Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

57. fundur 06. nóvember 2008 kl. 06:30 - 08:00 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

57. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 6. nóvember, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða að taka nýtt mál á dagskrá erindi félagsmálastjóra um aukin stöðugildi í félagsþjónustu. Samþykkt að taka það upp undir lið 20.

 

  1. Fundargerð 1. fundar verkefnisstjórnar um skólastefnu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 5. verkfundar vegna Grænuborgarhverfis.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 6.- 8. verkfundar vegna yfirborðsfrágangs.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 3. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð AVS 15. október 2008.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 591. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 757. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 229. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Yfirlit yfir stöðu Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga.

Yfirlitið er lagt fram.

 

  1. Greiðsla fjármagnstekjuskatts af söluhagnaði.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir aðgerðum sveitarfélaganna fimm og SSS til að tryggja að fjármagnstekjuskattur af söluhagnaði HS hf. sem sveitarfélögin eiga að greiða verði vistaður á bankareikning í Spkef.

 

  1. Ályktanir 31. aðalfundar SSS.

Ályktanirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2008.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá KSÍ dags. 24. október 2008.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 27. október 2008. Bjargráðasjóðsgjald.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla HSS fyrir starfsárið 2007.

Ársskýrslan er lögð fram til kynningar. Bæjarráð fagnar því að HSS hefur aftur tekist að manna heilsugæsluna í Vogum.

 

  1. Atvinnumál.

Yfirlit yfir mál sem voru í vinnslu atvinnumálanefndar lagt fram og rætt.

 

Bæjarstjóri leggur fram drög að bréfi til fyrirtækja í bænum, þar sem óskað er upplýsinga um stöðu mála og framtíðarhorfur.

Bæjarráð samþykkir að senda bréfið.

 

  1. Bréf frá Ásgeiri Daníel Sæmundssyni móttekið 15. október 2008.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Mána.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá RP consulting. Lóðinni Heiðarholt 4 skilað inn.

Bæjarráð samþykkir að endurgreiða greidd gatnagerðargjöld með vísan til 11. gr. Samþykktar fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu og byggingarleyfisgjöld í Sveitarfélaginu Vogum.

 

  1. Erindi félagsmálastjóra um aukið stöðugildi í félagsþjónustu.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.00

 

Getum við bætt efni síðunnar?