Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

86. fundur 04. febrúar 2010 kl. 06:30 - 07:50 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

86. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 4. febrúar 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða til að setja nýtt mál á dagskrá, fundargerð 25. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar. Samþykkt.

 

 

  1. Fundargerð 18. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 12. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Með vísan til 6. liðar fundargerðarinnar vill bæjarráð leggja áherslu á að ekki verður hætt við að bjóða upp á heitan mat í hádeginu fyrir eldri borgara, heldur verður þjónustunni breytt á þann veg að ekki verður starfsmaður í mötuneyti í Álfagerði.

 

Eldri borgurum verður áfram boðið að fá sendan mat heim og þeir sem það kjósa geta fengið mat í Tjarnarsal eða sendan í Álfagerði.

 

  1. Fundargerð 25. fundar fjölskyldu og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að fjárhagsaðstoð hækki úr kr. 115.567 í kr. 125.540 sbr.10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Sandgerðisbæ, Sv. Garði og Sv. Vogum.

 

  1. Fundargerð 606. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 389. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 205. og 206. funda stjórnar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga. Erindisbréf og verkáætlun.

Erindisbréf og verkáætlun er lögð fram.

Bæjarritara falið að boða til fyrsta fundar.

 

  1. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. janúar, 2010. Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda 2010.

Tölvupósturinn er lagður fram.

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að Íbúðalánasjóði hafi verið svarað með vísan til heimildar um staðgreiðsluafslátt í gjaldskrá sveitarfélagsins.

 

  1. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 28. janúar, 2010. Unglingalandsmót UMFÍ 2012.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 28. janúar, 2010. Úrskurður umhverfisráðuneytisins um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur og öðrum framkvæmdum sem henni eru háðar.

Úrskurðurinn er lagður fram.

Úrskurðurinn er í samræmi við umsögn sveitarfélagsins frá í október.

 

  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 27. janúar, 2010. Eftirlitsskýrsla Stóru-Vogaskóla.

Bréfið er lagt fram og vísað til skólastjóra til afgreiðslu.

 

  1. Tölvupóstur frá Vinnumálastofnun, dags. 25. janúar, 2010. Ungt fólk til athafna.

Tölvupósturinn er lagður fram. Erindinu er vísað til fagnefnda og óskað tillagna um verkefni fyrir 1. mars næstkomandi.

 

  1. Dreifibréf frá undirbúningshóp Fjölsmiðjunnar í Reykjanesbæ, ódags. Stofnun Fjölsmiðju í Reykjanesbæ.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð tekur vel í erindið. Erindinu er vísað til fræðslunefndar og frístunda- og menningarnefndar til kynningar.

Bæjarstjóra falið að mæta á kynningarfund um verkefnið.

 

  1. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meðal gagna er tölvupóstur frá hollvinum HSS dags. 1. febrúar, 2010.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ítrekar, enn og aftur, bókanir undanfarinna ára og skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustu og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.

 

Í Sveitarfélaginu Vogum búa rúmlega 1.200 manns, en hér er enginn starfandi heilsugæsla. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að heilbrigðisráðherra gæti jafnræðis í heilbrigðisþjónustu í landinu og heilsugæslan í Vogum verði opnuð aftur.

 

Bæjarráð telur mikilvægt að framtíðarstefna verði mörkuð fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lýsir yfir áhuga á viðræðum við ráðuneytið um framtíðar rekstrarform HSS.

 

  1. Bréf frá Togga ehf, dags. 11. janúar, 2010. Legupláss í Vogahöfn.

Bréfið er lagt fram.

 

Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun bæjarráðs er báturinn vélarvana, dælulaus og opinn. Umráðamaður hefur ekki getað gert grein fyrir því hvað hann hyggst fyrir með bátinn í Vogahöfn. Báturinn hefur ekki haffæri og er skv. upplýsingum frá umráðamanni ekki tryggður fyrir tjóni á umhverfi eða öðrum bátum.

 

Meirihluti bæjarráðs telur hættu stafa af bátnum. Með vísan til 4. mgr. 6. gr. hafnarreglugerðar Vogahafnar gerir meirihluti bæjarráðs kröfu um að umráðamaður bátsins geri nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að ekki stafi hætta af bátnum.

Í því felst að báturinn verði vátryggður, honum lokað til að lágmarka hættu af umgengni óviðkomandi og komið verði fyrir dælubúnaði í bátnum.

 

Umráðamanni er gefinn 4 vikna frestur til að verða við ábendingunum.

 

  1. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands, dags. 28. janúar, 2010. Vigtarmál.

Tölvupósturinn er lagður fram.

 

  1. Ráðgjafasamningur og kostnaðaráætlun við hönnun fráveituframkvæmda.

Ráðgjafasamningur við VSÓ ráðgjöf, ásamt kostnaðaráætlun við hönnun lögð fram.

 

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

  1. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. janúar, 2010. Styrkir til hjálparstarfs á Haítí.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að Sveitarfélagið Vogar styrki Rauða krossinn og Landsbjörgu um hundrað þúsund krónur hvort félag til hjálparstarfs á Haiti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.50.

Getum við bætt efni síðunnar?