Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

97. fundur 19. ágúst 2010 kl. 06:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

97. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 19. ágúst, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Fundargerð 18. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Tillögu um lengdan opnunartíma félagsmiðstöðvar er vísað til fjárhagsáætlunar.

 

  1. Fundargerð 23. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Voga.

Yfirlit yfir tillögur til breytinga á samþykktinni lagt fram.

 

  1. LSS - staða.

Grunnupplýsingar um kjaradeilu LN og LSS lagðar fram.

 

  1. Kalka, aðalfundarboð.

Fundarboð lagt fram, aðalfundur Kölku verður haldinn 19. ágúst.

 

  1. Aðalfundur SSS, fundarboð.

Fundarboð lagt fram, aðalfundur SSS verður haldinn 11. september.

 

  1. Gunnar Gunnarsson, tölvupóstur dags. 3. ágúst, 2010. Lóðir til úthlutunar.

Tölvupósturinn er lagður fram.

Sveitarfélagið Vogar hefur enga íbúðarhúsalóð lausa til úthlutunar.

Bréfritara er bent á að lausar lóðir eru í svonefndu Grænuborgarhverfi sem er í eigu Þóruskers.

 

  1. Hafnargata 101.

Umsögn Ívars Pálssonar hdl. lögð fram.

Bæjarráð hafnar framkomnu sölutilboði Víðimels ehf vegna eignarinnar Hafnargötu 101.

Jafnframt er Ívari Pálssyni hdl. falið að óska eftir því við ráðherra, samkvæmt 19. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9 frá 2009, að ráðherra heimili að lóðarréttindi undir fráveitulögn verði tekin eignarnámi.

 

 

 

 

 

  1. Vogajarðir.

Sölutilboð Gunnars Kristjánssonar um 37,5% eignarhluta í svonefndum Vogajörðum lagt fram.

Meirihluti bæjarráðs hafnar tilboðinu.

Hörður Harðarson óskar bókað að hann vill ganga að tilboðinu.

 

  1. Bréf frá Hjalta Guðjónssyni, dags. 12. ágúst, 2010. Endurnýjun byggingaleyfis Jónsvarar 1, 190 Vogum.

Með ákvörðun þann 27. júlí 2009, sem staðfest var með úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 18. maí sl., var úthlutun lóðarinnar afturkölluð. Lóðarhafi er því sveitarfélagið sjálft en ekki umsækjandi. Ekki er því hægt að taka til afgreiðslu fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi. Lóðarhafi hefur hafnað aflýsingu lóðarleigusamningsins. Fáist lóðarleigusamningnum ekki aflýst er lögmanni sveitarfélagsins falið að höfða mál til viðurkenningar á rétti sveitarfélagsins.

 

  1. Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki sæti í verkefnisstjórn SSS um flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.

 

  1. Frístundakort.

Drög að reglum um frístundakort lagðar fram.

Frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

  1. Íþróttamiðstöð – vaktir veturinn 2010-2011.

Tinna Hallgrímsdóttir mætir á fundinn undir þessum lið.

Drög að vaktaplani vetrarins lögð fram.

Bæjarráð leggur til breytingar á vaktaplani.

 

  1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Vinnuáætlun lögð fram.

 

  1. Umsóknir um starf FMN.

Listi yfir umsækjendur lagður fram. Umsækjendur eru 30.

 

  1. Atvinnustefna.

Tímaáætlun lögð fram.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.15

Getum við bætt efni síðunnar?