Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 26. júní 2008 kl. 06:30 - 10:50 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

48. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 26. júní 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka fimm ný mál á dagskrá sem verða mál 13 til 17.

 

  1. Fundargerð 29. fundar Fræðslunefndar.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að gerðar verði eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskóla.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um gefa eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Heilsuleikskólans Suðurvalla.

Afsláttur fyrir annað barn hækki úr 25% í núverandi gjaldskrá upp í 50% og afsláttur fyrir þriðja barn hækki úr 50% í núverandi gjaldskrá upp í 100%.

 

Jafnframt að systkinaafsláttur gildi um barn í leikskóla ef systkini, 12 mánaða, eða eldra er í vistun hjá dagforeldri í Sveitarfélaginu Vogum í stað þess að afsláttur taki gildi við 18 mánaða eins og er í núgildandi gjaldskrá. Lagt er til að gjaldskrárbreytingar taki gildi þann 1. ágúst.

 

  1. Fundargerð 587.fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 206. 207. og 208.fundar HES

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla Rauða kross Íslands fyrir starfsárið 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Miðbæjarsvæði. Staða mála.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

 

  1. Fyrirspurn um sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins.

Svar við fyrirspurninni lagt fram.

 

  1. Útilistaverk í Vogum eftir Erling Jónsson.

Tillaga Þráins Haukssonar arkitekts hjá Landslagi um hönnun umgjarðar um listaverkið lögð fram.

 

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að gera kostnaðaráætlun og umsókn um framkvæmdaleyfi.

 

  1. Framkvæmdir í sumar. Verksamningur.

Verksamningur við Nesprýði lagður fram.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

 

  1. Trúnaðarmál.

Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

 

  1. Tillaga um breytingu á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri leggur fram tillögu um breytingu á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga varðandi útleigu á sölum í Álfagerði og íþrótta- og félagsmiðstöð.

 

Bæjarráð vísar tillögunum til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

  1. Drög að reglum um útleigu í Álfagerði og íþrótta- og félagsmiðstöð.

Bæjarstjóri leggur fram tillögu að reglum fyrir sali í Álfagerði og íþrótta- og félagsmiðstöð.

 

Bæjarráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn með þeirri breytingatillögu að neysla áfengis verði bönnuð í sal íþrótta- og félagsmiðstöðvar.

 

  1. Fundargerð 373. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Umsókn um afslátt af fasteignaskatti.

Bréf frá Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga lagt fram.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

  1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

Umræður um almenningssamgöngukerfi til og frá Höfuðborgarsvæðinu og milli staða á Suðurnesjum.

 

  1. Drög að viljayfirlýsing um atvinnuþróun í tengslum við Keflavíkurflugvöll.

Drögin eru lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð lýsir yfir vilja til áframhaldandi samstarfs.

 

  1. Bréf frá Smábátafélagi og Kvenfélaginu Fjólu, dags. 23. júní 2008.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð þakkar félögunum fyrir bréfið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.50.

Getum við bætt efni síðunnar?