Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
76. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 20. ágúst, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.
Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.
Fundargerð 9. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundinum var frestað og því liggur fundargerð ekki fyrir.
Fundargerð 40. fundar fræðslunefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Fyrsta lið fundargerðar vísað til vinnuhóps um tillögur að fjárhagsáætlun.
Fundargerðir 11. og 12. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundargerðirnar eru lagðar fram
Fundargerð 17. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram
Fundargerð 7. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.
Fundargerðin er lögð fram.
Bæjarráð samþykkir viðbótarverk að upphæð kr. 3.451.400.- enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Tölvupóstur frá Guðrúnu Steingrímsdóttur dags. 11. ágúst, 2009. Jafnréttisþing á Ísafirði.
Tölvupósturinn er lagður fram til kynningar.
Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 11. ágúst, 2009. Tillaga að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarráð bókar að landamörk sveitarfélagsins eru í samræmi við landabréfabækur landeigenda á Vatnsleysuströnd og bendir jafnframt á að frestur til að gera athugasemdir rann út 3. júlí, 2009.
Bréf frá Nefndasviði Alþingis dags. 4. ágúst, 2009. Frumvarp til laga á breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar, beðið um umsögn.
Bréfið er lagt fram.
Aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 26. ágúst 2009.
Bæjarráð tilnefnir Ingu Rut Hlöðversdóttur og Berg Álfþórsson í stjórn og varastjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Samgöngukort og áætlun. Reykjanes Express.
Bæjarráð samþykkir samgöngukortið fyrir sitt leyti og vísar því til stjórnar SSS til afgreiðslu.
Drög að samstarfssamningum við félög.
Drögin eru lögð fram til kynningar og vísað til frístunda- og menningarnefndar til afgreiðslu og samþykktar bæjarstjórnar.
Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga.
Til kynningar.
Ósk um framlengingu á tímabundinni ráðningu félagsráðgjafa.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tímabundna ráðingu hálfrar stöðu félagsráðgjafa um eitt ár.
Bréf frá HS Veitum hf dags. 7. ágúst, 2009. Forkaupsréttur að fölum hlutum í HS Veitum hf.
Bréfið rætt, afgreiðslu frestað.
Bréf frá HS Orku hf dags. 7. ágúst, 2009. Forkaupsréttur að fölum hlutum í HS Orku hf.
Bréfið rætt, afgreiðslu frestað.
Fjárhagsáætlun 2010.
Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir undirbúningi að gerð fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.00