjarráðs.
Forseti bæjarstjórnar vekur athygli á 2. lið fundagerðarinnar.
Í 2.lið fundagerðarinnar bókar bæjarráð að það hafni gjaldtöku fyrir eðlilegt magn af
sorpi frá almennum heimilum. Nú liggur fyrir tillaga af gjaldskrá sorpeyðingarstöðvar.
Í henni kemur fram að blandaður heimilisúrgangur í eðlilegu magni, garða og
gróðurúrgangur frá heimilum sé ekki gjaldskyldur á gámastöðvum Kölku. Aftur á móti
er timbur, múr, bílapartar og úrgangur vegna húsdýrahalds gjaldskyldur hvort sem
hann kemur frá einstaklingum eða fyrirtækjum.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn samþykkir að Ásgeir Eiríksson verði skipaður fulltrúi sveitarfélagsins
Voga í stjórn Jarðvangsins og Bergur Álfþórsson til vara. Samþykkt samhljóða.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur,
2. Fundargerð starfsfundar bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar
Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun um föst laun bæjarfulltrúa:
Laun bæjarfulltrúa hafa undanfarin ár verið þannig að greitt er fyrir mætingu á fundi
sem boðaðir eru af bæjarráði eða bæjarstjóra. Önnur störf bæjarfulltrúa hafa verið
unnin í sjálfboðavinnu.
2
Þessi störf eru m.a. undirbúningur fyrir fundi (lestur gagna, öflun annarra upplýsinga
og samráðsfundir bæjarfulltrúa), kynnig á lögum, reglum, fundarsköpum og
samþykktum sem bæjarfulltrúar starfa eftir. Mæting á hvers konar námskeið,
fræðsluerindi og ráðstefnur til upplýsingar og kynningar fyrir bæjarfulltrúa. Fundir
með bæjarstjóra, Samskipti við bæjarbúa s.s. útskýringar á stefnu bæjarins og
grundvelli þeirra ákvarðanna sem teknar eru, mánaðarlegir viðtalstímar, svörun
tölvupósta og annarra erinda sem berast bæjarfulltrúum. Ennfremur hafa
bæjarfulltrúar lagt til tölvu og síma og greiða af þeim tækjum talsverðan kostnað. Auk
þessa hafa bæjarfulltrúar nýtt sér sambönd sín bæjarfélaginu til framdráttar þar sem
því hefur verið við komið og sótt ýmis konar fundi í því samhengi.
Í nýjum sveitarstjórnarlögum er bæjarfulltrúum óheimilt að afsala sér launum fyrir það
starf sem ætlast er til þess að þeir vinni, þessi viðbót við lögin var m.a. sett fram til að
koma til móts við vinnuálag bæjarfulltrúa og koma í veg fyrir að aðeins tekjuháir
einstaklingar eða fólk með nægan frítíma geti gefið kost á sér til slíkra starfa.
Ekki er samstaða um þessa ákvörðun í bæjarstjórn og því var ákveðið að fara í mjög
hófleg mánaðarlaun. Kostnaður var ákveðin þannig að 10 bæjarfulltrúa skiptu með
sér árslaunum 40 ára grunnskólakenna. Með þeirri ákvörðun ná bæjarfulltrúar í
Sveitarfélaginu Vogum ekki 50% af þeim launum sem ákvörðuð eru í
nágrannasveitarfélögunum en vegna þeirrar ádeilu sem þessi ákvörðun hefur hlotið í
sveitarfélaginu þótti okkur þetta ásættanlegur millivegur.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundagerðin er lögð fram til kynningar og hafa efnisatriði hennar verið tekin inn í
vinnu við fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Bergur, Kristinn
3. Fundagerð 124.fundar bæjarráðs.
3.liður, fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 36.fundur dags.13.12.2011:
1.mál: Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis, tillaga um að
deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
2.mál: Deiliskipulag iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur, tillaga um að skipulags- og
matslýsingu skv. Greinargerð Landslags dags.13.desember 2011 verði
kynnt í samræmi við 3.mgr.40 gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
26.liður, ráðningarsamningur bæjarstjóra: Fyrir fundinum liggur undirritaður
ráðningasamningur bæjarstjóra. Lagt fram til samþykktar.
Bæjarstjórn staðfestir ráðningarsamninginn samhljóða.
