Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

50. fundur 14. ágúst 2008 kl. 06:30 - 08:00 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

50. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 14. ágúst 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Ársskýrsla Brunamálastofnunar fyrir árið 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla Lögreglustjórans á Suðurnesjum 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Áfangaskýrsla um mat á breytingum á nýskipan lögreglu.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir árið 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Eignarhaldsfélagið Fasteign. Samandreginn árshlutareikningur 30. júní 2008.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Skjalavistun og varsla.

Tilboð frá Gagnavörslunni ehf. lagt fram til kynningar.

 

  1. Framlög Jöfnunarsjóðs til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatta 2008.

Yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verklagi við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

 

Ákveðið að taka fyrstu tillögur fyrir á næsta fundi bæjarráðs 28. ágúst.

 

  1. Bréf frá foreldrafélagi Heilsuleikskólans Suðurvalla.

María Hermannsdóttir, leikskólastjóri kemur á fundinn kl. 7.

Bréf frá foreldrafélaginu lagt fram. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.

 

Bæjarráð þakkar Maríu fyrir greinargóðar upplýsingar. María víku af fundi kl. 7.40.

 

  1. Kauptilboð frá Fasteignamiðstöðinni.

Tilboðið er lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.00.

Getum við bætt efni síðunnar?