Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

85. fundur 07. janúar 2009 kl. 06:30 - 09:05 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

85. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 7. janúar, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerðir 604. og 605. funda stjórnar SSS .

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerðir 387. og 388. funda stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 67. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 770. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá Erlingi Jónssyni dags. 29. desember 2009 framtíð Lundar.

Bréfið er lagt fram. Erindið hefur fengið afgreiðslu hjá SSS eins og önnur sameiginleg verkefni og því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

 

  1. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 29. desember 2009. Niðurstöður síðari hagræðingarkönnunar svf. vegna skóla- og fræðslumála.

Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar og skólastjórnenda.

 

  1. Bréf frá Samkeppniseftirlitinu dags. 16. desember 2009. Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009.

Álitið er lagt fram og vísað til umhverfis-og skipulagsnefndar.

 

  1. Bréf frá Samkeppniseftirlitinu dags. 23. desember 2009. Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir. Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009.

Álitið er lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að meta hvort álitið hafi áhrif á innkaupareglur Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Bréf frá HS Orku hf dags. 17. desember 2009. Tilkynning um ráðstöfun á landi og jarðhitaréttindum HS Orku hf.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá Almannavörnum Suðurnesja dags. 11. desember, varðandi sameiningu við Almannavarnir á Keflavíkurflugvelli.

Bréfið er lagt fram.

Meirihluti bæjarráðs fagnar sameiningunni og hvetur Grindvíkinga til þátttöku í sameiginlegri almannavarnarnefnd.

 

  1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 17. desember. Staðfesting á breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga, ásamt viðauka um embættisfærslur skipulags- og byggingafulltrúa.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð vísar samþykktinni til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

Bæjarstjóra falið að birta samþykktina á vef sveitarfélagsins.

 

  1. Bréf frá Reykjanesbæ dags 29. desember 2009. Varðar aukið samstarf innan HS veitna hf.

Bréfið er lagt fram og bæjarstjóra falið að ræða málið við aðra eignaraðila að HS Veitum hf.

 

  1. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fráveitugjald.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

  1. Áfangaskýrsla Tekjustofnanefndar dags. 21. desember 2009.

Skýrslan er lögð fram.

 

  1. Almenningssamgöngur.

Bæjarstjóri skýrði stöðu mála.

 

  1. Ársskýrsla Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga 2008.

Ársskýrslan lögð fram.

 

  1. Ávöxtun og ráðstöfun Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri skýrði stöðu mála.

 

  1. Vinabæjarsamstarf við Fjaler Kommune í Noregi.

Rætt um stöðu mála.

 

  1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga. Erindisbréf og verkáætlun.

Bæjarstjóri leggur fram drög að erindisbréfi og verkáætlun.

 

  1. Aldur sveitarfélagsins.

Umræða um aldur sveitarfélagsins. Ákveðnar vísbendingar eru um að sveitarfélagið sé 120 ára í þeirri mynd sem það er núna, en elstu skráðu heimildir um Vatnsleysustrandarhrepp ná aftur til 1270.

Bæjarráð vísar því til frístunda- og menningarnefndar vinna tillögur að viðburðum til að minnast afmælis sveitarfélagsins.

 

  1. Vogahöfn.

Rætt um málefni hafnarinnar.

 

  1. Matsgerð. TSH verktakar ehf. gegn Sveitarfélaginu Vogar. Framhald frá 83. fundi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera upp við verktakann í samræmi við fyrir liggjandi gögn, með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.05.

Getum við bætt efni síðunnar?