Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 23. maí 2012 kl. 18:00 - 19:00 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 23. maí, 2012 kl. 18.00 í Tjarnarsal.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson og
Erla Lúðvíksdóttir.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 133. fundar bæjarráðs frá 18. maí 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 15. mál, skipan starfshóps um öldrunarmál. Fulltrúi E-listans í starfs-
hópnum verður Erla Lúðvíksdóttir.
Fyrir tekinn 24. mál, fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 23. apríl
2012, 423. fundur. Hörður Harðarson hvetur bæjarstjórn til að taka undir bókun
bæjarráðs um 1. mál fundargerðarinnar, þar sem mótmælt er hækkun launa
framkvæmdastjórans og að fulltrúi Voga hafi ekki mætt á fundinn.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Bergur
2. Fundargerð 41. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. maí 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún
3. Fundagerð 42. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 15. maí 2012
Fyrir tekið 1. mál, deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti
Landslags dags. 13.03.2012. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna.

2

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði
samþykkt með þeirri breytingu að húsgerð á lóðinni Iðndalur 4 verði breytt úr A
(iðnaðar- eða atvinnuhúsnæði á 1 hæð) í húsgerð E (íbúðir) verslun eða þjónusta
með tilheyrandi skilmálum. Er það gert til samræmis við gildandi aðalskipulag, en við
síðustu endurskoðun þess breyttist landnotkun á þessari lóð úr iðnaðarsvæði í
miðsvæði / íbúðarsvæði. Að öðru leyti verði deiliskipulagið óbreytt frá auglýstri
tillögu. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún

4. Eignarhaldsfélagið Fasteign: Fjárhagsleg endurskipulagning og
endurskoðaðir leigusamningar
Bæjarstjórn samþykkir drög að endurskoðuðum leigusamningum og drög að
fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar eins og þau liggja
fyrir fundinum. Endanlegir leigusamningur og samningur um fjárhagslega
endurskipulagningu EFF verða afgreiddir í bæjarstjórn síðar og sá fyrirvari gerður á
samþykki bæjarstjórnar um ásættanlegar greiðslur fyrir áfallinn kostnað eigna og
galla í nýbyggingum.
Sveitarfélagið Vogar ítrekar þá afstöðu sína sem komið hefur fram á hluthafafundi að
jafnræðis sé gætt milli sveitarfélaga og þau kjör sem samið er um í hverju sveitafélagi
fyrir sig hafi verið kynnt öllum hluthöfum þegar undirskrift fer fram.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ásgeir, Bergur, Hörður
Samþykkt samhljóða.

5. Ársreikningur 2011, síðari umræða
Ársreikningurinn lagður fram.
Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með undirritun sinni.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ásgeir.

3

6. Samskipta- og siðareglur kjörinn fulltrúa, síðari umræða
Inga Sigrún bókar eftirfarandi:
Nú eru bornar upp til samþykktar samskipta- og siðareglur kjörinna fulltrúa í Sveitar-
félaginu Vogum. Í reglunum er nú í fyrsta skipti kveðið á um hlutverk bæjarfulltrúa
gagnvart íbúum sveitarfélagsins og starfsmönnum þess.
Sérstaklega er kveðið á um að hver og einn bæjarfulltrúi beri skylda til að rökstyðja
ákvarðanir sína fyrir bæjarbúum og tilgreina þá þætti sem ákvarðanir þeirra eru
byggðar á. Þetta ákvæði mun væntanlega tryggja vandaðan undirbúning
bæjarfulltrúa og stuðla að málefnalegri umræðu um ákvarðanir bæjarstjórnar.
Í reglunum er einnig kveðið á um ábyrgð og starfshætti ráðinna stjórnenda þar sem
fram kemur að stjórnendum sveitarfélagsins beri að meta hag heildarinnar yfir fram
hag einstakra deilda eða einstakra starfsmanna og taka ákvarðanir í samræmi við
það. Í sveitarfélaginu Vogum verður stjórnendum og starfsmönnum skylt að láta ekki
undan þrýstingi heldur bregðast við þegar þeir fá fyrirmæli sem eru ólögleg, brjóta í
bága við siðferðiskennd þeirra eða fagleg sjónarmið. Sama á við ef starfsmaður
verður var við ákvarðanir sem brjóta í bága við ákvarðanir bæjarstjórnar, þar með
talið þessar starfs- og siðareglur.
Í reglunum er einnig ítarlega kveðið á um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna
og m.a. tekið fram að bæjarfulltrúum er aðeins heimilt að koma erindum í farveg fyrir
milligöngu bæjarstjóra sem sér um að öllum laga- og formkröfum sé fullnægt.
Starfsmönnum er óheimilt að leita til kjörinna fulltrúa varðandi málefni sem lúta að
launakjörum og starfsumhverfi þeirra nema í þeim tilvikum sem það tengist almennri
stefnumótun eða settum starfs og siðareglum sveitarfélagsins.
Það er ástæða til að fagna innilega þessum metnaðarfullu reglum sem nú eru lagðar
til samþykktar. Reglurnar eru ítarlegar og yfirgripsmiklar og er það vona mín að þær
verði til að bæta það faglega starf sem unnið er í stjórnsýslu bæjarins.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún.

