Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
32. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 23. október 2007 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Hörður Harðarson form., Birgir Örn Ólafson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.
Fundargerð 20. fundar fræðslunefndar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir þakkir fræðslunefndar fyrir höfðinglega gjöf Hitaveitu Suðurnesja til bókasafnsins.
Fundargerðir 7. og 8. fundar atvinnumálanefndar.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Ákveðið að boða formann nefndarinnar á fund bæjarráðs.
Fundargerðir 278. fundar stjórnar Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Uppbygging álvers Norðurál við Helguvík. Fulltrúar Norðuráls koma á fundinn.
Ágúst Hafberg og Skúli Skúlason fulltrúar Norðuráls komu á fundinn og gerðu grein fyrir uppbyggingu álvers í Helguvík og áhrifum framkvæmdanna og rekstur álversins á samfélagið á Suðurnesjum.
Rætt um mögulega samstarfsfleti Norðuráls við stofnanir og félög í Sveitarfélaginu Vogum.
Bréf frá Litbolta dags. 18. október 2007.
Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar og íþrótta- og tómstundanefndartil umsagnar.
Bréf frá Selhöfða ehf. dags. 8. október 2007.
Erindinu er vísað til atvinnumálanefndar.
Bréf frá Sveitarfélaginu Garði, dags. 10. október 2007.
Bréfið er lagt fram.
Tilboð fjármálafyrirtækja í ávöxtun eigin fjár Sveitarfélagsins Voga. Framhald frá síðasta fundi.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu á bæjarstjórnarfundi.
Drög að samkomulagi við VBS fjárfestingarbanka um uppbyggingu Grænuborgarhverfis.
Drögin eru lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Drög að reglugerð um lögreglusamþykktir.
Drögin eru lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að lagfæra áður unnin drög að nýrri lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga með hliðsjón af nýrri reglugerð.
Fæðispeningar starfsmanna.
Minnisblað varðandi greiðsluþátttöku starfsmanna í hádegismat lagt fram, en gjald vegna hádegismats starfsmanna Stóru- Vogaskóla hefur ekki hækkað síðan haustið 1999.
Inga Sigrún vekur athygli á vanhæfi sínu og tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að breyta gjaldskrá frá og með næstu áramótum til samræmis við kjarasamning starfsmanna.
Ársskýrsla HSS árið 2006.
Ársskýrslan er lögð fram til kynningar.
Breyting á rekstrarformi EFF.
Afgreiðslu frestað.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.
Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2007 lögð fram.
Bæjarráð vísar endurskoðaðri áætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember.
Vettvangskönnun á fasteigninni Hafnargata 101. Skýrsla byggingafulltrúa.
Skýrslan er lögð fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar til kynningar.
Bæjarráð felur byggingafulltrúa að kynna niðurstöður vettvangskönnunar fyrir eiganda hússins og umsjónarmanni. Bæjarráð telur mikilvægt að án tafar verði brugðist við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslu byggingafulltrúa og slökkvistjóra. Bæjarráð leggur áherslu á að strax verði tryggt að af húsinu stafi ekki hætta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.10.