Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
35. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 11.desember 2007 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál sem verði tekið upp undir 14. lið.
Fundargerð 10. fundar umhverfisnefndar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 6. fundar félagsmálanefndar Sandgerðis, Garðs og Voga.
Fundargerðin er samþykkt.
Styrkumsókn frá UMFÞ.
Rakel Rut Valdimarsdóttir form., Kristinn Sigurþórsson og Ríkharður Bragason stjórnarmenn UMFÞ koma á fundinn kl. 18 og fara kl. 19.40.
Bæjarráð hafnar fyrirliggjandi umsókn UMFÞ um styrk fyrir næsta ár, en óskar eftir tillögum stjórnar að samstarfssamning milli sveitarfélagsins og UMFÞ sem styrkveiting muni grundvallast á.
Drög að stofnsamþykkt Suðurlinda.
Drögin eru lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Skipulag, stjórnun og starfsmannamál.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi Fasteignafélag sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Könnun á viðhorfi til starfsemi og þjónustu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kynning á niðurstöðum.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Kópavogsbæ. Veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Glaðheima.
Lagt fram til kynningar.
Jólahús Sveitarfélagsins Voga 2007.
Bæjarráð samþykkir að veita viðurkenningu fyrir Jólahús ársins.
Eftirfarandi hús fengu tilnefningar:
Hólagata 1
Hólagata 2b
Brekkugötu 4
Aragerði 18
Mýrargata 10
Afhending viðurkenningar fer fram á bæjarstjórnarfundi 18. desember næstkomandi.
Undirbúningur framkvæmda við raforkuflutningskerfið á Reykjanesskaga.
Bæjarráð vísar tillögunum til umsagnar Suðurlinda.
Bréf frá Starfsmannafélagi Suðurnesja, dags. 23. nóvember 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að ræða við formann félagsins.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga árið 2008.
Formaður óskar eftir breytingatillögum milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008.
Umræða um breytingatillögur minnihlutans.
Gjaldskrá ársins 2008. Breytingatillögur frá fyrri umræðu.
Formaður leggur til að ákvæði varðandi vínveitingaleyfi falli út, með vísan til breyttra laga um veitinga- og gististaði.
Formaður óskar eftir breytingatillögum milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008.
Umræða um tillögur minnihlutans.
Bréf frá Geir Oddgeirssyni, dags. 7. desember varðandi veg að Litlabæ og Bakka.
Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.10.