Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

92. fundur 06. maí 2010 kl. 06:30 - 07:45 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

92. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 6. maí 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða að taka fyrir skýrslu framtíðarnefndar SSS undir 19. lið. Samþykkt.

 

  1. Fundargerð 47. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 20. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir tillögur umhverfis- og skipulagsnefndar um málsmeðferð , sjá annan lið fundargerðar, varðandi óleyfisbyggingar að Auðnum á Vatnsleysuströnd.

 

  1. Fundargerð 15. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

  1. Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dags. 21. apríl, 2010. Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá velferðarvaktinni dags. 20. apríl, 2010. Efling umræðu um fjölbreytileg úrræði í barnavernd.

Bréfið er lagt fram.

 

Meirihluti bæjarráðs tekur undir hvatningu Velferðarvaktarinnar og bókar að Sveitarfélagið Vogar styður dyggilega við barnafjölskyldur, m.a. með því að bjóða öllum börnum í grunnskólanum upp á hollan og gjaldfrjálsan hádegisverð.

 

  1. Bréf frá UMFÍ dags. 20. apríl, 2010. Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð vísar erindinu til Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Voga og Frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Samantekt um könnun Hafnasambandsins á efnahagsleg áhrif af komum skemmtiferðaskipa til Íslands.

Könnunin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá HES dags. 28. apríl, 2010. Hljóðmælingar við Iðndal 2.

Sveitarfélagið á hlut í fasteigninni að Iðndal 2.

Bæjarráð fagnar því að hljóðmæling hafi farið fram og niðurstaða fengin í málið.

 

Bæjarráð leggur til að meðalhófs verði gætt og lausna leitað í samstarfi við stjórn Húsfélagsins að Iðndal 2 og eiganda að Fagradals 14.

 

  1. Bréf frá fjármálaráðuneytinu dags. 28. apríl, 2010. Sala á Iðndal 2.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa húsnæði sveitarfélagsins í samstarfi við Ríkiskaup.

 

  1. Vinnumarkaðsúrræði á vegum VMST sumarið 2010.

Bæjarráð leggur áherslu að sem flest ungmenni fái sumaratvinnu og mun sveitarfélagið beita sér fyrir því, m.a. í samstarfi við félagasamtökum.

 

  1. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Úttekt á heilsugæsluþjónustu. Apríl 2010.

Bæjarráð fagnar skýrslunni sem skapar grunn að þeim endurbótum sem nauðsynlegar eru á heilbrigðisþjónustunni á Suðurnesjum. Að mati bæjarráðs er mjög mikilvægt að úttektinni verði fylgt eftir með skýrri og tímasettri aðgerðaáætlun um hvernig ábendingum landlæknis verður komið til framkvæmda.

 

  1. Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga.

Yfirlit yfir ávöxtun ársins lögð fram.

 

Ljóst er að vaxtakjör hafa lækkað hratt, samhliða hækkun á fjármagnstekjuskatti.

Bæjarráð felur bæjarritara að kanna hagkvæmni þess að hefja uppgreiðslu lána í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 25. febrúar síðastliðnum.

 

  1. Íþróttasvæði, yfirlit valla og lagnakerfa.

Uppdráttur með hönnun íþróttavalla lagður fram.

 

Bæjarráð vísar málinu til frístunda- og menningarnefndar til umsagnar.

 

  1. Fráveita.

Drög að verklýsingu og útboðsgögnum lögð fram.

 

Bæjarráð vísar gögnunum til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða verkið út á grundvelli 10. gr. Innkaupareglna Sveitarfélagsins Voga að fenginni umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

  1. Minnisblað vegna fastráðningar starfsmanns í Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga úr 50% í 100% starf.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um fastráðningu starfsmannsins.

 

  1. Bréf frá Virkjun dags. 23. apríl, 2010. Fjárstuðningur við Virkjun og skipun í stjórn og framkvæmdanefnd.

Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í framkvæmdanefnd Virkjunar.

 

  1. Tilboð í verkið yfirborðsmerkingar – vegmálun.

Tilboð í Yfirborðsmerkingar og vegmálun í Vogum voru opnuð þann 29. apríl.

 

Fundargerð tilboðsfundar dags. 29. apríl lögð fram. Þrjú tilboð bárust.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

 

  1. Skýrsla Framtíðarnefndar SSS.

Skýrslan er lögð fram.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skýrsluna.

 

  1. Fundargerðin er lögð

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.45.

Getum við bætt efni síðunnar?