Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
94. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 10. júní 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.
Mætti eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.
Fundargerð 48. fundar fræðslunefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 611. fundar stjórnar SSS.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerðir 28., 29., 30., 31. og 32. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Fundargerðirnar er lagðar fram.
Fundargerð 393. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð stjórnar DS.
Fundargerðin er lögð fram.
Úrskurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli 56/2009 Hjalti Guðjónsson ehf. gegn Sveitarfélaginu Vogum dags. 21. maí, 2010 vegna lóðarinnar Jónsvör 1.
Úrskurðurinn er lagður fram til kynningar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfestir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga frá 6. Ágúst 2009 um að fella úr gildi lóðarleigusamning við Hjalta Guðjónsson ehf um lóðina Jónsvör 1, Vogum.
Úrskurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 57/2009 Icecode á Íslandi ehf. gegn Sveitarfélaginu Vogum dags. 21. maí, 2010 vegna lóðarinnar Iðndals 4.
Úrskurðurinn er lagður fram til kynningar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfestir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga frá 6. Ágúst 2009 um að fella úr gildi lóðarleigusamning við Icecode á Íslandi ehf um lóðina Iðndal 4, Vogum.
Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 2. júní, 2010. Varðar kattahald.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bréf frá Lögfræðistofu Suðurnesja, dags. 2. júní, 2010. Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarritara að funda með fulltrúum Lögfræðistofu Suðurnesja..
Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 2. júní. Afnám lögbýlisréttar á jörðunum Grænaborg og Tumakot.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bréf frá Ríkiskaupum dags. 25. maí. Tilboð í eignarhlut ríkisins að Iðndal 2.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bréf frá HS Orku hf dags. 20. maí, 2010. Tilkynning um sölu á hlutabréfum í félaginu.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Umbætur á VSK-umhverfi sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.
Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá íslenskum sveitarfélögum 2010.
Könnunin er lögð fram til kynningar.
Kjör fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar, verður tekið til afgreiðslu á fundi nýrrar bæjarstjórnar.
Tökum saman höndum. Verkefnisstillaga í æskulýðsstarfi frá Kristnýju Rós.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Deiliskipulag Kálfatjarnar. Staða máls.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu á vinnu við nýtt deiliskipulag við Kálfatjörn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við þann ráðgjafa sem hefur unnið skipulagið fyrir hönd GVS um lokafrágang.
Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga. Tilboð Íslandsbanka um ávöxtun.
Tilboðið er lagt fram.
Starfsmannamál.
Bæjarritari gerir grein fyrir afturvirkum leiðréttingum á launum starfsmanna við ræstingar vegna breytinga á kjarasamningum. Auknum útgjöldum er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Útboðsgögn vegna skólaeldhúss.
Útboðsgögn sem notuð voru við útboð 2007 eru lögð fram.
Bæjarritara falið að uppfæra útboðslýsinguna.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2009. Leiðrétt skýring nr. 16 vegna leigugreiðslna.
Í ársreikningi sveitarfélagsins sem tekinn var til seinni umræðu þann 27. maí síðastliðinn var villa í skýringu 16 vegna leigugreiðslna. Í skýringunni kom fram að leigugreiðslur á árinu 2009 hafi verið 80,7 milljónir, en rétt er að þær voru 133,9 milljónir.
Skýringin hefur verið leiðrétt og hefur ekki áhrif á reikningsskilin að öðru leyti.
Verkefnislýsing og umsókn um styrk – Lambafellsgjá.
Bæjarráð samþykkir að veita 200 þúsund króna styrk til verkefnisins á móti styrk Ferðamálastofu og Reykjanesfólkvangs. Gjaldfærist á lið 2153
Hönnun fráveituframkvæmda. Frávik frá kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að greiða 308.900 kr. án vsk vegna frávika í hönnunarforsendum frá upphaflegri áætlun.
Tilboð í verkið Vogar-Endurbætur fráveitu skv. útboðslýsing VSÓ ráðgjafar.
Fundargerð tilboðsfundar dags. 8. júní liggur fyrir fundinum.
Kostnaðaráætlun var 48.045.000.-
Tvö tilboð bárust. Lægsta tilboð var 5% lægra en kostnaðaráætlun, frá Ellerti Skúlasyni hf.
Bæjarstjóra falið að ganga frá verksamning við lægstbjóðanda.
Tilboð í gerð upplýsingaskilta skv. hönnun Batterísins.
Bæjarráð samþykkir að láta smíða 4 skilti í sumar.
Verksamningur vegna verksins Endurgerð Heiðargerðis sunnan Ægisgötu.
Undirritaður verksamningur við Ellert Skúlason hf lagður fram.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Verksamningur vegna verksins Íþróttasvæði-Uppbygging knattspyrnuvalla,
Undirritaður verksamningur við Nesprýði lagður fram.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
rskurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá
Bæjarráð þakkar Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra samstarf á kjörtímabilinu og óskar honum velfarnaðar.
Fundargerðin er lögð
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.40.