Lagt fram bréf Lýðræðisfélagsins Öldu um húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök. Bæjarráð vísar til þess að félaga- og grasrótarsamtök í sveitarfélaginu hafa möguleika á gerð samstarfssamnings við sveitarfélagið þar sem þeim er m.a. tryggður aðgangur að húsnæði.
15.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040
1305075
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ásamt verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats. Einnig vísað til kynningar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
16.Endurskoðun almenningssamgangna.
1203016
Minnisblað frá Ingu Sigrúnu um málefni almenningssamgangna.
Lagt fram minnisblað Ingu Sigrúnar Atladóttur dags. 14.06.2013. Bæjarstjóra falið að fylgja eftir áherslum sveitarfélagsins gagnvart SSS og skipulagi leiðakerfisins.
17.Lóð undir félagsheimili
0806011
Viðbót við samning við Lionsklúbbinn Keili. Minnisblað fylgir.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um lóðaúthlutun til Lionsklúbbsins Keilis. Við áður gerðan samning aðila (samþykktur á 135. fundi bæjarráðs þann 4.júlí 2012) bætist 5.gr., svohljóðandi: "Sveitarfélagið Vogar styrkir Lionsklúbbinn Keili sem nemur álögðum gatnagerða- og byggingaleyfisgjöldum vegna lóðarinnar." Samþykkt samhljóða.
18.Endurskoðun trygginga sveitarfélagsins
1306011
Sveitarfélögin Garður, Sandgerði og Grindavík hyggjast öll bjóða út tryggingar sveitarfélaganna, og hafa um það samráð. Lagt er til að Sveitarfélagið Vogar samþykki einnig að bjóða út tryggingar sínar og hafa um það samstarf við framangreind sveitarfélög. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup hafi umsjón með verkinu.
Lagt fram tryggingayfirlit sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að núverandi tryggingum sveitarfélagsins skuli sagt upp með samningsbundnum fyrirvara og að efnt skuli til útboðs vátrygginga sveitarfélagsins í samstarfi við sveitarfélögin Garð, Sandgerði og Grindavík. Samþykkt samhljóða.
19.Hjúkrunarheimili á Nesvöllum
1302037
Til umfjöllunar er rekstrarfyrirkomulag á vettvangi DS þegar hjúkrunarheimili á Nesvöllum tekur til starfa. Minnisblað fylgir.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 14.06.2013 um Hjúkrunarheimili á Nesvöllum og málefni DS.
20.Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.
1207002
Svarbréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 15. maí 2013 um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.
21.Endurskoðun úthlutunarskilmála lóða
1305025
Úthlutunarskilmálar sveitarfélagsins vegna atvinnulóða og íbúðahúsalóða þarfnast samræmingar og einföldunar.
Lagðir fram endurskoðaðir og uppfærðir úthlutunarskilmálar íbúðalóða til einstaklinga og úthlutunarskilmálar iðnaðarlóða. Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
22.Alaskalúpína og skógarkerfill
1306026
Lagður fram bæklingur frá Náttúrufræðistofnun um Alaskalúpínu og skógarkerfil.
23.Nýsköpunarráðstefna 2014
1306005
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. maí 2013 um nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
24.Opið bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna
1306013
Lagt fram bréf Hagsmunasamtaka heimilanna (ódagsett), áskorun til sýslumanna og opinberra embættismanna að stöðva nú þegar allar fullnustuaðgerðir á grundvelli ólöglegra lána.
25.Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.
1306014
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. maí 2013 með leiðbeiningum til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.
26.Dagur íslenskrar náttúru 2013
1305071
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 21. maí 2013 um Dag íslenskrar náttúru 2013.