Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
52. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 11. september, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.
Mættir eru Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Íris Bettý Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu. Gestur fundarins er Eirný Valsdóttir bæjarritari.
Formaður býður Eirnýju velkomna á sinn fyrsta bæjarráðsfund.
Fundargerð 5. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs í Vogum.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerðir 588. og 589. fundar SSS.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Fundargerð 374. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerðir 206. – 208. fundar HES
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Yfirlýsing og bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. ágúst.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur undir yfirlýsinguna og bókunina og þá sérstaklega annan lið yfirlýsingarinnar er varðar fráveituna og og sjötta lið er varðar almenningssamgöngur.
Bréf frá Þórði Skúlasyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. september 2008.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga þakkar Þórði fyrir vel unnin störf á vettvangi sveitarstjórnarmála undanfarin 38 ár.
Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi sveitarfélaganna sem eru ekki síst til komnar vegna vinnu og áherslna Þórðar.
Bréf frá menntamálaráðuneytinu. Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.
Tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.
Tillögurnar eru lagðar fram og vísað til allra fagnefnda til upplýsingar og umsagnar. Umsagnir skulu teknar fyrir á fundi bæjarráðs 9. október næstkomandi.
Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
Sáttmálinn er lagður fram til kynningar og vísað til allra fagnefnda til upplýsingar.
Hafnasambandsþing 2008.
Dagskrá hafnasambandsþings þann 25. september lögð fram.
Ákveðið að hafnarstjóri sæki ekki þingið að þessu sinni.
Miðbæjarsvæði. Staða mála.
Málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar..
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2008.
Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Raforkuflutningskerfi á Reykjanesi.
Drög að viljayfirlýsingu lögð fram til kynningar.
Samkomulag og matsbeiðni vegna Iðndals 4.
Matsbeiðni lögmanns sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.
Bréf frá UMFÞ. Ósk um breytingu á viðauka 1 í samningi félagsins við Sveitarfélagið Voga.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Styrkbeiðni frá fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bæjarráð samþykkir að veita fíkniefnadeildinni styrk að fjárhæð 30 þúsund krónur samtals.
Erindi frá Birgi Guðnasyni vegna Íslands Hrafnistumenn.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.
Erindi frá lóðarhöfum Akurgerði 18-24 varðandi landspildu vestan lóðanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni. .
Samkomulag við SMFR. Framhald frá 43. fundi.
Drög að bréfi til SMFR lagt fram.
20. Beiðni um aukastuðning fyrir Stóru Vogaskóla.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 600 þúsund.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.. 7.50.