Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

96. fundur 15. júlí 2010 kl. 06:30 - 09:20 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

96. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 15. júlí, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Oddur Ragnar Þórðarson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að taka á dagskrá sem 27. lið tilnefning í nefndir.

 

1. Fundargerð 17. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að bjóða til kaffisamsætis í tilefni af afmælisári. Óskað er eftir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að taka upp frístundakort í samræmi við tillögur frístunda- og menningarnefndar.

Bæjarráð samþykkir að Tinna Hallgrímsdóttir gegni starfi frístunda- og menningarfulltrúa þar til ráðið verður í starfið að nýju.

  1. Fundargerð 17. fundar frístunda- og menningarnefndar.

  2. Fundargerðir 1. og 2. verkfunda, Íþróttasvæði – uppbygging knattspyrnuvalla.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerðir 1. og 2. verkfunda, Heiðargerði – endurgerð götu.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 1. verkfundar, Endurbætur fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 22. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Á fundi nefndarinnar var tekið fyrir erindi Hafnarfjarðarbæjar, breyting á aðalskipulagi 2005-2025.

Bæjarráð tekur undir afgreiðslu nefndarinnar og bendir Hafnarfjarðarbæ á að

samkvæmt gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir jarðstreng, hraðlest, reiðstíg og hjólreiðastíg samsíða Reykjanesbraut sem ekki eiga sér neitt framhald í aðalskipulagstillögu Hafnarfjarðar.

 

  1. Fundargerð 394. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Voga.

Rætt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn

 

 

 

  1. Tilnefning í stjórn Heilsufélags Reykjaness.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Heilsufélags Reykjaness.

 

  1. Reykjanesfólkvangur, áheyrnarfulltrúi.

Bæjarráð samþykkir að Þorvaldur Örn Árnason verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Reykjanesfólkvangs.

 

  1. Tilnefning í stjórn Virkjunar.

Bæjarráð samþykkir að Inga Sigrún Atladóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Virkjunar, varamaður verður Oddur Ragnar Þórðarson.

 

  1. Ársreikningur EFF.

Ársreikningurinn er lagður fram.

Bæjarráð leggur til við stjórn Fasteignar að hún samþykki áframhaldandi lækkun á leigu í samræmi við breytingar frá 2009.

 

  1. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, tilnefning tveggja fulltrúa til vara.

Fulltrúar til vara á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Oddur Ragnar Þórðarson og Bergur Brynjar Álfþórsson.

 

  1. Tölvupóstur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. júlí, 2010. Dreifibréf um þjónustu sambandsins.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Boðað verkfall félagsmanna í LSS.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Lokal kulturutvikling í nordisk perspektiv, boð á ráðstefnu.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Æskan – rödd framtíðar, boð á ráðstefnu.

Lagt fram til kynningar.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Ársskýrsla SMFR.

Ársskýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá félagi leikskólakennara, dags. 15. júní, 2010. Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsinga.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Voga og Vatnsleysustrandar, dags. 1. júlí, 2010. Tilraunaboranir eftir heitu vatni á Auðnum.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir bréfið og lýsir yfir ánægju sinni með að heitt vatn hefur fundist á Vatnsleysuströnd.

 

 

  1. Bréf frá Sveitarfélaginu Garði, dags. 30. júní, 2010. Aðstaða og aðbúnaður á Garðvangi.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð mælist til að málið verði tekið upp á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

 

  1. Nýting fasteignaskattsálagningar árið 2010.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Lóðin Iðndalur 4.

Bæjarráð hafnar beiðni bréfritara.

 

  1. Starfsmannamál.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir frístunda- og menningarfulltrúa.

 

  1. Verksamningur - Heilsuleikskólinn Suðurvellir.

Undirritaður verksamningur við Magga og Daða ehf. er lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Viðaukasamningur um málningu á þak leikskólans lagður fram.

Bæjarráð samþykkir að semja við Magga og Daða ehf. um málningu á þak leikskólans kr. 937.500.-

Fært á lið 31.

 

  1. Verksamningur - VOGAR-Endurbætur fráveitu.

Undirritaður verksamningur við Ellert Skúlasons ehf. er lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

  1. Tilnefning í nefndir.

  2. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  3. Fundargerðin er lögð

Nýr varamaður í Frístunda- og menningarnefnd er Þórir Helgi Sigvaldason, Heiðargerði 29 b í stað Eydísar Óskar Símonardóttur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.20.

Getum við bætt efni síðunnar?