Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

75. fundur 29. ágúst 2012 kl. 18:00 - 18:25 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. ágúst 2012 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Björn Sæbjörnsson, Hörður Harðarson, Erla Lúðvíksdóttir og
Ingþór Guðmundsson.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 134. fundar bæjarráðs frá 6. júní 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Ásgeir.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 135. fundar bæjarráðs frá 5. júlí 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Lögð fram tillaga um að ráðist verði í kynningarátak á svipuðum nótum og gert var á
árunum 2006/2007. Vísað til umfjöllunar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Oddur Ragnar, Ásgeir
Fundagerðin er lögð fram.
3. Fundagerð 136. fundar bæjarráðs frá 15. ágúst 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: Inga Sigrún.

2

4. Menntasjóður Sveitarfélagsins Voga – afhending viðurkenninga vegna
námsárangurs
Forseti kynnti ákvæði reglugerðar Menntasjóðs Sveitarfélagsins Voga, en nú er
úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti. Var úthlutað viðurkenningum til þeirra nemenda
sem lokið hafa námi öðru ári í framhaldsskóla, sem og þeim þremur nemendum sem
náðu bestum árangri á grunnskólaprófi í Stóru-Vogaskóla vorið 2012.
Nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla hlutu viðurkenningu:
Eyþrúður Ragnheiðardóttir
Berglind Káradóttir
Guðmunda Birta Jónsdóttir
Hekla Eir Bergsdóttir
Magnea Guðríður Frandsen
Marta S. Alexdóttir
Steinar Freyr Hafsteinsson
Sævar Sigurjón Ríkharðsson
Tomas Barichon
Valgerður Kristín Kjartansdóttir
Eftirtaldir nemendur sem luku grunnskólaprófi frá Stóru-Vogaskóla vorið 2012 og voru
með bestan námsárangur fengu viðurkenningar:
Anna Kristín Baldursdóttir: 9,7
Aníta Ósk Dzymkowska:9,5
Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir: 9,4
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25

Getum við bætt efni síðunnar?