3
Bæjarstjórn óskar Ásgeiri Eiríkssyni til hamingju með ráðninguna og væntir góðs
samstarfs við hann í náinni framtíð.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerð 124 bæjarráðs með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur
4. Fundargerð 32.fundar Frístunda- og menningarnefndar
Fundargerðin er lögð fram
Forseti bæjarstjórnar vekur athygli á eftifarandi liðum í fundagerðinni.
1.liður, Íþróttamaður ársins.
Nefndin felur Frístunda og menningafulltrúa að óska eftir tilnefningum til íþróttamanns
ársins 2011, samkvæmt reglugerð Sveitafélagsins Voga. Stefnt er að útnefningu á
íþróttamanni ársins á þrettándagleði.
Varðandi 7. Lið verk og tímaáætlun fyrir íþróttasvæði má benda á að í fjárhagsáætlun
2012 er lagt til að settar verði 4 milljónir í rekstur og uppbyggingu vallarsvæðisins auk
1,5 milljónum í skipulag íþróttasvæðis.
Svohljóðandi bókun var lögð fram: „Bæjarfulltrúar E listans taka undir bókun
Frístunda og menninganefndar en þar segir með leyfi forseta. Frístunda og
menninganefnd óskar eftir því við bæjarráð að staðgengill Frístunda og
menningafulltrúa verði settur í starfið þegar í stað.
Við bæjarfulltrúar E listans teljum að sú óvissa sem er gangi varðandi frístunda og
menningarstarf sé óviðunandi.“
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Hörður, Inga Sigrún, Bergur.
Fundargerðin er lögð fram.
5. Fundagerð 54. fundar fræðslunefndar
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Bergur, Inga Sigrún
Fundargerðin lögð fram.
4
6. Samningur um rannsóknir og nýtingu á Keilisnesi
Á fundinum er lagður fram samningur um rannsóknir og nýtingu á Keilisnesi milli
Íslenskrar Matorku og Sveitarfélagsins Voga, dags. 28.12.2011.
Forseti bæjarstjórnar bókar eftirfarandi:
Fyrr í dag var skrifað undir samning milli Sveitarfélagsins Voga og Íslenskrar Matorku
um fyrsta skref í uppbyggingu matvælastóriðju á Keilisnesi. Fyrsti samninguinn sem
skrifað hefur verið undir milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins eru um rannsóknir og
nýtingu á heitu og köldu vatni á Keilisnesi sem mun vera forsenda þess að blómleg
matvælaframleiðsla byggist upp á svæðinu.
Meginstarfsemi íslenskrar matorku ehf. felst í framleiðslu matvæla með sjálfbærum
hætti og byggir á græna hringferlinu og er hluti af Græna hagkerfinu. Græna
hringferlið felur í sér nýtingu aðfangna á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt t.d.
afurðir sem falla við framleiðslu svo sem afskurður, úrgangur eða næringarríkt vatn
sem unnar eru áfram og þannig haft að leiðarljósi að auka virði afurða. Íslensk
matorka er frumkvöðull og leiðandi á þessu sviði hér á landi og vill stuðla að slíkri
uppbygginu til framtíðar á því svæði sem samningur þessi tekur til. Markmið
fyrirtækisins er að nýta til framleiðslunnar endurnýjanlegar auðlindir og lágmarka öll
neikvæð umhverfisáhrif.
Það er ástæða til að fagna þessum tímamótum sem mun verða til þess að styrkja
Sveitarfélagið Voga sem framsækið sveitarfélag á sviði uppbyggingar
matvælaframleiðslu. Sveitarfélagið hefur á síðustu árum í stefnumörkun sinni lagt
áherslu á enn frekari matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu og mótað sér atvinnustefnu
þar sem framtíðarsýn og áherslur þess eru að í árslok 2015 sveitarfélagið verði öflugt
á sviði matvælaframleiðslu og tengdri þjónustu. Sveitarfélagið vill marka sér stöðu
sem framtíðarland þar sem náttúra og útivist haldast í hendur við menningu,
nýsköpun og áherslur græns hagkerfis.
