Fundinn sátu:
Inga S. Atladóttir, Hörður Harðarson, Oddur Ragnar Þórðarson, Erla Lúðvíksdóttir, Bergur
Álfþórsson og Björn Sæbjörnsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. 1301002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 144
Fyrir tekið 9. mál, fundargerð 41. fundar Frístunda- og menningarnefndar. Í 4. lið
fundargerðarinnar var fjallað um forvarnarstefnu sveitarfélagsins og bæjarstjóra falið
að afla upplýsinga um málið. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að taka málið til umfjöllunar að nýju.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Björn, Ásgeir, Bergur.
2. 1212021 - 60. fundur fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Inga Sigrún
3. 1301021 - Fundargerð Suðurlinda 14. janúar 2013
Fyrir tekið 3. mál, Tilgangur félagsins. Stjórn Suðurlinda óskar eftir afstöðu
aðildarsveitarfélaganna til framtíðar félagsins og að hún liggi frammi á næsta
aðalfundi félagsins.
Bæjarstjórn ályktar að félaginu verði að svo stöddu ekki slitið en þess í stað verði
hlutverk og tilgangur félagsins endurskoðuð og samstarfsmöguleikar eigendanna
skoðaðir frekar.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður
4. 1211042 - Fjárhagsáætlun 2013, Samband sveitarfélaga á Suðunesjum
80 Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga
Sveitarfélagið Vogar
2
Með útsendum gögnum fylgdi samþykkt fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2013.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga sem samþykkt var á 78. fundi bæjarstjórnar
þann 29. nóvember 2012 tók mið af fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2013 eftir því sem
við átti.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2013.
Til máls tók: Inga Sigrún
5. 1211044 - Stefnumótun í uppbygginu öldrunarþjónustu
Með útsendum gögnum fylgdi Stefnumótun í uppbyggingu öldrunarþjónustu í
Sveitarfélaginu Vogum. Bæjarráð fjallaði um málið á 144. fundi sínum og vísaði
málinu til starfshóps bæjarstjórnar um málaflokkinn áður en það yrði afgreitt í
bæjarstjórn. Starfshópurinn hefur nú samþykkt lokaskýrsluna sem hér er lögð fram til
afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir stefnumótunina samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Inga Sigrún
6. 1301002 - Samstarfssamningur við Norræna félagið í Vogum
Með útsendum gögnum fylgdu drög að samstarfssamningi milli Sveitarfélagsins Voga
og Norræna félagsins í Vogum. Samningurinn var til umfjöllunar hjá Frístunda- og
menningarnefnd sem kom ábendingum sínum á framfæri og hefur
samningsdrögunum verið breytt til samræmis við þær ábendingar. Stjórn Norræna
félagsins hefur einnig staðfest samþykki sitt fyrir samningsdrögunum.
Bergur Brynjar Álfþórsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Samþykkt að breyta í 3. gr. að í stað Tjarnarsals eigi ákvæðið við um sali
sveitarfélagsins
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Inga Sigrún
7. 1211050 - Kosning í nefndir
Bæjarstjórn samþykkir að gera eftirtaldar breytingar á nefndum sveitarfélagsins:
Fræðslunefnd: Fulltrúi H-lista verður Sveindís Skúladóttir, Hafnargötu 3 í stað
Ingibjargar Ágústsdóttur. Til vara Inga Sigrún Atladóttir, Aragerði 12, í stað Sveindísar
Skúladóttur. Varafulltrúi L-lista verður Bergur Viðar Guðbjörnsson, Suðurgötu 8, í stað
Ingu Lúthersdóttur. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Frístunda- og menningarnefnd: Fulltrúi L-lista verður Magnús Jón Björgvinsson,
Mýrargötu 8, í stað Ragnars Davíðs Riordan. Varafulltrúi H-lista verður Oddur Ragnar
Þórðarson, Heiðardal 10, í stað Þóris Helga Sigvaldasonar. Samþykkt samhljóða með
7 atkvæðum.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi bókun og tillögu: Ég
80 Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga
Sveitarfélagið Vogar
3
óska hér með eftir að seja af mér embætti forseta bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu
Vogum í samræmi við 30.gr. sveitarstjórnarlaganna. Ástæðan eru annir og álag vegna
framboðs til alþingiskosninga auk þess sem ég tel farsælla að ég sé ekki talsmaður
bæjarstjórnar á meðan ég stend í kosningabaráttu á öðrum vettvangi.
Ég legg því til að Oddur Ragnar Þórðarson verði forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins.
Tillagan er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Þar sem Oddur Ragnar Þórðarson hefur verið kjörinn forseti bæjarstjórnar er lagt til að
í hans stað sem annar varaforseti bæjarstjórnar verði kjörin Sveindís Skúladóttir.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Oddur Ragnar Þórðarson nýkjörinn forseti tók við fundarstjórn.
Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram svohljóðandi bókun: Undirritaður lýsir furðu
sinni á því að fráfarandi forseti telji farsælt að hún sé ekki talsmaður bæjarstjórnar í
aðdraganda þingkosninga en skuli samt ætla að vera talsmaður bæjarstjórnar á
mikilvægasta vettvangi samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kristinn Björgvinsson færir fráfarandi nefndarmönnum á vegum sveitarfélagsins þakkir
fyrir hönd bæjarstjórn fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur Ragnar, Bergur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35