Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

67. fundur 19. mars 2009 kl. 06:30 - 09:10 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

67. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 19. mars 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að afgreiða undir 19. lið breytingu á deiliskipulagi Iðndals og deiliskipulag miðbæjarsvæðir.

 

  1. Fundargerð 4. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð tekur undir tillögu nefndarinnar um að stofnað verði til sérstakra verðlauna til einstaklings fyrir framlag til samfélagsins og felur nefndinni að útfæra hugmyndina.

 

  1. Fundargerð 5. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 9. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 294. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 210. og 211. funda HES.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 597. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 12. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Miðbæjarsvæði í Vogum. Staða mála.

Ágúst Gíslason framkvæmdastjóri Urtusteins mætti á fundinn kl. 06.30. Ágúst víkur af fundi kl. 06.40.

 

  1. Hönnun Tjarnarsvæðis, Aragerðis og tröppur í Heiðargerði.

Sigurður Valtýsson byggingafulltrúi mætti á fundinn kl. 07.00. Sigurður víkur af fundi kl. 07.50.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að uppreikna kostnaðaráætlanir í samræmi við breytingar á hönnun svæðanna.

Bæjarráð tekur jákvætt í að fara í framkvæmdirnar og felur bæjarstjóra að leita samstarfsaðila um framkvæmd þessara verka.

 

  1. Atvinnumál.

Farið yfir fundi með atvinnurekendum og atvinnuleitendum.

 

  1. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.

Forseti bæjarstjórnar segir frá umræðum á aðalfundi EFF og leggur fram ársreikning félagsins.

Bæjarráð felur bæjarritara að senda félaginu bréf vegna skuldar EFF við sveitarfélagið.

 

  1. Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Launamál.

Fyrirspurn fulltrúa minnihlutans lögð fram ásamt svari bæjarstjóra.

Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun:

Á bæjarráðsfundi þann 19.febrúar var samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að ræða við starfsmenn sveitarfélagsins um lækkun á hluta yfirvinnu þeirra um 5-10%. Í bréfi frá bæjarstjóra dagsettu 27. febrúar til starfsmanns í félagslegri heimaþjónustu kemur hins vegar fram að samþykkt hafi verið að yfirvinna hans verði lækkuð um 100%.

Á bæjarráðsfundi 5. mars sl. lagði ég fram fyrirspurn um umrætt atvik og var samstaða um að taka málið til skoðunar. Í svari bæjarstjóra koma fram skýringar sem ekki er í samræmi við samþykkt umrædds fundar bæjarráðs. Í bréfinu kemur fram orðalag sem mér finnst bæjarstjóra alls ekki sæmandi og að mínu mati til þess fallin að vinna gegn nauðsynlegu aðhaldi í stjórnsýslunni.

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar ákvörðun bæjarstjóra.

 

  1. Flutningur lögheimilis í Hvassahraun.

Bréf frá Lögmönnum lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að fela lögfræðingi sveitarfélagsins málið.

 

  1. UMFÍ, óskað eftir umsóknum um undirbúning og framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ 2011.

Lagt fram til kynningar.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar og aðalstjórnar UMFÞ til upplýsingar.

 

  1. Menntamálaráðuneytið, Menningarlandið 2009, ráðstefna á Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí.

Lagt fram til kynningar.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar til upplýsingar.

 

  1. Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar til upplýsingar.

 

  1. Umhverfisstofnun, móttaka á raf- og rafeindatækjaúrgangi.

Lagt fram til kynningar.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Skipulagsstofnun, breytingar á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Vogabraut, við Iðndal og miðbæjarsvæði.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Húsafriðunarnefnd, styrkur til bæja- og húsakönnunar Vogum.

Bæjarráð fagnar því að styrkur fékkst til verkefnisins.

 

Bæjarráð sendir bréfið til frístundar- og menningarnefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar til kynningar.

 

  1. Ársreikningur 2008.

Ársreikningur 2008 lagður fram.

Ársreikningurinn verður tekinn til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 26. mars næstkomandi.

 

  1. Heilsufélag Reykjaness.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Róbert Ragnarsson í stjórn Heilsufélags Reykjaness.

 

  1. Umsókn um stöðuleyfi pylsuvagns á íþróttasvæði.

Bæjarráð samþykkir að veita tímabundna heimild til nýtingar lands á skilgreindu íþróttasvæði með fyrirvara um afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

  1. Iðnaðarnefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík.

Meirihluti bæjarráðs fagnar framkomnu frumvarpi og bindur miklar vonir við að þau atvinnutækifæri sem skapast á Suðurnesjum við uppbyggingu og rekstur álvers í Helguvík hafi jákvæð áhrif á samfélagið á Suðurnesjum.

 

Bæjarráð ítrekar jafnframt þá afstöðu sína að eðlilegt sé að háspennulínur og mannvirki til framleiðslu og flutnings raforku séu metin í fasteignaskrá og greiddur af þeim fasteignaskattur.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.10

 

Getum við bætt efni síðunnar?