Í atvinnustefnu sveitarfélagsins kemur fram að stefnt sé að því að árið 2015 verði
Vogar þekkt sem umhverfisvænt sveitarfélag með óspilltar náttúruperlur. Slík ímynd
er sett fram m.a. með það að markmiði að vera aðlaðandi svæði fyrir sprotafyrirtæki. Í
því skyni leggur sveitarfélagið áherslu á að skapa fyrirtækjum og einstaklingum gott
starfsumhverfi þar sem meðal annars er virk opinber umfjöllun sem miðlar jákvæðri
ímynd sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið Vogar og Íslensk matorka ehf. fyrirhuga að vinna sameiginlega að enn
frekari stefnumörkun varðandi uppbygginu á matvælaframleiðslu eða ferðatengdri
þjónustu á starfssvæði Íslenskrar matorku ehf. Í því felst jafnframt að sameiginlega
kynna aðilar iðnaðarsvæðið fyrir fyrirtækjum sem framleiða hágæða vörur á
umhverfisvænan hátt og nýta til þess umhverfisvæna orku. Svæðið fellur því undir
hugmyndafræði um Græna hagkerfið.
5
Forseti gefur orðið laust um samninginn.
Til máls tóku: Hörður, Inga Sigrún.
Samningurinn lagður fram.
7. Verkefni bæjar- og varabæjarfulltrúa frá starfslokum bæjarstjóra
Bergur Álfþórsson bókar eftirfarandi: Óska hér með eftir upplýsingum um stöðu
verkefna þeirra sem bæjar og varabæjarfulltrúum meirihlutans hafa verið falin frá
starfslokum bæjarstjóra. Óska einnig eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins
vegna funda og verkefna bæjar og varabæjarfulltrúa sem til hafa komið vegna
framangreinds og vegna starfa sem annars hefðu verð á hendi bæjarstjóra.
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa E-lista síðan á 68 fundi bæjarstjórnar.
Miðað við uppgjör seinni hluta ársins 2012 hafa bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar H
og L lista setið 1 launaðan fund utan reglulegra funda á vegum sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum frá starfslokum fráfarandi bæjarstjóra.
Kostnaður er 24.332 auk launatengdra gjalda. Fyrri hluta fyrirspurnarinnar var svarað
á 68.fundi bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar kannast ekki við að ég hafi spurt að þessu á 68 fundi
bæjarstjórnar og sé ég mig knúinn til að mótmæla málflutningi hennar harðlega og
harma að vera kallaður ósannindamaður úr ræðustóli bæjarstjórnar. Bóka ég hér
með spurningu mína frá 68 fundi bæjarstjórnar svo allir læsir einstaklingar geti séð
um hvað var spurt:
„Samkvæmt fundagerð 121 og 122 fundar bæjarráðs hafa bæjarfulltrúum og
varabæjarfulltrúum úr hópi H og L lista verið falin ýmis verkefni sem hingað til hafa
verið á höndum embættismanna sveitarfélagsins. Hefur þessum verkefnum verið
lokið, hver er niðurstaða þeirra og hefur verið tryggt að afgreiðsla þeirra rati í
málaskrá sveitarfélagsins?“ Hvað hafa bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar H og L
lista setið marga launaða fundi – utan reglulegra funda á vegum sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum – frá starfslokum fráfarandi bæjarstjóra?
Ég harma að bæjarfulltrúar meirihlutans geti eða vilji ekki svara til um niðurstöðu
þeirra mála er þeim voru falin, og velti fyrir mér hví svo er?
Til máls tóku: Bergur, Inga Sigrún, Hörður, Kristinn, Oddur
8. Samningur við fræðsluskrifstofu
6
Á 124 fundi bæjarráðs var bæjarstjóra og forseta bæjarstjóra falið að skoða málið.
Niðurstaðan er sú að lagt er til að gengið sé til samninga við fræðsluskrifstofu
Hafnarfjarðar.
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar á
grundvelli útboðs og svarbréfs.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur
9. Fjárhagsáætlun 2012, seinni umræða
Bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Nú liggur fyrir mjög metnaðarfull fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Voga sem unnin
hefur verið á síðustu mánuðum. Áætlunin sýnir að sveitarfélagið er í mikilli sókn og
hefur verið ákveðið að ráðast í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Farið verður af stað af
fullum krafti í langþráða uppbyggingu á Keilisnesi fyrir 15 milljónir og lokið við
skipulag við íþróttasvæði sem lengi hefur verið tímabært.
