Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

175. fundur 22. október 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Ingþór Guðmundsson varaformaður stýrir fundi.

1.Erindi frá félagi Tónlistarkennara

1410007

Félag tónlistakennara sendir öllum bæjar- og sveitarstjórnarmönnum ályktanir sínar.
Lagðar fram ályktanir sex svæðisþinga tónlistarskóla haustið 2014, ásamt ályktun samstöðufundar Félags tónlistarkennara frá 7. október 2014.

2.Beiðni um skrifstofuaðstöðu.

1410005

Knattspyrnufélag Voga óskar eftir skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemi félagsins
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Voga dagsett 7. október 2014. Í bréfinu óskar félagið eftir skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemi félagsins.
Málinu vísað til Frístunda- og menningarfulltrúa.

3.Húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum.

1410004

Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar eftir fjárhagslegri aðkomu sveitarfélagsins að breytingu íbúða að Suðurvöllum 7 - 9.
Lagt fram bréf Þroskahjálpar á Suðurnesjum dags. 5. október 2014, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram tillaga og greinargerð félagsmálastjóra um málið, dags. 13.10.2014.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að málið verði skoðað betur með fyrirvara um að aðgengi íbúa Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga að þjónustunni sé tryggt og að úthlutanir muni taka mið af forgangsröðun á grundvelli mats á þjónustuþörf.

4.Málefni tónlistarskóla

1401027

Lögð fram drög að reglugerð og breytingu á gjaldskrá tónlistarskólans, vegna systkinaafsláttar.
Lögð fram reglugerð um Tónlistarskólann ásamt gjaldskrá sveitarfélagsins. Einnig lagður fram tölvupóstur skólastjóra varðandi hugmyndir um systkinaafslátt og dreifingu gjalda.
Bæjarstjóra falið að útfæra tillögurnar og leggja fram drög að nýrri gjaldskrá um systkinaafslátt og greiðslu skólagjalda eftir önnum.

5.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Lögð fram yfirfarin útkomuspá fyrir árið 2014
Lögð fram útkomuspá fyrir árið 2014. Samkvæmt útkomuspánni er rekstrarafgangur ársins áætlaður 7,4 m.kr. Málefni fjárhagsáætlunar 2015 rædd.

6.Tölvuþjónusta, síma- og fjarskiptalausnir

1303048

Lögð fram skýrsla ráðgjafa, tillaga um að ráðast í útboð á tölvuþjónustumálum
Lagt fram minnisblað ráðgjafafyrirtækisins Framness dags. 6. október 2014. Bæjarstjóri kynnti niðurstöður minnisblaðsins og ráðleggingum sem þar koma fram. Bæjarstjóra falið að halda áfram að vinna að málinu og að skoða vandlega þá valkosti sem eru í boði.

7.Umsókn um rekstrarleyfi.

1409018

Iðavellir ehf. sækja um leyfi til starfækslu heimagistingar. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar.
Lagður fram tölvupóstur Sýslumannsins í Keflavík, dags. 15.09.2014, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis gististaðs að Iðavöllum. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2014

1401036

Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn 9. október 2014.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerðir 819. og 820. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 24. september 2014.
Lögð fram fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 8. október 2014.

10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 681. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lögð fram fundargerð 681. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 15. október 2014.

11.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Fundargerð 452. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 452. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, haldinn 9. október 2014.

12.Fundargerðir Þekkingarseturs suðurnesja 2014

1410012

Fundargerð 11. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 11. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja, haldinn 30. september 2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?