Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

78. fundur 17. september 2009 kl. 06:30 - 09:25 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

78. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 17. september, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 41. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 600. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 9. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Ársreikningur og ársskýrsla Bláa Lónsins.

Gögnin eru lögð fram.

 

  1. Deildarstjórar óska eftir að vinna við starfsmannastefnu verði hafin að nýju.

Bæjarráð samþykkir að endurvekja vinnu við starfsmannastefnu og vísar til þeirrar vinnu sem fram fór í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið ParX í upphafi árs 2008.

 

Bæjarráð leggur til að í vinnuhóp um starfsmannastefnu verði fulltrúar starfsmanna úr hverri deild, fulltrúar E- og H-lista auk bæjarritara og bæjarstjóra.

 

  1. Bréf frá sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju dags. 3. september, 2009. Styrkir til kirkjustarfs.

Inga Sigrún víkur af fundi.

 

Bréfið er lagt fram.

 

Inga Sigrún mætir á fund.

 

  1. Umhverfisþing 2009. Boð á VI. Umhverfisþing 9.-10. október.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Fundarboð, ódagsett. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

  1. Fundarboð, dags. 8. september, 2009. Aðalfundur SSS.

Fundarboðið er lagt fram.

 

  1. Tölvupóstur dags. 14. september, 2009. Ráðstefna um úrgangsmál 21. október.

Bæjarráð leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins í Kölku fari á ráðstefnuna.

 

  1. Bréf frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, dags. 1. september, 2009. Kynning á starfsemi.

Bréfið er lagt fram. Vísað til fræðslunefndar til upplýsinga.

 

  1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga – á vef SÍS dags. 1. og 2. okt.

Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sitji ráðstefnuna, auk embættismanna sem stýra fjárhagsáætlanavinnu.

 

  1. Fundur með fjárlaganefnd 28. sept. kl. 14.00 .

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar sæki fundinn.

 

Bæjarráð leggur meðal annars áherslu á eftirfarandi mál á fundi með fjárlaganefnd.

Málefni HSS, menningarráð á sömu forsendum og önnur svæði.

Stuðningur við atvinnuþróun og byggðamál á sömu forsendum og á öðrum svæðum. Landhelgisgæsluna á Suðurnes.

 

Vatnsleysustrandarvegur verði byggður upp og endurnýjaður. Við þá framkvæmd verði tengd gerð hjólastígs og reiðvegar.

 

Bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað.

 

  1. Dreifibréf frá Vinnueftirlitinu dags. 6. júlí, 2009. Áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna.

Bréfið er lagt fram og bæjarritara falið að kynna fyrir forstöðumönnum stofnanna.

 

  1. Staða fjárfestinga ársins 2009.

Farið yfir stöðu fjárfestinga.

 

Bæjarráð leggur til að 20 milljónir verði færðar af fjárfestingalið í sérstakar jöfnunargreiðslur vegna húsaleigu sem verður skipt hlutfallslega milli deilda.

 

  1. Samstarfssamningur við Björgunarsveitina Skyggni.

Kristinn Björgvinsson formaður og Jón Mar Guðmundsson gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Skyggnis mættu á fundinn klukkan 07.00.

 

Kristinn og Jón Mar viku af fundi kl. 08.00.

 

  1. Tölvupóstur frá Ingu Sigrúnu Atladóttur, dags. 14. september, 2009. Fyrirspurn um hagsmunatengsl.

Landsnet hefur ekki greitt sveitarfélaginu vegna skipulagsvinnu. Hinsvegar er ákvæði í samkomulaginu við Landsnet um skaðleysi sveitarfélagsins af framkvæmdum og vinnu við verkefnið. Það er því gert ráð fyrir því að Landsnet greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna þess. Verið er að skoða hvort og þá hvaða áhrif úrskurður samgönguráðuneytisins hafi á þetta ákvæði.

 

Bókhald bæjarins var skoðað aftur í tímann til 1998 m.t.t. hagsmunatengsla og fundust engar greiðslur eða aðrar færslur sem flokkast sem hagsmunatengsl.

 

  1. Bréf frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla, dags. 4. september, 2009. Sérstakir nemendur.

Bæjarritara falið að leita frekari upplýsinga.

Afgreiðslu frestað.

 

  1. Bréf frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla, dags. 4. september, 2009. Leiga húsa og búnaðar við Stóru-Vogaskóla.

Bæjarráð vísar til samþykktar í 15. lið fundargerðar.

 

  1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga. Skipun vinnuhóps.

Verkefnisstjórn um atvinnustefnu Sveitarfélagsins Voga. Í verkefnisstjórn verða

bæjarstjóri, bæjarritari (verkefnisstjóri) og fulltrúar E og H lista.

 

Leitað verður víðtæks samráðs.

 

  1. Miðgarður – Auður Capital.

Bæjarráð leggur til við stjórn Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga að sjóðurinn fjárfesti í verkefni Miðgarðs.

 

  1. Bréf frá Þorgerði Magnúsdóttur dags. 8. september, 2009. Umsókn um styrk úr afreksmannasjóði.

Bæjarráð vísar erindinu til frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dags. september, 2009. Umsókn um styrk vegna eldvarnaátaksins 2009.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Geocamp Iceland. Bréf dags. 14. september. Beiðni um samstarf.

Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við Geocamp Iceland um uppbyggingu raungreinabúða í Sveitarfélaginu Vogum.

 

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

  1. Forkaupsréttur á hlutum í HS orku hf. Málið var áður á dagskrá 20. ágúst 2009.

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutunum.

 

  1. Forkaupsréttur á hlutum í HS veitum hf. Málið var áður á dagskrá 20. ágúst 2009.

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutunum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.25

 

Getum við bætt efni síðunnar?