184. fundur
21. janúar 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Málefni innflytjenda.
1501009
Samband íslenskra sveitarfélaga sendir ábendingar vegna málefna innflytjenda.
Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8.1.2015 með þremur ábendingum um málefni innflytjenda.
2.Sameining og samvinna hafna
1501010
Niðurstöður könnunar um sameingungu og samvinnu hafna
Lögð fram skýrsla Hafnasambands Íslands með niðurstöðum könnunar um samvinnu og sameingar hafna.
3.Almenningssamgöngur á Suðurnesjum
1203016
Yfirlit um notkun Vogastrætó 2014 og yfirlit um breytt fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurnesjum 2015.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með yfirliti um notkun Vogastrætó 2014 ásamt breytingum á fyrirkomulagi almenningssamgangna sem urðu í upphafi árs 2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að farmiðar sem gefnir voru út af SBK og seldir af sveitarfélaginu féllu úr gildi um áramótin og fást ekki endurgreiddir hjá SBK. Bæjarráð beinir því til stjórnar SSS að reynt verði til þrautar að fá SBK til að endurgreiða áður selda og ónýtta farmiða.
4.Fargjöld skólanema.
1501007
Formleg kvörtun um að fargjöld skólanemenda séu ekki lengur niðurgreidd af sveitarfélaginu.
Lagður fram tölvupóstur Helgu Magnúsdóttur, formleg kvörtun um að fargjöld skólanemenda séu ekki lengur niðurgreidd af sveitarfélaginu. Bæjarráð bendir bréfritara á að í boði eru nemakort sem eru verðlögð í samræmi við styrk til nemenda í dreifbýli. Bréfritara er bent á upplýsingar á heimasíðum SSS (www.sss.is) og Lánasjóðs íslenskra námsmanna (www.lin.is).
5.Endurskoðun vatnsverðs til Vatnsveitu Voga
1412035
Minnisblað forstjóra HS Veitna vegna breytinga á vatnsverði til Vatnsveitu Voga.
Lagt fram minnisblað (ódags.) forstjóra HS Veitna um málefni Vatnsveitu Voga. Minnisblaðið var kynnt forsvarsmönnum sveitarfélagsins Voga á fundi með forsvarsmönnum HS Veitna þ. 16.01.2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að HS Veitur telji nauðsynlegt að hækka vatnsverðið nú þegar um ca. 5 kr./m3 og sambærileg hækkun að nýju árið 2016. Bæjarstóra er falið að ganga frá samningum við HS Veitur með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
6.Samningur við Gym heilsu
1411009
Drög að samningi við Gym heilsu um áframhaldandi samstarf í íþróttamiðstöð.
Lögð fram drög að samningi við Gym heilsu ehf. um áframhaldandi samstarf um starfrækslu líkamsræktarstöðvar í íþróttamiðstöðinni. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
7.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir
1404073
Fyrir liggja drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins og Skyggnis, sem og viðauki vegna ársins 2015.
Lögð fram að nýju drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni ásamt viðauka. Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi viðræður við forsvarsmenn Skyggnis um málið.
8.Heilsuræktarstyrkir starfsfólks
1501011
Reglur um hjeilsustyrki starfsfólks þarfnast yfirferðar og endurnýjunar.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málefni heilsustyrkja starfsfólks, dags. 19.01.2015. Bæjarstjóra er falið að endurskoða reglur um heilsustyrki starfsfólks.
Lögð fram fundargerð 455. stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, sem haldinn var 8.janúar 2015. Lögð fram svohljóðandi bókun vegna 3. máls, viðræður við Sorpu: "Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga undrast að framkvædastjóri Kölku þurfi að bóka sérstaklega um upplýsingagjöf um stöðu viðræðna til stjórnar."
10.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014