167. fundur
09. apríl 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Kristinn Björgvinssonformaður
Oddur Ragnar Þórðarson
Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið
1404028
Samband íslenskra sveitarfélaga kynnir hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið
Lögð fram kynningargögn um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið.
2.Framlög úr jöfnursjóði sveitarfélaga 2014
1404030
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kynnir verklagsreglur vegna úthlutunar úr Jöfnunarsjóði árið 2014
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög úr jöfnunarsjóði árið 2014. Framlögin hafa nú verið endurskoðuð að teknu tilliti til ráðstöfunarfjár sjóðsins. Bæjarstjóra er falið að taka saman upplýsingar um breytingar á framlögum til sveitarfélagsins miðað við samþykkta fjárhagsáætlun ársins.
3.Forvarnarstarf á Suðurnesjum
1403137
Samtökin óska eftir fjárstyrk kr. 60.000 vegna forvarna gagnvart einelti
Lagður fram tölvupóstur Lífssýnar, dags. 26.03.2014. Samtökin óska eftir fjárhagsstyrk vegna forvarnarverkefna gegn einelti, kr. 60.000. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4.Heimkeyrsla að Litlabæ og Bakka Vatnsleysuströnd
1402039
Geir Hilmar Oddgeirsson á Litla Bæ, Vatnsleysuströnd, óskar eftir svari um jarðvegshauga á landi sveitarfélagsins
Lagt fram bréf Geirs Oddgeirssonar dags. 09.02.2014, þar sem hann vekur athygli á jarðvegshaugum sem eru á landi sveitarfélagsins í grennd við veginn heim að Bakka og Litlabæ. Bæjarstjóri upplýsti á fundinum að samkvæmt upplýsingum eiganda jarðvegsefnisins verði unnið úr þeim á komandi sumri og að þeir munu því hafa vera fjarlægðir n.k. haust. Bæjarstóra falið að fylgja málinu eftir.
5.Tillögur og ályktanir Félags eldri borgara á Suðurnesjum
1401011
Félag eldri borgara óskar eftir tilnefningu í öldrunarráð Suðurnesja
Lagt fram bréf Félags eldri borgara á Suðurnesjum, dags. 21.03.2014. Í bréfinu er óskað eftir að sveitarstjórnin tilnefndi 2 fulltrúa í undirbúningsnefnd vegna stofnunar Öldrunarráðs Suðurnesja. Vísað til ákvörðunar bæjarstjórnar.
6.Tillögur um aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030
1403066
Sveitarfélagið Garður kynnir tillögur að nýju aðalskipulagi sínu fyrir árin 2013-2030 og gefur sveitarfélaginu Vogum kost á að veita um það umsögn.
Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Garðs dags. 24.03.2014, kynning á drögum að tillögu um aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030. Sveitarfélaginu Vogum gefst kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar um drögin. Erindinu vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd.
7.335. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1404027
Alþingi óskar umsagnar um þingsályktunartillögu um skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dags. 4. apríl 2014, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að veita umsögn um þingsályktunartillögu um skaðlegar afleiðingar vímuefnaneyslu.
8.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014
1401008
Fundargerðir 231. og 232. funda stjórnar BS
Lagðar fram fundargerði 231. og 232. funda stjórnar BS. Bæjarráð tekur undir bókanir stjórnar og hvetur til þess að ráðist verði í stjórnsýsluúttekt og úttekt á mannauðsmálum hið fyrsta. Varðandi fundargerð 231. fundar lýsir bæjarráð yfir undrun sinni um þá stöðu sem upp er komn í fyrirhuguðum fasteignakaupum BS.
9.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014
1401029
Fundargerð 672. fundar
Lögð fram fundargerð 672. fundar stjórnar SSS
10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014
1401029
Fundargerð vetrarfundar SSS
Lögð fram fundargerð vetrarfundar SSS
11.Aðalfundur HS veitna 2014
1402033
Fundargerð aðalfundar HS veitna
Lögð fram fundargerð aðalfundar HS Veitna, sem fram fór 6. mars 2014.
12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014
1401074
Fundargerð 364. fundar
Lögð fram fundargerð 364. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands