Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

65. fundur 19. febrúar 2009 kl. 06:30 - 10:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

65. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 19. febrúar, 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerðir 3. og 4. funda umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir að fela Landslagi að ljúka hönnun tjarnarsvæðis.

 

  1. Fundargerð 293. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 379. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram

 

  1. Fundargerð 596. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Atvinnumál.

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna. Eftirfarandi mál rædd:

 

    1. Heilsufélag Reykjaness. Atvinnuþróunarhugmynd.

    2. Atvinnuþróun í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

    3. Fundur bæjarráðs með atvinnuleitendum í Vogum.

    4. Atvinnuþróunarverkefni í Vogum.

 

  1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga. Fulltrúar í verkefnisstjórn mæta á fundinn.

Áshildur Linnet og Júlía Rós Atladóttir fulltrúar í verkefnisstjórn um skólastefnu koma á fundinn kl. 6.30.

Farið yfir stöðuna í vinnu við skólastefnu sveitarfélagsins.

Áshildur og Júlía Rós víkja af fundi kl. 07.00.

 

  1. Safnahelgi á Suðurnesjum 14. og 15. mars.

Minnisblað frístunda- og menningarfulltrúa lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að leggja til aðstöðu og launa starfsmanna sem að verkefninu koma.

 

  1. Úttekt á skjalamálum sveitarfélagsins. Skýrsla Gagnavörslunnar.

Skýrslan Gagnavörslunnar lögð fram.

Bæjarráð hefur hug á að ráða tímabundið í starf við skjalamál.

 

  1. Bréf frá Bláa hernum móttekið 11. febrúar. Varðandi samstarf í umhverfismálum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  1. Drög að verkferlum á bæjarskrifstofu.

Drög að verkferlum eru lögð fram.

 

  1. Uppgjör og ársreikningur 2008. Verkáætlun.

Bæjarstjóri fer yfir verkáætlun.

Drög að ársreikningi verða rædd í bæjarráði 5. mars.

Stefnt er að afgreiðslu ársreiknings 26. mars.

 

  1. Miðbæjarsvæði.

Bæjarráð leggur til að hafin verði vinna við jarðvegsframkvæmdir við miðbæjarsvæði.

 

  1. Innheimtuferlar.

Bæjarstjóri leggur fram drög að innheimtuferlum til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að ferlarnir verði hluti af verkferlum á bæjarskrifstofu.

 

  1. Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga.

Lögð fram til kynningar.

Breyting frá fyrri umræðu er sú að ávöxtun Framfarasjóðs hefur verið hækkuð upp í 8%. Almennur rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5% per ár.

 

  1. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður 13. mars. Farið yfir kjörbréf. Fulltrúar á landsþingi verða Birgir Örn og Inga Sigrún.

 

  1. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga verður 13. mars. Bæjarstjóri fer með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

  1. Lundur forvarnarfélag. Styrkbeiðni.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar SSS.

 

  1. Tillögur að breytingum á yfirvinnu og akstri starfsmanna. Framhald frá síðasta fundi.

Bæjarstjóri leggur fram minnisblað um breytingu á yfirvinnu og akstri.

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða tillögurnar við þá starfsmenn er þær snerta.

 

  1. Tillögur að breytingum á skólaakstri.

Bæjarráð samþykkir að breytingar á skólaakstri taki gildi við lok skólaárs.

 

  1. Stuðningur við félagasamtök.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hætta fjárstuðningi við Kálfatjarnarkirkju.

 

Bæjarráð samþykkir að stuðningur við félagasamtök verði háður samningi við sveitarfélagið og felur bæjarstjóra og frístunda- og menningarfulltrúa að vinna málið.

 

Ársskýrsla GVS lögð fram.

 

  1. Afturköllun lóðarinnar Heiðarholt 1.

Bæjarráð staðfestir afturköllun lóðarinnar Heiðarholt 1 með vísan til framlagðra skjala og stefnu þingfestri 11. febrúar 2009. Bæjarráð hafnar kröfu um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.15

 

Getum við bætt efni síðunnar?