Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

72. fundur 04. júní 2009 kl. 06:30 - 09:05 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

72. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 4. júní, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals, bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 15. lið Vatnsveita, vísbendingar um leka í kerfi og undir 16. lið Landamerki í Brunnastaðahverfi. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 38. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir að gera drög að nýrri hönnun leikskólalóðar ásamt kostnaðaráætlun. Þeirri vinnu skal lokið fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um heimild til að ráða tímabundið í starf í leikskóla vegna fæðingarorlofs, að því gefnu að fjárheimildir leikskóla leyfi.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um heimild til að auka tímabundið í starfshlutfall starfsmanns í Stóru-Vogaskóla úr 50% í 80% og að hann flytjist frá félagsstarfi yfir til grunnskóla, að því gefnu að fjárheimildir grunnskóla leyfi.

 

  1. Fundargerð 14. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 382. fundar stjórnar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Umræður um Svæðisáætlun eru undir lið 9.

 

  1. Fundargerð 1. verkfundar. Framkvæmdir við Vogatjörn og Aragerði.

Fundargerðin er lögð fram. Fundargerð.

 

  1. Tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2009.

Bréfið er lagt fram og vísað til skólastjóra til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Eiríki Tómassyni dags. 12. maí 2009. Varðandi sjávarútvegsmál.

Umræða um sjávarútvegsmál.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur ekki tímabært að taka afstöðu til svokallaðrar fyrningarleiðar. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um framkvæmd og afleiðingar hugmyndarinnar.

 

  1. Spurningar Ingu Sigrúnar Atladóttur til bæjarstjóra dags. 30. maí 2009.

Spurningarnar ásamt svörum bæjarstjóra eru lagðar fram.

 

  1. Ráðningarsamningur við bæjarritara.

Tímabundinn ráðningarsamningur bæjarritara rennur út í ágúst næstkomandi og ætti að öðru jöfnu að verða ótímabundinn frá þeim tíma. Að beiðni bæjarritara er hann framlengdur tímabundið til 1. ágúst 2010.

 

  1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi. Áður á dagskrá 22. janúar 2009. Sjá gögn á www.samlausn.is

 

Bréf frá Kölku dags. 30. maí varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 lagt fram.

 

Bæjarráð samþykkir áætlunina.

 

  1. Málefni Vogahafnar.

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála við Vogahöfn, m.a. fyrirhugað viðhald.

 

Við Vogahöfn eru 30 legupláss fyrir smábáta. Í dag eru átta legupláss laus. Ákveðið að auglýsa laus pláss.

 

Rætt um strandveiðar og hafnaraðstöðu.

 

  1. Bakkavegur. Geir Oddgeirsson frá Litlabæ kemur til fundar

Geir Oddgeirsson kemur til fundarins kl. 7.30.

Farið yfir gögn Geirs varðandi landamerki við Kálfatjörn.

Geir vék af fundi kl. 07.55.

Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina.

 

  1. Tillögur frá 3. bekk í Stóru-Vogaskóla eftir fund með bæjarstjóra.

Tillögurnar eru lagðar fram og vísað til ungmennaráðs til upplýsingar.

 

Bæjarráð þakkar fyrir tillögurnar.

 

  1. Þróun atvinnuleysis á Suðurnesjum des 2008 til maí 2009.

Yfirlit frá Atvinnuráðgjöf SSS lagt fram.

 

  1. Aragerði, Vogatjörn ofl. Yfirborðsfrágangur. Undirritaður verksamningur.

Undirritaður verksamningur við Nesprýði ehf. lagður fram.

 

  1. Vatnsveita, vísbendingar um leka í kerfi.

Kynnt að vísbendingar eru um leka í kerfi.

 

  1. Landamerki í Brunnastaðahverfi.

Eigendur Smáratúns hafa lagt fram beiðni um að sveitarfélagið staðfesti sem landeigandi að Suðurkoti í Brunnastaðahverfi að landamerki milli Suðurkots, Smáratúns og Skólatúns séu rétt.

 

Bæjarstjóra falið að skrifa undir staðfestingu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.05

 

Getum við bætt efni síðunnar?