Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
68. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 2. apríl 2009 kl. 06:30 að Iðndal 2.
Mættir eru, Birgir Örn Ólafsson, Bergur Álfþórsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.
Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 20. lið bréf Lögmanna Borgartúni 33.
Fundargerð 10. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerðir 380. og 381. Fundar stjórnar Kölku.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Bréf frá Þjóðskrá dags. 20. mars 2009. Tilkynning um Alþingiskosningar og meðferð kjörskrár.
Bréfið lagt fram.
Vísað til kjörstjórnar til upplýsingar.
Bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 2. mars. Nefnd um úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.
Bréfið lagt fram.
Bréf frá Ásmundi Friðrikssyni verkefnastjóra dags. 22. mars. Stutt skýrsla um Virkjun.
Bréfið lagt fram.
Kynningarefnið er þegar komið út og getur bæjarráð því ekki orðið við erindinu.
Tölvubréf frá Ísland Panorama varðandi Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Bréfið lagt fram. Bæjarstjóri mun sækja kynninguna.
Hönnun Tjarnarsvæðis, Aragerðis og tröppur í Heiðargerði.
Bæjarstjóri leggur fram nýja kostnaðaráætlun.
Svæðisskipulag Suðurnesja.
Umræður um svæðisskipulagið. Bæjarráð vísar tillögu samstarfsnefndar um svæðiskipulag til Umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.
Heilsuverndaráætlun ESB. Mögulegt samstarfsverkefni.
Bréfið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir samstarfi í heilsuverndaráætlun ESB.
Staða mála varðandi möguleg kaup Sveitarfélagsins Voga á landi HS Orku hf.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara tillögum HS Orku hf.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar um tillögu Landsnets að matsáætlun um lagningu Suðvesturlína.
Bréfið lagt fram.
Vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.
Greinargerð vegna stefnu TSH verktaka.
Greinargerðin er lögð fram. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og svaraði spurningum.
Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2008.
Árskýrslan er lögð fram.
Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í innflytjendamálum.
Lagt fram.
Vísað til Frístundar- og menningarnefndar til upplýsingar.
Byggðaáætlun 2010-2013. Drög í vinnslu.
Lögð fram. Vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda ábendingar og athugasemdir varðandi drögin.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur mikla áherslu á að gerður verði Vaxtarsamningur við Suðurnes eins og önnur svæði á landinu.
Ársreikningur 2008. Umræður milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fór yfir ábendingar sem fram komu í endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að leggja drög að ferlum til að koma til móts við ábendingarnar.
Ráðstöfun orlofsgreiðslna.
Bæjarráð felur bæjarritara málið.
Launamál. Framhald frá 67. fundi.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir ákvörðun bæjarstjóra frá 27.02.2009 um að fella niður óunna yfirvinnu starfsmanna í félagslegri heimaþjónustu.
Fulltrúi minnihlutans situr hjá.
Bréf frá Félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni dags. 17. mars. Ósk um styrk.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bréf frá Lögmönnum, Borgartúni 33varðandi flutning lögheimilis í Hvassahraun.
Málið var áður á dagskrá 67. fundar bæjarráðs.
Fyrir fundinum liggja bréf frá Lögmönnum Borgartúni 33 dags. 3. mars og 31. mars, auk svarbréfs frá Ívari Pálssyni lögmanni sveitarfélagsins dags. 20. mars.
Bæjarráð hafnar kröfu um innlausn fasteignarinnar Hvassahrauni 22, með vísan til þeirra sjónarmiða sem koma fram í umsögn Ívars Pálssonar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að veita málshefjanda 14 daga frest til að tjá sig um umsögnina.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.50