Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

41. fundur 13. mars 2008 kl. 06:30 - 08:10 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

41. fundur

 

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 13. mars 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 16. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 27. febrúar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 185. og 186. fundar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 57. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. XXII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Landsþingið verður haldið 4. apríl á Hótel Nordica.

 

  1. Staða lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga um áramót og greiðsluáætlanir.

Bréfið er lagt fram

 

  1. Færsla eignarhluta sveitarfélaga í hlutafélögum og einkahlutafélögum. Álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga.

Álitið er lagt fram.

 

  1. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Stefnan er lögð fram og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

  1. Skýrsla starfshóps um málefni Keflavíkurflugvallar.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir upplýsandi fund um stöðu málsins.

Bæjarráð lýsir yfir vilja og áhuga til samstarfs.

 

  1. Kynningarbæklingur um Sveitarfélagið Voga.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir kynningu á sveitarfélaginu .....

 

Leggur fram drög að kynningarbækling óskar eftir heimild minnihlutans til að vinna málið áfram.

 

  1. Upplýsingar um þjónustu heilsugæslusviðs HSS.

Upplýsingarnar lagðar fram.

 

  1. Vígsla Stórheimilis.

Bæjarráð

 

Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem heiðruðu .... með nærveru sinni á vígsluhátíðinni. Sérstakar þakkir fá þeir sem gáfu Álfagerði gjafir í tilefni vígslunnar.

 

  1. Samkomulag við Þórusker ehf. vegna Grænuborgarlands.

Samkomulagið lagt fram.

 

Bæjarráð fagnar samkomulaginu og vísar því, ásamt deiliskipulagstillögu svæðisins, til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

  1. Ósk um styrk til Danmerkurferðar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Ósk um styrk við forvarnarstarf Saman hópsins.

 

 

  1. Umsóknir um hesthúsalóðir í Fákadal 8 og 10.

Fyrir fundinum liggja tvær umsóknir um lóðina Fákadal 8 og ein um lóðina Fákadal 10.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Fákadal 8 til Sveins Finns Helgasonar og lóðinni Fákadal 10 til Svanborgar Svansdóttur.

 

Úthlutunin er með fyrirvara um að umsækjendur skili inn greiðslumati að lágmarki 10 milljónir.

 

  1. Umsókn um lóð við Iðndal.

Bæjarráð tekur vel í erindið, en engar lóðir eru lausar við Iðndal. Umsækjanda er bent á að hafa samband við byggingafulltrúi varðandi mögulega aðrar lausar lóðir.

 

  1. Bréf frá HS hf. vegna sölu Hafnarfjarðarbæjar á 95% hlut sínum í HS hf.

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutnum.

 

  1. Bréf frá Bláa lóninu hf vegna sölu á hlutafé í félaginu.

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutunum.

 

  1. Bréf frá 10. deild leikskólakennara á Suðurnesjum.

Gerum eins og hinir

 

  1. Viðauki við leigusamning vegna gervigrasvallar við Stóru- Vogaskóla.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.

 

  1. Athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

Erindið er lagt fram og vísað til umhverfisnefndar og skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

 

  1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að taka þátt í að stofna félag um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

 

  1. Frumvarp til laga um mannvirki.

Frumvarpið er lagt fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar.

 

  1. Frumvarp til skipulagslaga.

Frumvarpið er lagt fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar.

 

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

Frumvarpið er lagt fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar.

 

  1. Drög að samstarfssamning við Golfklúbb Vatnsleysustrandar.

RR reynir að vera búinn að græja drögin.

 

  1. Afturköllun lóða. Framhald frá síðasta og þarsíðasta fundi.

    1. Iðndalur 12 tillaga bæjarstjóra

    2. Heiðarholt 2 hefur verið skilað

    3. Niðurfelling afturköllunar vegna

      1. Iðndal 4

      2. Jónsvör 1

      3. Heiðarholt 4

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.10.

Getum við bætt efni síðunnar?