Lögð fram fundargerð 449. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014
1401029
Lögð fram fundargerð 673. fundar stjórnar SSS.
9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014
1402012
Lagt fram.
10.Fundargerðir náttúrustofu Suðvesturlands
1406008
Lagðar fram fundargerðir 83. og 84. fundar Náttúrustofu Suðvesturlands.
11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014
1401074
Lögð fram fundargerð 365. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
12.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014
1401073
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 19.06.2014.
13.Drög að Langtímastefnu fyrir hafnir landsins til 2030.
1405025
Lagður fram tölvupóstur frá Hafnarsambandinu, dags. 30.05.2014, drög að langtímastefnu fyrir hafnir landsins til 2030.
14.Landsfundur Jafnréttisnefnda
1406035
Lagt fram fundarboð Jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem fram fer í Reykjavík 19. september 2014.
15.Endurnýjun samstarfssamnings - Minjafélagið
1404074
Komið er að endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélagsins og Minjafélagsins. Frístunda- og menningarfulltrúi hefur fundað með fulltrúa félagsins sem í sameiningu hafa unnið drög að endurnýjuðum samningi aðila.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Minjafélagið, vísun að nýju til bæjarráðs frá bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna betur að samningunum með það að markmiði að leggja samninginn fram að nýju á næsta fundi bæjarráðs, að afloknum fundi með forsvarsmanni félagsins. Samþykkt samhljóða. Áheyrnarfulltrúi L-listans óskar bókað, að honum finnist sérkennilegt að þessi samningur sé meðhöndlaður á annan hátt en aðrir samstarfssamningar við félagsamtök í sveitarfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að samningar við önnur félagasamtök verði meðhöndluð á sama hátt þegar þeir verða teknir upp. Fulltrúar E-listans óska bókað: "Nýr meirihluti getur ekki tekið ábyrgð á vinnubrögðum fyrri meirihluta og fullvissar áheyrnarfulltrúa L-listans um að jafnræðis verði gætt í samningum við önnur félög.
16.Samstarfsamningur við Kvenfélagið Fjólu 2014
1405018
Komið er að endurnýjun samstarfssamnings við Kvenfélagið Fjólu. Samningsdrögin hafa verið til umfjöllunar hjá Frístunda- og menningarnefnd.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Kvenfélagið Fjólu, vísun að nýju til bæjarráðs frá bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna betur að samningunum með það að markmiði að leggja samninginn fram að nýju á næsta fundi bæjarráðs, að afloknum fundi með forsvarsmanni félagsins. Samþykkt samhljóða. Áheyrnarfulltrúi L-listans óskar bókað, að honum finnist sérkennilegt að þessi samningur sé meðhöndlaður á annan hátt en aðrir samstarfssamningar við félagsamtök í sveitarfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að samningar við önnur félagasamtök verði meðhöndluð á sama hátt þegar þeir verða teknir upp. Fulltrúar E-listans óska bókað: "Nýr meirihluti getur ekki tekið ábyrgð á vinnubrögðum fyrri meirihluta og fullvissar áheyrnarfulltrúa L-listans um að jafnræðis verði gætt í samningum við önnur félög.
17.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir
1404073
Komið er að endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélagsins og Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Frístunda- og menningarfulltrúi hefur ásamt formanni og gjaldkera Skyggnis samið drög að nýjum samningi og viðauka við hann.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, vísun að nýju til bæjarráðs frá bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna betur að samningunum með það að markmiði að leggja samninginn fram að nýju á næsta fundi bæjarráðs, að afloknum fundi með forsvarsmanni félagsins. Samþykkt samhljóða. Áheyrnarfulltrúi L-listans óskar bókað, að honum finnist sérkennilegt að þessi samningur sé meðhöndlaður á annan hátt en aðrir samstarfssamningar við félagsamtök í sveitarfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að samningar við önnur félagasamtök verði meðhöndluð á sama hátt þegar þeir verða teknir upp. Fulltrúar E-listans óska bókað: "Nýr meirihluti getur ekki tekið ábyrgð á vinnubrögðum fyrri meirihluta og fullvissar áheyrnarfulltrúa L-listans um að jafnræðis verði gætt í samningum við önnur félög.
18.Tölvuþjónusta, síma- og fjarskiptalausnir
1303048
Minnisblað um úttekt á fyrirkomulag tölvuþjónustu.
Lagt fram minnisblað dags. 1.júlí 2014 frá ráðgjafafyrirtækinu Framnesi um valkosti vegna fyrirkomulags upplýsingatæknimála sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tilboð Framness um úttekt á valkostum, samkvæmt tilboði hans.
19.Úttekt slökkviliðs 2014
1406015
Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar dags. 13.06.2014, úttekt slökkviliða 2014. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart viðeigandi aðilum.
20.Umsókn um styrk
1406029
Lagður fram tölvupóstur Íþróttasambands fatlaðra, beiðni um styrk. Bæjarráð samþykkir að heimila styrktarlínu í blaðið.
21.Trúnaðarmál
1406013
Niðurstaða málsins er færð í trúnaðarmálabók.
22.Styrkbeiðni frá skákfélaginu Hróknum
1406014
Lagt fram bréf Skákfélagsins Hróksins dags. 11.06.2014, beiðni um stuðning við starf Hróksins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
23.Ósk um viðbótarframlag til reksturs DS
1405022
Lagt fram bréf SSS dags. 21.05.2014, beiðni stjórnar DS um viðbótarfjármagns til reksturs DS. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að viðbótarframlagið verði fjármagnað með lántöku.
24.Fjármálastjórn sveitarfélaga
1406019
Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 12.06.2014 um fjármálastjórn sveitarfélaga.
25.Fasteignamat 2015
1406020
Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands dags. 13.06.2014 um fasteignamat 2015. Álagningarstofn fasteignamats sveitarfélagsins mun samkvæmt þessu lækka um 2,1% og landmat lækkar um 1,0%.
26.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
1406001
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 28.05.2014 um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.