Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

81. fundur 27. febrúar 2013 kl. 18:00 - 18:35 Álfagerði

Fundinn sátu:
Inga S. Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson Forseti bæjarstjórnar, Erla Lúðvíksdóttir,
Sveindís Skúladóttir, Bergur Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson og Ingþór Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, Bæjarstjóri
Oddur Ragnar Þórðarson stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að bæta við 6. máli á dagskrá, kosning í
nefndir.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 1301004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 145
Fyrir tekið 6. og 7. mál, málefni Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf: Bæjarstjóri gerði
grein fyrir málinu og fór jafnframt yfir viðskiptastöðu aðila að aflokinni hinni
fjárhagslengu endurskipulagningu.
Til máls tóku: Oddur, Ásgeir, Bergur, Inga Sigrún.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. 1302002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 146
Fyrir tekið 10. mál, samstarfssamningur við Vélavini. Bæjarstjórn fagnar þessu
framtaki og óskar starfseminni alls hins besta.
Fyrir tekið 5. mál, hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu
málsins frá vettvangi vinnuhóps bæjarstjóra aðildarsveitarfélaga DS.
Ingþór Guðmundsson bókar að hann taki ekki afstöðu til 10. máls, þar sem hann á
sæti í stjórn Vélavina.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur, Bergur, Inga Sigrún, Ásgeir, Ingþór.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 1301063 - 65. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

81 Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar

2

Til máls tók: Oddur

4. 1302043 - Hörður Harðarson, beiðni um leyfi frá störfum.
Með útsendum gögnum fylgdi bréf Harðar Harðarsonar bæjarfulltrúa, sem óskar eftir
leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi hjá Sveitarfélaginu Vogum, af persónulegum
ástæðum. Bæjarstjórn samþykkir beiðnina, með vísan til 30.gr. sveitarstjórnarlaga nr.
138/2011. Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn færir Herði Harðarsyni bæjarfulltrúa þakkir fyrir störf sín í þágu
sveitarfélgsins og óskar honum velfarnarðar.
Til máls tóku: Oddur, Bergur, Inga Sigrún, Oddur.

5. 1302050 - Kosning bæjarráðs til eins árs
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa eftirtalda bæjarfulltrúa til setu í bæjarráði til eins árs:
Af H-lista: Inga Sigrún Atladóttir, til vara Oddur Ragnar Þórðarson. Af L-lista: Kristinn
Björgvinsson, til vara Jóngeir Hjörvar Hlinason. Af E-lista: Bergur Brynjar Álfþórsson,
til vara Erla Lúðvíksdóttir.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur

6. 1211050 - Kosning í nefndir
Bæjarstjórn samþykkir eftirtaldar breytingar í nefndum sveitarfélagsins:
2. varamaður frá E-lista í Fræðslunefnd í stað Atla Þorsteinssonar verður Ingþór
Guðmundsson. Erla Lúðvíksdóttir verður 1. varamaður.
Fulltrúi E-lista á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Harðar
Harðarsonar verður Erla Lúðvíksdóttir.
Fulltrúi E-lista í Umhverfis- og skipulagsnefndar í stað Harðar Harðarsonar verður
Ingþór Guðmundsson.
Fulltrúi H-lista í Frístunda- og menningarnefndar í stað Björns Sæbjörnssonar verður
Oddur Ragnar Þórðarson, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn færir fráfarandi nefndarmönnum þakkir fyrir vel unnin störf.

Bergur Brynjar Álfþórsson tók til máls utan dagskrár og óskaði nýkjörnum forseta til
hamingju með embættið og vel stýrðan fund.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

Getum við bætt efni síðunnar?