Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 12. september 2006 kl. 18:00 - 19:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

8. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 12. september 2006

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

  1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefnd dags. 5. september 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

 

  1. Fundargerð SSS dags. 29. ágúst 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð DS dags. 21. ágúst 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 22. ágúst 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 24. ágúst 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Með vísan til b- liðar 2. máls fundargerðinnar leggur bæjarráð Sveitarfélagsins Voga til við bæjarstjórn að jákvætt verði tekið í hugmyndir um byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Endanleg ákvörðun verður tekin þegar framkvæmda- og kostnaðaráætlun liggur fyrir.

 

  1. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 5. september 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá íþrótta- og tómstundanefnd dags. 31. ágúst 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar ásamt svari bæjarstjóra dags. 7. september 2006.

 

  1. Bréf frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð dags. 24. ágúst 2006.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins í samráði við Alþjóðlega kvikmyndahátið, Hitaveitu Suðurnesja og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.

 

  1. Bréf frá Strympu ehf. 4. september 2006.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Strympu ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Víkingnum Iðndal 10, 190 Vogar. Leyfið gildir frá 12. september 2006 til og með 11. september 2007 og heimilar veitingar léttra og sterkra vína.

 

Leyfið er bundið við nafn veitingamanns og það húsnæði sem leyfishafi nú hefur og umsagnaraðilar hafa skoðað. Leyfið er bundið því skilyrði að veitingaleyfi sé fyrir hendi. Börnum og ungmennum innan 18 ára aldurs er óheimil dvöl á staðnum eftir kl 20:00 nema í fylgd með forsjáraðila. Ef vínveitingar fara fram eftir kl. 23:30 ber að hafa sérstaka dyravörslu á veitingahúsinu. Áfengisveitingatími er frá kl. 12:00 á hádegi til kl 23:30 alla daga en til kl. 04:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags og almenns frídags. Fyrir helgidag stórhátíða þjóðkirkjunnar, aðfangadag jóla og föstudaginn langa er einungis heimilt að veita borðvín með mat á reglulegum matmálstímum frá kl. 12:00-13:30 og 19:00-21:00.

 

  1. Bréf frá stjórn UMFÞ dags. 6. september 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar ásamt ráðningarsamningi og starfslýsingu við nýjan framkvæmdastjóra.

 

Bæjarráð staðfestir móttöku á umbeðnum upplýsingum í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 25. júlí 2006.

 

Bæjarráð fagnar ráðningu framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins Þróttar og óskar henni velfarnaðar í starfi.

 

  1. Tillaga frá tómstundafulltrúa um að hafa heilsuviku meðal starfsmanna sveitarfélagsins.

Bæjarráð fagnar hugmyndinni og vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

  1. Umræða um skipulagsmál.

Bæjarstjóri kynnti stöðuna í skipulagsmálum, m.a. varðandi miðbæjarkjarna, vatnsveitu, Grænaborgarhverfi og fráveitumál.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?