Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

95. fundur 24. júní 2010 kl. 06:30 - 10:00 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

95. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 24. júní 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Voga.

Rætt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

 

  1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga.

Inga Sigrún gerði grein fyrir fundi sem hún sat, fundarefni var uppbygging atvinnu á Suðurnesjum.

 

Samþykkt að halda áfram vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins.

 

  1. Lóðir og lendur í eigu sveitarfélagsins.

Umræða um lóðir og lendur í eigu sveitarfélagsins.

Byggingafulltrúa falið að vinna áfram að samræmingu á skráningu lóða og lendna í eigu sveitarfélagsins.

 

  1. Ósk bæjarmálafélags H-listans um viðræður um samstarfssamning.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Bréf frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 15. júní, 2010. Breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

  1. Bréf frá iðnaðarráðuneytinu, dags. 11. júní, 2010. Fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi er haldinn var í iðnaðarráðuneytinu varðandi málið.

 

  1. Skólamötuneyti.

Samþykkt að auglýsa eftir starfsmönnum til að sjá um matreiðslu og framreiðslu í skólaeldhúsi.

 

  1. Bréf frá Fornleifavernd ríksins, dags. 9. júní, 2010. Varðandi fráveitu.

Bréfið er lagt fram.

Eftirlitsmaður verksins og verktaki hafa báðir fengið eintak.

 

  1. Erindisbréf nefnda.

Erindisbréf lögð fram og samþykkt.

 

  1. Ráðningarsamningur bæjarstjóra.

Ráðningarsamningurinn er lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

  1. Starfsmannamál.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir starfsmannamálum. Auknum útgjöldum er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Frístunda- og menningarfulltrúi lætur af störfum í júlí.

Samþykkt að Frístundaskólinn falli undir stjórn skólastjóra Stóru-Vogaskóla.

 

Samþykkt að hafa áfram ljósabekk í íþróttamiðstöð.

Samþykkt að sundlaug verði opin til klukkan 20.30 á kvöldin yfir sumarið.

Samþykkt að bjóða börnum fæddum 1997 vinnu í fjóra tíma í dag í fjórar vikur.

Kostnaður færist á lið 06.

 

  1. Verksamningur vegna verksins Vogar-Endurbætur fráveitu skv. útboðslýsing VSÓ ráðgjafar.

Undirritaður verksamningur við Ellert Skúlason hf lagður fram.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

  1. Aðalfundur Suðurlinda.

Hörður Harðarson fer með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Suðurlinda.

 

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00.

Getum við bætt efni síðunnar?