Nú hefur í fyrsta sinn í nokkur ár ekki verið gerð krafa um hagræðingu innan deilda
umfram síðustu áætlun og var það fyrsta ákvörðun nýs meirihluta að draga til baka
10% hagræðingakröfu á deildirnar sem boðaðar höfðu verið.
Þrátt fyrir þetta er áætlað að niðurstaða án fjármagnsliða verði jákvæð um rúmar 17
milljónir króna. Veltufé frá rekstri er tæpar 60 m.kr.
Helstu þættir fjárhagsáætlunar 2011 eru eftirfarandi.
Áætlun
Tekjur: 2012
Skatttekjur................................... 390.933
Framlög jöfnunarsjóðs................ 190.776
Aðrar tekjur................................. 135.366
Alls 717.075
Gjöld:
Laun og launatengd gjöld........ 391.991
Annar rekstrarkostnaður.......... 248.121
Afskriftir................................... 59.572
Alls 699.683
Niðurstaða án fjármagnsliða 17.392
Fjármagnsliðir (42.199)
Rekstrarniðurstaða (24.807)
7
Nú þegar við sjáum fram á betri tíma í rekstri bæjarins viljum við í meirihluta
bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum þakka deildarstjórum samvinnuna og seigluna
á síðustu árum og vonum að á næstu árum munum við haldið áfram þeirri sókn sem
kemur fram í þeirri áætlun sem hér er lögð fram.
Yfirlit yfir gjaldskrá sveitarfélagsins 2012:
Útsvarshlutfall er hámarksútsvar á árinu.
14,48
%
Fasteignaskattur íbúðir, A-stofn, % af fasteignamati
0,320
%
Fasteignaskattur opinbert húsnæði, B- stofn 1,32%
Fasteignaskattur, atvinnuhúsnæði, C-stofn, % af
fasteignamati 1,40%
Holræsagjald íbúðir, % af fasteignamati 0,19%
Holræsagjald, atv.húsn, % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, íbúðir, % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, atv.húsn., % af fasteignamati 0,15%
Vatnsgjald, atv.húsn., kr. á tonn 9,50
Lóðarleiga, % af fasteignamati lóðar 1,40%
Sorphirðugjald, kr.pr.fasteignanúmer 9.300
Sorpeyðingargjald, kr.pr.fasteignanúmer 25.200
Forseti gefur orðið laust um áætlunina:
Til máls tóku: Hörður, Bergur, Inga Sigrún,
Forseti bæjarstjórnar leggur til að minnisblaði um starfslýsingu bæjarfulltrúa verði
vísað til frekari umfjöllunar bæjarráðs. Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2012 með áorðnum breytingum er samþykkt með fjórum atkvæðum.
Bæjarfulltrúar E-listans sitja hjá við afgreiðsluna.
Bæjarfulltrúar E-listans bóka eftirfarandi: Við hörmum niðurstöðu meirihluta
bæjarstjórnar varðandi launakjör kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu Vogum.
Á sama tíma og niðurskurðarkrafa á deildir í sveitarfélaginu nemur 7 miljónum, er hér
tekin ákvörðun um að ráðstafa 6 af þeim 7 milljónum til að bæta kjör okkar sjálfra
meðan rekstur sveitarfélagsins er ekki stöndugri en raun ber vitni.
Við yfirferð á þessari fjárhagsáætlun eru ljósar áherslur nýs meirihluta sveitarstjórnar.
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar utan eins gæluverkefnis sem er tjaldsvæði –
verkefni sem felur í sér aukinn rekstrarkostnað sveitarfélagsins á sama tíma og unnið
er að því að skera niður rekstrarkostnað í öllum deildum.
Sú stefna sem E listi stóð fyrir á síðasta kjörtímabili og síðan E og H listi á fyrri hluta
8
þessa kjörtímabils, það er, að stuðla að atvinnu með endurgerð gatna til dæmis, sem
er framkvæmd sem til framtíðar er til þess fallin að minnka kostnað sem fellur til við
viðgerðir á lagnakerfi til dæmis, er nú fyrir róða, og tímabil stöðnunar að renna upp.
Gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2012 er samþykkt samhljóða.
10. 3ja ára áætlun 2013 – 2015, fyrri umræða
Til máls tóku: Bergur, Inga Sigrún.
Forseti leggur til að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2013-2015
verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:35