Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
71. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 21. maí, 2009 kl. 9:00 að Iðndal 2.
Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri er ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða til að taka fyrir tvö mál.
Beiðni GVS um stuðning við unglinganámskeið í sumar.
Beiðni JS verktaka um breytingu á byggingarreit lóðarinnar Heiðarholt 3.
Samþykkt að taka á dagskrá undir liðum 21 og 22.
Fundargerð 6. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Bæjarráð styður áform Smábátafélagsins og Björgunasveitarinnar Skyggnis um að halda sjómannadaginn hátíðlegan.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að hækka lágmarksaldur í ljósabekk í íþróttamiðstöðinni og felur nefndinni að vinna reglur um notkun hans.
Fundargerð 8. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 13. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 201. og 202. fundar stjórnar BS.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Bréf frá Reykjanesbæ dag. 7. maí 2009. Bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar vegna málefna Kölku.
Bréfið er lagt fram.
Í ljósi tillagna bæjarráðs Reykjanesbæjar felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna möguleika Sveitarfélagsins Voga á að draga sig út úr félaginu og leita eftir samstarfi við aðra aðila.
Bréf frá ÍSÍ dags. 29. apríl 2009. Samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ.
Samþykktirnar eru lagðar fram og vísað til frístunda- og menningarnefndar til upplýsingar.
Bréf frá Reykjavíkurborg. Reykjavík í mótun.
Bréfið er lagt fram.
Bréf frá Vogahestum dags. 27. apríl 2009.
Bréfið er lagt fram ásamt minnisblaði bæjarstjóra.Bæjarráð fagnar stofnun félagsins og felur frístunda- og menningarfulltrúa að huga að gerð samstarfssamnings milli Sveitarfélagsins Voga og Vogahesta.
Bréf frá Geir Oddgeirssyni dags 15.apríl 2009. Varðandi Bakkaveg.
Bréfið er lagt fram ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2009- 2010.
Lagt fram.
Minnisblað um aðgerðir til að efla fuglalíf við Vogatjörn.
Minnisblaðið er lagt fram.
Úttektarskýrslur frá Sjóvá Forvarnarhúsi. Íþróttamiðstöð, Stóru- Vogaskóli og Heilsuleikskólinn Suðurvellir.
Skýrslurnar eru lagðar fram. Forstöðumenn stofnanna hafa farið yfir þær með umsjónarmönnum eigna.
Bæjarráð felur forstöðumönnum stofnanna að skila inn greinargerð á fyrsta fundi bæjarráðs í september þar sem farið er yfir þær aðgerðir sem gripið var til í samræmi við úttektirnar.
Mat á veitum Sveitarfélagins Voga. Minnisblað frá fundi bæjarstjóra og ráðgjafa KPMG.
Minnisblaðið er lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram vinnunni, en skoða jafnframt skipulag og rekstur annarra eigna í umsjón og/eða eigu sveitarfélagsins.
Skipulag Vinnuskóla sumarið 2009. Minnisblað frá frístunda- og menningarfulltrúa.
Minnisblaðið er lagt fram.
Skipulagsdagur Sveitarfélagsins Voga 21. maí. Kynning á tillögu að nýju aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Bæjarstjóri fer yfir skipulag fundarins.
Húsfélagið Iðndal 2. Uppgreiðsla láns.
Bæjarráð samþykkir að greiða upp hlutdeild sína í láni Húsfélagsins Iðndal 2.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að veita einnar milljónar króna aukaframlagi til eignasjóðs.
Bréf frá Icefitness ehf. Ósk um stuðning vegna Skólahreysti 2009.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bréf frá Erlingi Jónssyni. Ósk um stuðning við starfsemi Lundar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Íslistasafn. Framhald frá 66. fundi.
Umræður um verkefnið og næstu skref.
Aragerði, Vogatjörn ofl. Yfirborðsfrágangur. Verksamningur.
Fimm tilboð bárust í verkið.
Lægsta tilboð er frá Nesprýði ehf, um 77% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Beiðni GVS um stuðning við unglinganámskeið í sumar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 5.000 kr. á hvern iðkanda, en að hámarki 50.000 kr. á hvort námskeið.
Beiðni JS verktaka um breytingu á byggingarreit lóðarinnar Heiðarholt 3.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, með vísan til Samþykktar fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu og byggingarleyfisgjald í Sveitarfélaginu Vogum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30.