Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. apríl, 2012 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Jóngeir Hlinason, Oddur
Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir, Hörður Harðarson, Erla Lúðvíksdóttir og
Ingþór Guðmundsson.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 131. fundar bæjarráðs frá 4. apríl 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 9. mál, Vogahöfn:
Á fundinum var bæjarstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru í vigtarmálum og
hvaða þjónustu er raunhæft að hafa við Vogahöfn. Atvinnumálanefnd var einnig falið
að kanna það svigrúm sem er fyrir sveitarfélagið í strandveiðum og í umsókn um
byggðakvóta.
Eftirfarandi bókun samþykkt:
Nú hefur Vogahöfn verið frístundahöfn í tæpt ár. Þegar ákveðið var að breyta
skilgreiningu Vogahafnar þann 5.maí 2011 var rætt um að breyta skilgreiningu
hafnarinnar aftur um leið og ástæða væri til. Að mati okkar er sá tími kominn.
Sveitarfélagið Vogar hefur nú tvö ár í röð verið úthlutað byggðarkvóta í fyrsta skipti í
sögu sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar hafa rætt við smábátaeigendum víða að um
landið og virðist sem áhugi sé fyrir því að gera báta út frá Vogahöfn ef bæjarstjórn
heimilar. Til þess að hægt sé að efla höfnina og styrkja þann árangur sem náðst
hefur með að fá byggðarkvóta í sveitarfélagið teljum við nauðsynlegt að breyta
skilgreiningunni á höfninni á þann hátt að hægt sé að landa þar afla.
Bókunin samþykkt samhljóða. Jafnframt ákveðið samhljóða að taka til umfjöllunar á
næsta fundi bæjarráðs gjaldskrá Vogahafnar.
2
Fyrir tekið 8. mál: Iðnaðarráðuneytið, nefnd um stefnu varðandi raflínur í jörð.
Bæjarstjórn fagnar því að nefndin sé tekin til starfa og að hafa fengið tækifæri til að
hitta nefndina.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún, Hörður, Erla, Ásgeir
2. Fundargerð 132. fundar bæjarráðs frá 18. apríl 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 20. mál, breytingar á innheimtuferlum Sveitarfélagsins.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd H-lista:
Á stefnuskrá H-listans fyrir síðustu kosningar var að endurskoða innheimtuferla
sveitarfélagsins og hverfa frá þeirri stefnu sem mörkuð var 2009 um að innheimtu-
fyrirtækið Mótus sjái um milli-innheimtu fyrir sveitarfélagið.
Tillagan fól í sér að innheimta krafna á seinni stigum yrði í höndum
innheimtufyrirtækis en sveitarfélagið tæki sjálft við milliinnheimtu og gæti þannig
aukið sveigjanleika og komið betur til móts við fólk í tímabundnum greiðsluvanda.
Ennfremur lagði H-listinn til að ferli innheimtu væri aðgengilegt á heimasíðu
sveitarfélagsins eins og aðrir verkferlar sem samþykktir hafa verið.
Þessari tillögu var hafnað af bæði E og L- lista. Bæjarfulltrúar H-listans vilja þó taka
fram að samstarf listanna í bæjarstjórn er gott og breyta ólíkar áherslur flokka þar
engu um.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ingþór, Hörður, Ásgeir
3
3. Fundagerð 40. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. mars 2012
Fyrir tekið 1. mál, tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 – 2024:
Sveindís Skúladóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Málefni aldraðra
Í tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja kemur fram að tryggt skuli að aldraðir fái þá
þjónustu sem þeir þarfnast. Einnig kemur fram að stefnt sé að því að hjúkrunarrými
verði í hverjum þéttbýliskjarna.
Í ljósi þeirrar stefnumörkunar sem er að hefjast í öldrunarmálum í tengslum við
byggingu nýs hjúkrunarheimilis leggur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga til að
stefnumörkuninni verði breytt þannig að fallið verði frá því að hafa hjúkrunarrými í
hverjum þéttbýliskjarna og sameinist um eitt öflugt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir að senda til auglýsingar framlagða tillögu að Svæðisskipulagi
Suðurnesja 2008 – 2024 ásamt umhverfisskýrslu. Bæjarstjórn bendir á að uppdrættir
sem fylgja svæðisskipulagi eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitar-
félagsins Voga 2008-2028 hvað varðar vatnsvernd og flutningskerfi raforku.
Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um að úr því verði bætt.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir tekið 3. mál, bréf Gunnars Helgasonar frá 6. mars 2012 f.h. Hörguls ehf. vegna
Jóns sterka – pizzustaðar:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ræða nánar við forsvarsmann Hörguls ehf. um
framtíðarskipulag svæðisins.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur, Sveindís, Hörður
4. Tilnefning í stjórn og varastjórn Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Odd Ragnar Þórðarson í stjórn Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja og Jóngeir Hlinason til vara
Samþykkt samhljóða.
4
5. Ársreikningur 2011, fyrri umræða
Á fundinn mættu Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, löggiltir
endurskoðendur hjá BDO endurskoðun.
Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða óendurskoðaðs ársreiknings fyrir árið 2011 sýnir að rekstrarniðurstaða
samkvæmt fjárhagsáætlun stendur þrátt fyrir verulega hækkun á launaliðum og
fjármagnsliðum. Sú staðreynd að áætlun stenst í stórum dráttum er fyrst og fremst að
þakka hækkandi tekjum íbúa sveitarfélagsins sem skila sér í auknu útsvari og aðhaldi
deildarstjóra og annarra starfsmanna bæjarins.
Bæjarstjórn þakkar íbúum sveitarfélagsins og starfsmönnum þess sérstaklega þeirra
framlag. Ársreikningurinn er áfangasigur í þeirri baráttu að koma rekstri sveitar-
félagsins í viðunandi horf.
Bæjarstjórn þakkar Sigrúnu Guðmundsdóttur og Helgu Harðardóttur fyrir greinargott
yfirlit.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur, Jóngeir, Ásgeir, Hörður.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:50