Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

33. fundur 13. nóvember 2007 kl. 18:00 - 19:50 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

33. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 13. nóvember 2007 kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá þrjú ný mál sem koma undir liðum 16. til 18.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 9. fundar umhverfisnefndar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð vísar ábendingum umhverfisnefndar varðandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2007- 2027 til skipulags- og bygginganefndar til úrvinnslu.

 

  1. Fundargerðir 9. fundar atvinnumálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 575. -578. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS dags. 29. október 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 56. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 747. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá EFF og Glitni dags. 12. október 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Landvernd mótt. 22.október 2007 varðandi Grænfána.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skólastjórnenda, fræðslunefndar og umhverfisnefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Landsnet dags. 30. október 2007 og 9. nóvember 2007 varðandi uppbyggingu raforkuflutningskerfis á Reykjanesi.

Bréfin eru lögð fram til kynningar.

 

  1. Drög að samkomulagi við VBS banka um uppbyggingu Grænuborgarhverfis.

Drögin eru lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Skipulags- og bygginganefnd falið að hefja aftur vinnu við deiliskipulagstillögu af Grænuborgarhverfi.

 

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2008.

Bæjarstjóri kynnir vinnu við fjárhagsáætlun árins 2008 og þriggja ára áætlun.

 

  1. Bréf frá kennurum við Stóru- Vogaskóla. Beiðni um aksturstyrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Skipulag, stjórnun og starfsmannamál.

Bæjarráð samþykkir að hefja samstarf við ParX- viðskiptaráðgjöf um skipulag, stjórnun og starfsmannamál á vegum sveitarfélagsins.

 

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja endanlega verklýsingu fyrir bæjarráð.

 

  1. Skipan valnefndar um nafn á Stórheimili.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

  1. Breyting á rekstrarformi EFF.

Farið yfir tillögu stjórnar EFF um að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Fyrir fundinum liggja upplýsingar frá KPMG ráðgjöf, lögmannsstofunni LEX og Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka.

 

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tillaga stjórnar EFF verði samþykkt.

 

  1. Bréf frá skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja, dags. 2. nóv 2007.

Í ljósi umræðu á aðalfundi SSS þann 10. nóvember telur bæjarráð ekki tímabært að taka afstöðu til erindisins. Bæjarráð telur rétt að erindið verði fyrst rætt í stjórn SSS.

 

Bæjarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að byggingu næsta framhaldsskóla á Suðurnesjum, sem staðsettur verði í nágrenni við Reykjanesbraut og Vogastapa.

 

  1. Samningur um aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Fornleifastofnun Íslands um skráningu minja í sveitarfélaginu.

 

  1. Viljayfirlýsing um stofnun Suðurlinda hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50

Getum við bætt efni síðunnar?