Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

47. fundur 12. júní 2008 kl. 06:30 - 07:45 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

47. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 5. fundar Umhverfisnefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 11. fundar félagsmálanefndar Garðs, Sandgerðis og Voga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 191.-193. fundar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð aðalfundar DS 29. Apríl 2008.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð af fundi um stöðu mála varðandi umgjörð atvinnuþróunar í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Skýrsla stjórnar DS fyrir starfsárið 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla stjórnar Varasjóðs Húsnæðismála fyrir árið 2007.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varðandi bókfærðan kostnað vegna vistunar utan skólatíma.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð samþykkir að breyta færslum á kostnaði vegna vistunar utan skólatíma til samræmis við ábendingar sambandsins.

 

  1. Bréf frá Sjúkraþjálfaranum ehf. vegna starfsendurhæfingar.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Minnisblað frá HSS. Fjárveitingar á íbúa til nokkurra heilbrigðisstofnanna skv. Fjárlögum 2008.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustu og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.

Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir á fyrirhuguðum fundi.

 

  1. Færanleg kennslustofa við Suðurvelli. Staða mála.

Bæjarstjóri kynnir stöðu mála varðandi nýja bráðabirgðadeild við Suðurvelli. Ráðgert er að taka deildina í notkun í ágúst.

 

  1. Yfirlit yfir stöðu Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga.

Yfirlit yfir stöðu sjóðsins lagt fram.

 

  1. Miðbæjarsvæði. Staða mála.

Bæjarstjóri kynnir stöðu mála varðandi uppbyggingu miðbæjarkjarna. Skipulagstillögur eru í auglýsingu.

 

  1. Plan fyrir stóra vörubíla og vinnuvélar.

Fyrirspurn um aðstöðu fyrir vörubíla og vinnuvélar.

 

Gert er ráð fyrir slíku plani í nýju deiliskipulagi fyrir Iðndal.

 

  1. Fyrirspurn um sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins.

Fulltrúi H- lista óskar eftir upplýsingum um kostnað við sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins frá 2002.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja gögnin fram á næsta fundi.

 

  1. Uppbygging raforkuflutningskerfis.

Fulltrúi H –lista óskar eftir upplýsingum um greinargerð sem unnin hefur verið af Almennu Verkfræðistofunni fyrir Suðurlindir.

 

Málið er enn til vinnslu innan Suðurlinda.

 

  1. Púttvöllur við Hvammsgötu.

Fulltrúi H –lista spyr um framgang púttvallar við Hvammsgötu.

 

Bæjarráð leggur til við skipulags- og bygginganefnd að hugað verði að púttvelli í deiliskipulagi við Hvammsgötu.

 

  1. Breyting á fulltrúum í nefndum.

Fulltrúi H- lista á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verður Íris Bettý Alfreðsdóttir í stað Sigurðar Kristinssonar.

 

  1. Verkefni atvinnumálanefndar.

Fulltrúi H- lista spyr um verkefni atvinnumálanefndar.

 

Atvinnumálanefnd er enn starfandi og mun væntanlega skila af sér tillögum áður en nefndin lýkur störfum.

 

  1. Umsókn um áframhaldandi greiðsluþátttöku í tónlistarnámi.

Bæjarráð fagnar góðum árangri tónlistarmannsins og samþykkir áframhaldandi greiðsluþátttöku.

 

Jafnframt fer bæjarráð fram á að tónlistarmaðurinn taki þátt í viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

 

  1. Nýting forkaupsréttar.

Bæjarráð samþykkir með vísan til 8. gr. lóðarleigusamnings frá 28. janúar 2003 að nýta heimild sveitarfélagsins til forkaupsréttar á viðskiptum Byggt ehf. og Icecode á Íslandi ehf. á eigninni Iðndal 4, sbr. kaupsamningur og afsal dags. 22. maí 2008.

 

  1. Stuðningur sveitarfélagsins við stjórnmálasamtök.

Bæjarráð leggur til að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009 verði gert ráð fyrir stuðningi sveitarfélagsins við stjórnmálasamtök, með vísan til 5. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 7.45.

Getum við bætt efni síðunnar?