7. Framlag úr framfarasjóði til kaupa á óskiptu landi Vogajarða, síðari
umræða
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs á 127. fundi þann 1. febrúar 2012. Afgreiðsla
bæjarráðs var sú að gera kauptilboð í 24,85% hlut í óskiptu landi Vogajarða í
Sveitarfélaginu Vogum að fjárhæð 47 milljónir króna. Tilboðið var gert með fyrirvara
um samþykki bæjarstjórnar. Kauptilboðið var samþykkt samhljóða, jafnframt var

4

samþykkt að kaupverðið verði fjármagnað með framlagi úr framfarasjóði
sveitarfélagsins. Málið var tekið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi þann 25. apríl
2012. Það var einnig á dagskrá almenns íbúafundar sem haldinn var þann 15. maí
2012, ásamt sérfræðiáliti í samræmi við samþykktir sjóðsins. Lagt fram sérfræðiálit
Ívars Pálssonar hrl. dags. 9. maí 2010.
Samþykkt að kaupverðið verði fjármagnað með framlagi úr framfarasjóði
sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður
8. Laun bæjarfulltrúa
Fyrir fundinum liggur fyrirspurn bæjarfulltrúa E-lista um laun bæjarfulltrúa fyrir
tímabilið janúar - apríl 2012, en 1 janúar 2012 fengu bæjarfulltrúar og fyrsti
varabæjarfulltrúi hvers framboðs í fyrsta skipti föst laun.
Í minnisblaði sem liggur fyrir fundinum kemur fram að á mánuði eru laun 10
bæjarfulltrúa samtals 335.000 kr. Greiðslur fyrir nefndarfundi, bæjarstjórnarfundi og
bæjarráðsfundi eru 1.449.108 fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Samtals greiðslur til
bæjarfulltrúa og nefndarmanna ásamt launatengdum gjöldum fyrir sama tímabil eru
kr. 3.250.576.
Bergur Álfþórsson leggur fram eftirfarandi bókun og tillögu:
Laun vegna fundasetu bæjarfulltrúa fyrstu fjóra mánuði ársins 2012 voru kr.
1.449.108. Þessi upphæð er fyrir bæjarstjórnarfundi, bæjarráðsfundi sem og fundi
utan sveitarfélags. Af þessari upphæð námu laun þriggja bæjarfulltrúa E-lista kr.
455.450.- Þessu til viðbótar koma svo fastar mánaðarlegar greiðslur til bæjarfulltrúa
sem nema 35.000.- formanns bæjarráðs kr. 45.000.- og forseta bæjarstjórnar kr.
55.000.- auk fyrsta varabæjarfulltrúa hvers framboðs sem þiggur 20.000 krónur á
mánuði. Kostnaðarauki hins nýja launakerfis frá áramótum er kr. 1.340.000.- eða kr.
4.260.000.- á ársgrundvelli að viðbættum launatengdum gjöldum.
Tillaga: Ég legg til að fallið verði frá hinu nýja launakerfi meirihlutans þannig að fastar
greiðslur til bæjar- og varabæjarfulltrúa falli niður.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Bergur Álfþórsson bókar eftirfarandi:
Sé litið til einróma bókunar 133 fundar bæjarráðs við lið 24 þar sem bæjarráð
mótmælir 20% launahækkun framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
þar sem hún samræmist ekki launaþróun í sveitarfélögum, undrast ég að meirihluti
bæjarstjórnar skuli kjósa að standa við nær 100% launahækkun bæjarfulltrúum til
handa.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur, Kristinn, Hörður, Oddur Ragnar.

5

9. Sumarleyfi bæjarstjórnar
Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júní og júlí. Næsti
reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 25. ágúst. Ennfremur að bæjarráði verði veitt
umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 35. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?