Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
81. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 5. nóvember 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.
Mættir eru: Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri er ritar fundargerð í tölvu.
Fundargerð 10. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Bæjarráð leggur til að frístunda- og menningarnefnd hefji endurskoðun á samþykktum um Afreksmannasjóð Sveitarfélagsins Voga.
Fundargerð 602. fundar SSS.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 31. aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 385. og 386. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Jafnframt er lagt fram bréf frá umhverfisstjóra Kölku þar sem hann gerir grein fyrir því að honum hafi verið falið, ásamt stjórnarformanni að leita tilboða hjá ráðgjafafyrirtækjum í verðmats og söluauglýsingar vegna fyrirhugaðs söluferlis Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Jafnframt óskar stjórn SS eftir afstöðu eigenda fyrirtækisins til þess hvort gera ætti 10 ára þjónustusamning sem fylgja myndi sölunni.
Bæjarráð leggur til að þjónustusamningur verði ekki hluti af söluferlinu.
Fundargerð 297. fundar skólanefndar FS.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 64. fundar þjónustuhóps aldraðra.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 203. fundar BS.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 12. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.
Fundargerðin er lögð fram.
Komið er að verklokum. Bæjarráð vill þakka Nesprýði og TSÁ fyrir gott samstarf.
Bréf frá SSS dags. 27. október, 2009. Ályktanir frá aðalfundi SSS.
Ályktanirnr eru lagðar fram.
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 26. október, 2009. Áætlun um úthlutun aukaframlaga 2009.
Áætlunin er lögð fram.
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 26. október, 2009. Áætlað tekjujöfnunarframlag 2009.
Áætlunin er lögð fram.
Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 22. október, 2009 og Sandgerðisbæ dags. 14. október, 2009. Varðar Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Bæjarráð vísar til bókunar frá 80. fundi þar sem tekið er undir sjónarmið Reykjanesbæjar og Sandgerðisbæjar.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23. október, 2009. Sameiginleg hvatning Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknaniðurstaðna í skólastarfi.
Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.
Boð á málþing Landgræðslu ríkisins. Óþefur eða auðlind.
Bréfið er lagt fram.
Fulltrúar verða tilnefndir þegar dagskrá liggur fyrir.
Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar fara á fundinn.
Bréf frá Rannsóknum og greiningu ódags. Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk í 5.-10. bekk. http://www2.ru.is/?PageID=8096
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og frístunda- og menningarnefndar til upplýsingar.
Bréf frá EBÍ dags. 12. október, 2009. Ágóðahlutagreiðsla 2009.
Bréfið er lagt fram.
Bréf frá Pétri Hlöðverssyni dags. 1. október, 2009. Ferill vegna umsóknar um byggingarleyfi á landsspildu 211259 í landi Stóra-Knarrarness.
Bæjarráð leggur til tillagan verði auglýst með þeirri legu heimreiðar sem umsækjandi leggur til.
Að öðru leyti vísast til afgreiðslu bæjarstjórnar frá 30. apríl 2009.
Deiliskipulagstillagan skalt taka mið af aðalskipulagstillögu þeirri sem er í staðfestingarferli hjá umhverfisráðherra.
Tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 22. október, 2009. Beðið um umsögn um tillögu til þingsályktunar um afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu, 11. mál.
Bæjarráð telur málið komið í eðlilegan farveg og væntir niðurstöðu sem fyrst.
Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélags, dags. 22. október, 2009. Úrskurðir mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna vettvangsferða og skólagöngu fósturbarna.
Úrskurðirnir eru lagðar fram og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.
Reglur um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu.
Farið yfir reglur annarra sveitarfélaga um stuðning við frumkvöðla og aðra atvinnuuppbyggingu.
Bæjarráð leggur til að á næsta bæjarstjórnarfundi verði samþykkt að hefja vinnu við atvinnustefnu Sveitarfélagsins Voga.
Greinargerð hollvina HSS dags. 15. október, 2009.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ítrekar fyrri bókanir undanfarinna ára og skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustu og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.
Í Sveitarfélaginu Vogum búa rúmlega 1.200 manns, en hér er enginn starfandi heilsugæsla. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að heilbrigðisráðherra gæti jafnræðis í heilbrigðisþjónustu í landinu og heilsugæslan í Vogum verði opnuð aftur.
Dagur íslenskrar tungu.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bæjarráð hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að gera deginum góð skil.
Greinargerð um stöðu kynja í sveitarstjórnum. http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/sveitastjornarmal/frettir/nr/2722
Bæjarráð furðar sig á því að samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra hafi ekki gætt að jöfnum hlut karla og kvenna í starfshópi sínum um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að stjórnmálahreyfingar gæti að jöfnum hlut kynja á listum. Í sveitarstjórnarkosningum 2006 huguðu bæði framboðin í Sveitarfélaginu Vogum að jafnræði kynja. Í bæjarstjórn sitja fjórir karlar og þrjár konur.
Skýrsla KPMG um eignar og rekstrarform Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.
Bæjarráð fagnar skýrslunni sem nauðsynlegu innleggi í umræðu um framtíðarstefnu félagsins og leggur áherslu á að þeirri vinnu verði hraðað með það að markmiði að leiga lækki og hagsmunir sveitarfélaga í félaginu verði betur tryggðir.
Vinabæjarsamstarf við Fjaler kommune í Noregi.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Stefnt er að því samstarfið byggist á samskiptum barna og ungmenna í fræðslu-, íþrótta- og menningarmálum.
Bæjarráð óskar eftir tillögum og hugmyndum að verkefnum frá fræðslunefnd og frístunda-og menningarnefnd.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við bæjarstjórn Fjaler Kommune og felur bæjarstjóra framhald málsins.
Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga. Staða.
Yfirlit yfir stöðu sjóðsins lögð fram.
Vogahöfn.
Umræður um málefni hafnarinnar.
Bæjarstjóra falið að ræða við eiganda báts sem staðsettur er við hafnarbakkann.
Bréf frá Snorrasjóð dags. 16. október, 2009. Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2010.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bréf frá félaginu Vogahestum dags. 29. október, 2009. Umsókn um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar.
Tölvupóstur frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar dags. 2. nóvember, 2009. Umsókn um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar.
Skipan í nefnd til að undirbúa umsókn um Unglingalandsmót UMFÍ í Vogum 2012.
Bæjarráð tilnefnir Berg Álfþórsson og Ingu Sigrúnu Atladóttur.
UMFÞ tilnefnir Ríkharð Bragason og Kristinn Sigurþórsson.
Ólafur Þór Ólafsson, frístunda- og menningarfulltrúi verður nefndinni til aðstoðar.
Björgunarsveitin Skyggnir.
Rætt um samstarfssamning við Björgunarsveitina Skyggni.
Bæjarráð harmar að sveitin telji sig ekki geta gengið að samningi sem felur í sér verulega hækkun framlaga til sveitarinnar.
Rekstur fasteigna Sveitarfélagsins Voga, heimild til að fela KPMG úttekt á rekstri fasteigna sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að útfæra tillöguna með ráðgjöfunum.
Bréf frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, dags. 7. október, 2009. Svar við beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags. Gögn með fundarboði 80. fundar.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
Akstur með farþega að vegmótunum við Reykjanesbraut.
Bæjarráð þakkar Grindvíkingum fyrir erindið, en getur ekki tekið þátt í verkefninu eins og sakir standa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.20.