Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

69. fundur 16. apríl 2009 kl. 06:30 - 08:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

69. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 16. apríl 2009 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 22. lið samstarfssamning við Intrum um innheimtuþjónustu. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 5. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 598. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 199. og 200. fundar stjórnar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerðir 62. og 63. fundar Þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Framlagning kjörskrár fyrir Alþingiskosningar 25. apríl 2009.

Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl 2009 er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir kjörskrána eins og hún er lögð fram af Þjóðskrá.

 

  1. Samstarf við Vinnumálastofnun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum um námskeið fyrir atvinnuleitendur.

Bæjarstjóri kynnir hugmynd að samstarfi við Vinnumálastofnun og MSS.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja samstarfið og auglýsa námskeiðin.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. apríl. Hagræðingaraðgerðir í skóla- og fræðslumálum.

Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Reykjaprent ehf dags. 25. mars. Varðar lóðina Aragerði 4.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi deiliskipulag fyrir Heiðardal, Miðdal, Lyngdal og Leirdal.

Úrskurðurinn er lagður fram og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 3. apríl. Varðandi lögreglusamþykktir.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá Lögmönnum Borgartúni 33 dags. 8. apríl. Varðandi búsetu að Hvassahrauni 22.

Lagt fram bréf Einars Gauts Steingrímssonar, hrl. ásamt fylgiskjali f.h. eigenda Hvassahrauns 22, dags. 8. apríl 2009, þar sem krafist er endurupptöku á ákvörðun bæjarráðs, frá 19. mars sl., um að hafna innlausn á fasteigninni að Hvassahrauni 22.

 

Bæjarráð telur að yfirlýsingin frá 8. júní 1999 leiði ekki til þess að taka þurfi upp ákvörðun sveitarstjórnar frá 19. mars sl. um að hafna innlausn á fasteigninni. Sveitarstjórn hefur aldrei samþykkt húsnæðið sem íbúðarhúsnæði eins og yfirlýsingin staðfestir enda hefði hún verið óþörf ef aðilar hefðu litið svo á.

 

Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag sem samþykkt hafa verið af svæðinu breyttu ekki stöðu hússins, þar sem það er samþykkt sem sumarhús, og leiða þ.a.l. ekki til innlausnarskyldu skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Yfirlýsingin frá 8. júní 1999 staðfestir eingöngu þann vilja sveitarfélagsins að gera ekki athugasemdir við búsetu í húsnæðinu. Það er hins vegar ekki í valdi sveitarfélagsins að heimila skráningu lögheimilis að fasteigninni heldur er það verkefni Þjóðskrár. Þá ber sveitarstjórnin ekki ábyrgð á þeim lagabreytingum, sem gerðar voru á lögum um lögheimili o.fl. lögum árin 2006 og 2007 og leiða til þess að ekki er hægt að skrá lögheimili á fasteigninni.

 

Kröfu um innlausn eða skaðabætur vegna þeirra lagabreytinga verður að beina að öðrum en sveitarfélaginu.

 

  1. Minnisblað frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi með menntamálaráðherra.

Minnisblaðið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar.

 

  1. Minnisblað frá framkvæmastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi með Vegagerðinni um vegaskrá.

Minnisblaðið er lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

  1. Bréf frá stjórn SSS dags. 30. mars. Ósk um tilnefningu í nefnd um endurbyggingu og stækkun Garðvangs.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í nefndina.

 

  1. Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Vogabraut. Staða mála.

Bæjarstjóri sagði frá fundi hans og byggingafulltrúa með fulltrúum Vegagerðarinnar 3. apríl sl. Vegagerðin stefnir að því að hefja viðhaldsframkvæmdir í lok maí eða byrjun júní.

 

  1. Kynning á starfsemi sveitarfélagsins fyrir nemendum í Háskóla Íslands.

Bæjarráð samþykkir að bjóða nemendum á Menntavísindasviði HÍ í heimsókn til að kynna starfsemi sveitarfélagsins á sama hátt og síðastliðið ár.

 

  1. Ársskýrsla HS Orku hf og HS veitu hf fyrir árið 2008.

Ársskýrslurnar eru lagðar fram.

 

Bæjarráð vekur athygli á prentvillu í skýrslunni og undirstrikar að eignarhlutur Sveitarfélagsins Voga í hvoru félagi um sig er 0,09964%.

 

  1. Skýrsla um Vímaefnaneyslu íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007.

Skýrslan er lögð fram til upplýsingar og vísað til fræðslunefndar.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Voga árið 2009.

Bæjarstjóri leggur fram minnisblað með samanburði á forsendum fjárhagsáætlunar og stöðunni í apríl.

 

Bæjarráð telur ekki þörf á að gera breytingar á rekstraráætlunum að svo stöddu, en leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði. Bæjarráð leggur áherslu á að forstöðumenn og fagnefndir hafi það að leiðarljósi að draga úr kostnaði hér eftir sem hingað til.

Bæjarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á fjárfestingaáætlun.

 

Heildarfjárhæð til fjárfestinga á árinu er áætluð sú sama og í upphaflegri fjárhagsáætlun.

 

Verkefni ( í þús. kr.)

2009

Endurskoðuð
apríl

Göngu og hjólreiðastígar með
Vogabraut og að Háabjalla

x

x

Miðbær

x

X

Tekjur (Gatnagerðargjöld)

x

 

Umhverfisverkefni (Tjörn, Aragerði, tröppur, gangstéttar og stígar)

x

X

 

 

 

Bæjarskrifstofur

x

 

Kaup á landi

x

X

lagnir og brunnar

x

x

lagnir og brunnar

x

x

Fjárfest alls

290.000 kr.

290.000

 

  1. Ársreikningur 2008. Umræður milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Umræður um ársreikning.

 

  1. Framkvæmdir Húsfélagsins Iðndal 2.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir framkvæmdaáætlun Húsfélagsins Iðndal 2 og áætluðum hlut sveitarfélagsins í kostnaði.

 

Bæjarráð samþykkir að greiða hlut sveitarfélagsins í framkvæmdunum.

 

  1. Samstarfssamningur við Intrum um innheimtuþjónustu.

Bæjarstjóri og bæjarritari gera grein fyrir breytingum á samning við Intrum um innheimtuþjónustu.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:30.

 

Getum við bætt efni síðunnar?