Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

46. fundur 29. maí 2008 kl. 06:30 - 08:20 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

46. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 29. maí 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 28. fundar fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá undir 1. lið.

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá framkvæmdir við götur, gangstéttar og yfirborð. Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá undir lið 19.

 

  1. Fundargerð 28. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um inntökureglur fyrir leikskóla.

 

  1. Fundargerð 18. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar því að skipað hefur verið í Öldunga- og Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Fundargerð 40. fundar barnaverndarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð starfshóps Sv. Garðs, Sandgerðisbæjar og Sv. Voga um mögulegt samstarf í skipulags,- bygginga, - og umhverfismálum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 586. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 372. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 290. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Ársskýrsla og endurskoðaður ársreikningur MSS 2007.

Ársskýrslan er lögð fram til kynningar.

 

  1. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2007.

Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.

 

  1. Umsögn um þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.

Erindinu er vísað til barnaverndarnefndar.

 

  1. Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga 2008.

Umhverfisvikan gekk vel og var þátttaka umtalsvert meiri en í fyrra.

 

Bæjarráð þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera bæinn snyrtilegan fyrir sumarið.

 

  1. Miðbæjarsvæði. Staða mála.

Bæjarstjóri upplýsir um stöðu mála varðandi uppbyggingu miðbæjarsvæðis.

 

  1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2007.

Umræðum vísað til seinni umræðu.

 

  1. Starfsmannamál.

Bæjarráð þakkar umsækjendum um starf frístunda- og menningarfulltrúa fyrir sýndan áhuga og leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Þór Ólafsson verði ráðinn í starf frístunda- og menningarfulltrúa.

 

  1. Afsögn formanns skipulags- og bygginganefndar.

Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins.

 

  1. Stuðningur sveitarfélagsins við stjórnmálasamtök.

Umræða um stuðning sveitarfélagsins við stjórnmálasamtök, með vísan til 5. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

  1. Afsláttur af fasteignagjöldum

Bréf frá Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga lagt fram.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

  1. Framkvæmdir við götur, gangstéttar og yfirborð.

Bæjarráð samþykkir að veita meira fjármagni til verkefnisins og vísar því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.20.

Getum við bætt efni síðunnar?