Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

169. fundur 07. maí 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga

1302025

Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt forvarnarstefnu sveitarfélagsins fyrir sitt leyti og vísað til bæjarráðs.
Lögð fram drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Forvarnarstefnan hefur hlotið umfjöllun í Frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins, sem hefur fyrir sitt leyti samþykkt drögin og sent þau bæjarráði til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir forvarnarstefnuna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

2.Vegur milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða

1011006

Kominn er fram undirskriftalisti með hvatningu um að veginum milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða verði lokað.
Lagður fram undirskriftarlisti nokkurra íbúa Brunnastaðahverfis, með hvatningu til sveitarstjórnarinnar um að veginum milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða verði lokað. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lokun vegarins, svo fremi sem allir landeigendur sem eiga land að veginum séu því samþykkir. Sveitarfélagið er einn landeiganda á svæðinu, og gerir sem slíkur ekki athugasemdir við lokun vegarins.

3.Sorpeyðingargjöld

1404056

Bréfritari óskar eftir að verða undanþeginn innheimtu sorpeyðingargjalds.
Lagður fram tölvupóstur Höllu Bjargar Baldursdóttur, dags. 15.04.2014. Bréfritari fer fram á að felld verði niður innheimta sorphirðugjalds á sumarhús hennar í sveitarfélaginu, enda allt sorp tekið með til Hafnarfjarðar. Til vara er óskað eftir verulegri niðurfellingu gjaldsins. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara með rökstuðningi.

4.Rekstraryfirlit janúar - mars 2014

1405005

Rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins ásamt samanburði við áætlun. Minnisblað bæjarstjóra fylgir með í gögnum.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins 2014. Með rekstraryfirlitinu fylgir minnisblað bæjarstjóra dags. 5.5.2014.

5.Störf og starfshættir stjórnar BS

1404077

Lagt fram afrit af bréfi trúnaðarmanna BS til stjórnar. Einnig lögð fram samantekt bæjarstjóra úr síðustu fundargerðum BS.
Lagt fram afrit af bréfi trúnaðarmanna BS til stjórnar. Einnig lögð fram samantekt bæjarstjóra úr síðustu fundargerðum BS. Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sveitarfélagsins til málsins.

6.Beiðni um leigu á íbúð

1405006

Knattspyrnufélagið Vogar sækir um leigu á íbúð sveitarfélagsins í Álfagerði. Reglur sveitarfélagsins um útleigu íbúða í Álfagerði fylgir.
Knattspyrnufélag Voga sækir um leigu á íbúð sveitarfélagsins í Álfagerði. Samkvæmt samþykktum reglum sveitarfélagsins um útleigu íbúða í Álfagerði er heimilt að leigja íbúðirnar tímabundið út, sé ekki eftirspurn eftir þeim af hálfu eldri borgara. Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Bankaviðskipti svetiarfélagsins

1209049

Í kjölfar lokunar afgreiðslu Landsbankans í sveitarfélaginu og í kjölfar tilkynningar bankans um afnám þjónustuheimsókna skoðar sveitarfélagið nú bankaviðskipti sín. Minnisblað bæjarstjóra fylgir, ásamt samantekt um tilboð í bankaviðskipti, frá mars 2013.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um bankaviðskipti sveitarfélagsins, dags. 4.5.2014. Að auki er lögð fram samantekt bæjarstjóra frá mars 2013 um tilboð í bankaviðskipti sem þá voru til umfjöllunar á vettvangi bæjarráðs. Bæjarstjóra er falið að afla nýrra tilboða í bankaviðskipti sveitarfélagsins. Í tilboðunum komi fram afstaða bankanna til veitingu bankaþjónustu á staðnum.

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Lögð fram fundargerð 674. fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 674. fundar stjórnar SSS

9.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerðir 233, 234 og 235 stjórnar BS
Lagðar fram fundargerðir 233., 234. og 235 funda stjórnar BS.

10.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Fundargerð stjórnar DS frá 15.04.2014
Fundargerð aðalfundar DS frá 28.04.2014
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 15.04. 2014. Einnig lögð fram fundargerð aðalfundar DS frá 28.04.2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?