Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

168. fundur 23. apríl 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá mál 1404060, húsnæðismál grunnskólans. 9. mál á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Ungt fólk og lýðræði 2014

1404064

Lögð fram ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
Lögð fram ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

2.Aðild að Samorku

1404032

Samorka býður sveitarfélaginu að gerast aðili að samtökunum.
Lagt fram bréf Samorku dags. 01.04.2014 ásamt fylgigögnum. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið að gerast aðili að Samorku, vegna vatnsveitu og fráveitu sveitarfélagsins. Bæjarráð þakkar samtökunum boðið en ákveður að vísa málinu til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015.

3.Starfsmannahandbók

1306010

Lokadrög starfsmannahandbókar sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar.
Lögð fram lokadrög starfsmannahandbókar sveitarfélagsins, sem m.a. inniheldur starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir starfsmannahandbókina fyrir sitt leyti. Bæjarráð vísar starfsmannastefnunni til umfjöllunar og samþykktar hjá bæjarstjórn.

4.Húsnæðissamvinnufélög - lækkun höfuðstóls verðtryggða húsnæðislána

1403011

Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn vekur athygli sveitarfélagsins á að ekki er gert ráð fyrir skuldaleiðréttingu til þessa búsetuforms í fyrirliggjandi skuldaleiðréttingarfrumvarpi. Búmenn óska eftir að sveitarfélagið styðji málið m.a. með því að vekja athygli þingmanna á mikilvægi þess.
Lagðir fram minnispunktar Búmanna eftir fund þeirra með bæjarstjóra, ásamt afriti af bréfi samtakanna til Velferðarráðuneytisins vegna leiðréttingar á forsendubrestri verðtryggðra húsnæðislána. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur Alþingi að taka tillit til sjónarmiða Búmanna og beita sér fyrir því að skuldaleiðréttingaráform stjórnvalda nái einnig til skjólstæðinga húsnæðissamvinnufélaga. Samþykkt samhljóða.

5.Afgreiðsla Landsbankans í Vogum

1209009

Landsbankinn hefur tilkynnt sveitarfélaginu að vikulegum þjónustuheimsóknum bankans verði hætt.
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta þjónustuheimsóknum í sveitarfélaginu, sem hafa verið vikulega eftir að bankinn lokaði afgreiðslu sinni í sveitarfélaginu um haustið 2012. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið. Bæjarráð óskar eftir að teknar verði saman upplýsingar um umfang bankaviðskipta sveitarfélagsins við þá banka sem sveitarfélagið á viðskipti við. Bæjarráð harmar þá ákvörðun Landsbankans að hætta þjónustuheimsóknum í sveitarfélaginu og hvetur bankann til að endurskoða ákvörðun sína, sér í lagi með tilliti til þeirra viðskiptavina bankans sem eiga erfitt um vik að sækja þjónustu bankans með öðrum hætti en í þjónustuheimsóknum.

6.Ársreikningur 2013

1402007

Drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2013. Fyrri umræða fer fram á fundi bæjarstjórnar þ. 29. apríl n.k.
Lögð fram drög að ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Fyrri umræða um ársreikninginn fer fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 29. apríl n.k.

7.Refaveiðar

1404036

Umhverfisstofnun leggur fram drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar
Lögð fram drög Umhverfisstofnunar um áætlun til þriggja ára um refaveiðar.

8.Upplýsingaskilti í Vogum

1404072

Sótt er um fjárveitingu af óráðstöfuðum lið í fjárhagsáætlun til framleiðslu og uppsetningu upplýsingaskilta.
Bæjarstjóri leggur fram minnisblað um málið, dags. 21.04.2014. Í minnisblaðinu er lagt til að ráðstafað verði kr. 520.000 af fjárveitingu til menningarmála til smíði og uppsetningar á fræðsluskiltum. Vinnsla og undirbúningur skiltanna hlaut styrk úr Menningarsjóði Suðurnesja, verkefnið er í umsjón Hilmar Egils Sveinbjörnssonar, kennara og söguáhugamanns. Samþykkt samhljóða.

9.Húsnæðismál skólans 2014-2015

1404060

Málið var til umfjöllunar á fundi Fræðslunefndar þann 22.04.2014. Fyrir liggur að einn árgangur í skólanum verður það fjölmennur á næsta skólaári að nauðsynlegt er að mati skólastjórnenda að tvískipta þeim árgangi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um kostnað við útvegun færanlegrar kennslustofu til uppsetningar við skólann fyrir upphaf næsta skólaárs.

10.495. mál til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd

1404070

Sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um 4 ára samgönguáætlun. Fyrir liggja drög að umsögn sem send voru til SSS, en gert er ráð fyrir að SSS sendi sameiginlega umsögn allra aðildarsveitarfélaganna til Alþingis.
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis dags. 16.04.2014, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguátælun 2013-2016, 485. mál. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 21.04.2014, þar sem fram koma áherslur Sveitarfélagsins Voga sem sendar voru SSS nýverið.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

Lagður fram ársreikningur Hafnarsambandsins 2013
Ársreikningur Hafnarsambandsins 2013 lagður fram.

12.Fundargerðir Heklunnar 2014

1402029

Lögð fram fundargerð 34. fundar stjórnar Heklunnar
Lögð fram fundargerð 34. fundar stjórnar Heklunnar.

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Lögð fram fundargerð 673. fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 673. fundar stjórnar SSS

14.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Lögð fram fundargerð 47. fundar stjórnar Kölku
Lögð fram fundargerð 47. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarsvöðvar Suðurnesja

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?