Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

82. fundur 20. mars 2013 kl. 18:00 - 19:10 Álfagerði

Fundinn sátu:
Oddur Ragnar Þórðarson Forseti bæjarstjórnar, Bergur Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson,
Ingþór Guðmundsson og Björn Sæbjörnsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, Bæjarstjóri
Oddur Ragnar Þórðarson forseti stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og lögð fram tillaga um að taka eftirtalin mál á dagskrá:
1. mál: Yfirlit bæjarstjóra um mál í vinnslu
7. mál: 1303005: Sýslumaðurinn í Keflavík, beiðni um umsögn vegna umsóknar
Smíðastrumps ehf. um veitingaleyfi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Dagskrá:
1. 1303042 - Yfirlit um mál í vinnslu
Bæjarstjóri gerði grein fyrir og fór yfir helstu mál sem eru í vinnslu um þessar mundir.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 20.03.2013
Til máls tóku: Oddur, Ásgeir, Bergur.

2. 1303001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 147
Fyrir tekið 10. mál, Hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Á fundinum var kynnt bókun stjórnar
DS um uppbyggingu á Nesvöllum, dags. 19.03.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur, Ásgeir, Bergur.

3. 1302004F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 43
Til máls tóku: Oddur, Bergur, Björn.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. 1302068 - 66.fundur fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

82 Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar

2

Til máls tóku: Oddur, Bergur, Ásgeir.

5. 1303037 - 61. fundur fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur, Bergur, Kristinn.

6. 1303038 - Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga
Fyrir fundinum liggur minnisblað bæjarstjóra dagsett 18.03.2013. Bæjarstjórn
samþykkir að skipa vinnuhóp þriggja bæjarfulltrúa sem ásamt bæjarstjóra vinna
tillögur að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði nýrra
sveitarstjórnarlaga.
Eftirtaldir eru tilnefndir í starfshópinn: Frá H-lista: Inga Sigrún Atladóttir, frá L-lista:
Kristinn Björgvinsson, frá E-lista: Bergur Brynjar Álfþórsson. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur, Kristinn, Bergur, Ásgeir.

7. 1303005 - Umsókn um rekstrarleyfi. Smíðastrumpur Iðndal 2
Kristinn Björgvinsson lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið og vék því af fundi undir
afgreiðslu þessa máls.
Fyrir fundinum liggur erindi Sýslumannsins í Keflavík, dagsett 01.03.2013, beiðni um
umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Smíðastrumps ehf. um veitingaleyfi í flokki
III. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við opnunartíma eða staðsetningu
fyrirhugaðrar starfsemi þar sem hún er í samræmi við gildandi skipulag.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Oddur, Bergur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?