285. fundur
18. september 2019 kl. 06:30 - 07:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Áshildur Linnet1. varamaður
Sigurpáll Árnason1. varamaður
Rakel Rut Valdimarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Einar Kristjánssonritari
Fundargerð ritaði:Einar Kristjánssonbæjarritari
Dagskrá
1.Ársskýrsla Persónuverndar
1812030
Ársskýrsla persónuverndar vegna ársins 2018 er lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019
1903007
7 mánaðar uppgjör frá KPMG er lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
3.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum
1510016
Ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023
1907014
Tillögur D-lista vegna fjárhagsáætlunar 2020 lagðar fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til frekari vinnslu í fjárhagsáætlun 2020.
5.Til umsagnar Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga
1909008
Drög að reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
6.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019
1901027
Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðir og leiðbeiningar lagðar fram
7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.
1902001
Fundargerð 873. fundar Sambands íslenskra Sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð tekur undir bókun SÍS um drög að frumvarpi vegna urðunarskatts.
"Stjórnin telur að frumvarp um urðurnarskatt sé ótímabært, óútfært og án nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangsmálum og loftslagsmálum. Stjórnin leggst því eindregið gegn því að frumvarp um urðunarskatt verði lagt fram á haustþingi og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu áður en ákvörðun er tekin um lagabreytingar."