Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
60. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 4. desember, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.
Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.
Fundargerð 1. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Níundi liður, frestað til næsta fundar að tilnefna fulltrúa í Ungmennaráðið. Ellefti liður, bæjarráð tekur jákvætt í erindi um jólaball og felur frístunda- og menningarfulltrúa að ræða við forsvarsmenn Fjólunnar fyrir næsta fund ráðsins um kostnað og útfærslu.
Fundargerð 376. fundar Kölku.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 60. fundar Þjónustuhóps aldraðra.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð verkefnisstjórnar um skólastefnu.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 11. verkfundar vegna yfirborðsfrágangs.
Fundargerðin er lögð fram.
Bréf frá Gigtarráði dags. 19. nóvember. Áskorun til ráðamanna sveitarfélaga.
Bréfið er lagt fram. Bæjarráð tekur undir fjórða lið bréfsins.
Drög að samkomulagi við SMFR.
Drögin eru lögð fram.
Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið.
Tilboð um forvarnasamstarf við Sjóvá Forvarnahúsið.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarstjóra falið að ganga til samninga.
Bréf frá Landsneti hf. dags 1. desember. Styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Minnispunktar frá samráðsfundi fulltrúa vinnumarkaðarins og sveitarfélaga með fulltrúum ríkisstjórnarinnar.
Lagt fram.
Kennitölur úr rekstri A- hluta janúar til október 2008.
Lagt fram.
Fjárhagsáætlun ársins 2009. Stuðningur við félagasamtök.
Bæjarstjóra falið að senda bréf til félaga og samtaka í sveitarfélaginu með boði um samstarfssamning að undangengnum viðræðum.
Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana verði samþykktar inn í fjárhagsáætlun ársins 2009.
Ferlar við innheimtu gjalda hjá Sveitarfélaginu Vogum.
Frestað til næsta fundar.
Uppskipting HS hf. Boðuð kaup á landi HS hf. í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar fóru yfir hugmynd sem Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ kynnti á hluthafafundi HS hf. þann 1. desember sl. um að sveitarfélög keyptu land af HS hf. og leigi það síðan fyrirtækinu undir starfssemi sína. Þannig yrðu auðlindirnar áfram í eigu almennings. Fram kom á hluthafafundinum að Reykjanesbær hefur nú þegar hafið undirbúning að slíku tilboði.
Bæjarstjóri lagði fram gögn um það land sem um ræðir.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til viðræðna við HS hf. um kaup á landi í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Tillaga um heimild byggingafulltrúa til fullnaðarafgreiðslu mála.
Umræða um tillöguna milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnumál. Svör við fyrirspurnum bæjarráðs.
Svör við fyrirspurnum lögð fram.
Íslistasafn í Vogum. Nýsköpunarhugmynd.
Minnisblað frá Ottó Magnússyni varðandi hugmynd að Íslistasafni í Vogum lagt fram.
Bæjarráð tekur vel í erindið, nánari útfærslu vantar áður en afstaða verður til málsins.
Snorraverkefnið. Ósk um styrk vegna ársins 2008.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.40