Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
49. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 10. júlí 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.
Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða til að taka þrjú ný mál á dagskrá sem verða mál 1-3.
Fundargerðir 30. og 31. fundar Skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
Fundargerð 6. fundar Umhverfisnefndar dags 7. júlí 2008.
Fundargerðin er samþykkt.
Fundargerð 373. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. dags. 23. júní 2008.
Fundargerðin er samþykkt.
Fundargerðir 3.- 5. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Fundargerðir 194. -196. fundar BS.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Bréf frá Hafnasambandi Íslands, dags. 30. júní. Boðun á Hafnasambandsþing.
Bréfið er lagt fram.
Umsókn um styrk til háskólanáms.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar til annars stuðnings á vegum sveitarfélagsins og stéttarfélaganna fyrir starfsmenn í námi.
Í tengslum við gerð starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Voga er unnið að endurmenntunarmálum starfsmanna.
Útilistaverk í Vogum eftir Erling Jónsson.
Framkvæmda- og kostnaðaráætlun er lögð fram.
Tilkynning frá EFF vegna forkaupsréttar á hlutum í félaginu.
Tilkynningin er lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutum í félaginu.
Starfsmannamál. Ráðning bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir að ráða Eirnýju Valsdóttur í starf bæjarritara og býður hana hjartanlega velkomna til starfa.
Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi.
Skýrsla Almennu Verkfræðistofunnar um Raforkuflutningskerfi á Reykjanesi lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 7.50.