Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

87. fundur 18. febrúar 2010 kl. 06:30 - 09:05 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

87. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 18. febrúar 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða til að setja nýtt mál á dagskrá, fundargerðir 26. og 27. funda fjölskyldu- og velferðarnefndar. Samþykkt.

 

 

  1. Fundargerð 607. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 217. fundar stjórnar HES.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 45. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Þar sem óvissu virðist hafa gætt um boðanir funda fræðslunendar áréttar bæjarráð V. kafla erindisbréfs um réttindi og skyldur fulltrúa fræðslunefndar en þar segir:

Um réttindi og skyldur fulltrúa í fræðslunefnd gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga og samþykktir um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga, eftir atvikum.

 

Fulltrúa er skylt að sækja fundi nema forföll hamli. Skal hann boða staðgengil sinn og láta fomann nefndarinnar vita um forföll. Sé fulltrúi forfallaður um lengri tíma skal hann tilkynna eða láta tilkynna forföllin til formanns.

 

  1. Fundargerð 68. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 26. og 27. fundar fjölskyldu og velferðarnefndar.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 11. febrúar, 2010. Heildstæð menntun á umbrotatímum.

Bréfið er lagt fram.

 

Formanni fræðslunefndar, eða staðgengli hennar, falið að sækja ráðstefnuna.

 

  1. Bréf frá Gámaþjónustunni hf, dags. 10. febrúar, 2010. Fyrirspurn um almenna sorphirðu sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra falið að svara.

 

  1. Tölvupóstur frá Lýðsheilsustöð, dags. 9. febrúar, 2010. Ráðstefna um öruggt samfélag (Save Communities Conference).

Tölvupósturinn er lagður fram og vísað til frístunda- og menningarnefndar og fræðslunefndar til upplýsinga.

 

  1. Tölvupóstur frá HES, dags. 3. febrúar, 2010. Heildarúttekt á neysluvatni 2009.

Úttektin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 771. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Tölvupóstur frá SSS, dags. 9. febrúar, 2010. Vinnufundur um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn.

 

  1. Ársskýrsla heilsuleikskólans Suðurvalla.

Skýrslan er lögð fram.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar um störf leikskólans.

 

  1. Málefni HSS.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur margsinnis fjallað um málefni HSS og lýst sínum sjónarmiðum og vilja til samstarfs um framtíðarstefnu HSS.

Sem kunnugt er hefur heilsugæslu í Vogum verið lokað, þrátt fyrir að í bænum búi um 1.200 manns. Ekki hefur verið bætt í þjónustuna í Reykjanesbæ til að mæta þeirri lokun.

 

Ráðherrar heilbrigðismála, núverandi og fyrrverandi, hafa lýst yfir góðum vilja til að vinna með heimamönnum að heilbrigðismálum. Lítið hefur þó orðið um markvissar viðræður milli ráðherra og heimamanna.

 

Í ræðu ráðherra á íbúafundi um málefni HSS komu fram ýmsar upplýsingar sem bæjarráð hefur áhuga á að fá nánari skýringar á.

 

Í máli ráðherra kom fram að HSS fái framlög til að ráða 17 heilsugæslulækna, en í raun séu aðeins 6- 8 læknar starfandi. Bæjarráð telur mikilvægt að ráðherra skýri hverju það sætir.

 

Ráðherra lagði áherslu á að efla heilsugæslu á Suðurnesjum. Bæjarráð óskar eftir því að ráðherra skýri hvað felist í þeirri stefnumörkun.

 

Bæjarráð óskar eftir að ráðherra veiti ofangreindar upplýsingar á fundi með sveitarstjórnarmönnum í Vogum.

 

Jafnframt tekur bæjarráð undir ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um að heilbrigðisráðherra hefji án tafar viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um framtíð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

 

 

  1. Bréf frá Geir Oddgeirssyni, dags. 7. febrúar, 2010. Heimkeyrsla að bæjunum Bakka og Litlabæ á Vatnsleysuströnd.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir óskir bréfritara um að Vegagerðin setji veginn á vegaskrá og að hann verði lagfærður.

 

  1. Bréf frá fjármálaráðuneytinu, dags. 4. febrúar, 2010. Flekkuvík.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð ítrekar að ósk Sveitarfélagsins Voga um viðræður um kaup á landi ríkisins við Flekkuvík kom fyrst fram haustið 2007 og harmar að ríkið hafi ekki getað svarað fyrr og með skýrari hætti.

 

  1. Heitt vatn í landi Auðna.

Jakob Árnason mætti á fundinn kl. 08.10.

Bæjarráð þakkar Jakobi komuna.

Jakob Árnason vék af fundi kl. 09.55.

 

  1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 24. janúar, 2010. Samþykki sveitarstjórnar til birtingar fjármálaupplýsinga.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga veitir, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.

 

  1. Framfarasjóður. Staða.

Yfirlit yfir stöðu Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga um áramótin er lögð fram.

 

Bæjarráð fagnar þeirri góðu ávöxtun sem var á sjóðnum á árinu 2009, en sjóðurinn stóð í um 1.370 milljónum um áramót.

 

  1. Gerð ársreiknings og endurskoðun vegna fjárhagsársins 2009.

Bæjarritari gerir grein fyrir því að vinna við gerð ársreiknings og endurskoðun er hafin.

Skoðunarmenn reikninga hafa komið til fundar við bæjarritara og fengið aðgang að þeim gögnum sem þeir hafa óskað eftir.

 

  1. Fjaler kommune, vinabæjarsamstarf. Breytt dagsetning heimsóknar.

Tölvupóstur frá bæjarstjóranum í Fjaler lagður fram, þar sem óskað er eftir því að fyrirhugaðri heimsókn fulltrúa Sveitarfélagsins Voga verði frestað til hausts.

 

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

 

  1. Verksamningur við VSÓ vegna hönnunar fráveitu.

Undirritaður verksamningur er lagður fram.

 

  1. Ungt fólk til athafna.

Frestað til næsta fundar.

 

  1. Unglingalandsmót 2012, tillaga undirbúningsnefndar.

Tillaga undirbúningsnefndarinnar lögð fram.

 

  1. Bréf frá Hörgli ehf, ódags. Beiðni um endurnýjun á stöðuleyfi.(leyfi

áður veitt á 67. fundi bæjarráðs).

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarstjóra falið að semja við umsækjandann um framlengingu á leyfinu til eins árs.

 

  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 5. janúar, 2010. Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að greiða vegna refaveiða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.05.

Getum við bætt efni síðunnar?